Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2004

 

Fréttir

29. apríl 2004

Söngdeild flytur gamanóperuna Amelía fer á ball

Flytjendur

Amelía:   Eyrún Ósk Ingólfsdóttir
Eiginmađur:   Unnar Geir Unnarsson
Elskhugi:   Andri Stefánsson
Vinkona:   Vigdís Ásgeirsdóttir
Lögreglustjóri:   Davíđ Viđarsson (nemandi í Nýja tónlistarskólanum)
Ţjónustustúlkur:   Fjóla Kristín Nikulásdóttir og
Anna Margrét Sigurđardóttir
Vegfarendur:   Björney Inga Björnsdóttir,
    Elín Arna Aspelund,
    Margrét Helga Kristjánsdóttir,
    Edda Ósk Óskarsdóttir,
    Erla Steinunn Guđmundsdóttir og
    Ragnheiđur Ţórdís Stefánsdóttir
Sjúkraliđar:   Stefán Ţór Sigfinnsson og
    Ísak Ţórsson
     
Leikstjórn:   Anna Júlíana Sveinsdóttir
Píanóleikur:    Krystyna Cortes
Förđun:   Ólöf Guđrún Helgadóttir
     

Söguţráđur

Sagan gerist í íbúđ Amelíu í Mílanó á öndverđri tuttugustu öld. Í upphafi verksins er Amelía međ hjálp ţerna ađ búa sig til ađ fara á ball ásamt eiginmanni sínum og vinkonu. Ţegar Amelía er loks tilbúin kemur eiginmađur hennar askvađandi međ ástarbréf sem hann hefur fundiđ í fórum hennar og vill vita hver elskhugi hennar sé. Amelía kannast fyrst ekki viđ neitt en fellst síđan á ađ segja honum ţađ ef hann komi međ sér á balliđ. Ţađ verđur ađ samkomulagi, en eftir ađ Amelía hefur sagt honum ađ ástmađurinn búi á hćđinni fyrir ofan ţau, ákveđur eiginmađurinn ađ myrđa keppinautinn. Amelía óttast nú ađ hún muni missa af glćsilegasta balli ársins! Eftir nokkra umhugsun fer hún út á svalir og ađvarar elskhugann sem kemur niđur á reipi. Amelía hvetur hann til ađ flýja, en hann vill ađ hún fylgi sér og verđur sár ţegar hún vill fresta ţví til ađ missa ekki af ballinu. En brátt birtist eiginmađurinn aftur og ástmađurinn felur sig undir sófa. Eftir ađ hafa séđ reipiđ á svölunum uppgötvar eiginmađurinn felustađinn, miđar byssu á elskhugann, en skotiđ hleypur ekki úr henni. Ţađ kemur til handalögmála og eftir ađ elskhuginn hefur nánast yfirbugađ eiginmanninn stillist leikurinn og ţeir fara ađ rćđa um framhjáhald og réttmćti ţess. Ástmađurinn syngur ástríđufulla aríu um tilfinningar sínar og á eftir sameinast ţau í ţrísöng um siđferđi. Eiginmađurinn lítilsvirđir hina ballsjúku Amelíu og loks missir hún ţolinmćđina og rotar hann. Hún örvilnast svo, hrópar á hjálp og nokkrir vegfarendur og lögreglustjórinn birtast. Amelía segir ađ elskhuginn sé innbrjótsţjófur sem rotađ hafi eiginmanninn. Lögreglustjórinn sendir ástmanninn í fangelsi og eiginmanninn á sjúkrahús og Amelía tekur síđan feginsamlega bođi lögreglustjórans um ađ fylgja henni á balliđ.

Um höfundinn

Gian Carlo Menotti fćddist áriđ 1911 í Cadegliano á Ítalíu. Sjö ára gamal hóf hann ađ semja sönglög undir handleiđslu móđur sinnar og áriđ 1923 varđ hann nemandi viđ Verdi-tónlistarskólann í Mílanó. Menotti fluttist ásamt móđur sinni til Ameríku eftir lát föđurins og ţar lćrđi hann tónsmíđar hjá Rosario Scalero viđ Curtis-tónlistarskólann í Fíladelfíu.

Gamanóperan og einţáttungurinn Amelía fer á ball, sem er fyrsta fullmótađa ópera Menottis, var frumsýnd áriđ 1937 viđ svo mikinn fögnuđ ađ upp frá ţví varđ ferill hans í óperuheiminum samfelld sigurganga. Menotti semur sjálfur texta viđ óperur sínar. Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs hafa áđur flutt óperu eftir hann.

 

[ Til baka á Fréttir 2004 ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is