Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2008

 

Fréttir

30. janúar 2008

Tónleikaröđ kennara: Pétur og úlfurinn 

Laugardaginn 2. febrúar nk. kl. 13.00 verđa einstakir barna- og fjölskyldutónleikar í Salnum, Kópavogi. Á tónleikunum verđur flutt tónćvintýriđ vinsćla um Pétur og úlfinn ásamt ţáttum úr Myndum á sýningu eftir Mussorgsky.

Sögumađur á tónleikunum er Sigurţór Heimisson leikari.

Tónlistin er leikin í útsetningum fyrir blásarakvintett af Pamelu De Sensi flautuleikara, Eydísi Franzdóttur óbóleikara, Rúnari Óskarssyni klarínettuleikara, Kristínu Mjöll Jakobsdóttur fagottleikara og Emil Friđfinnssyni hornleikara.

Efnisskrá

  • Modest Mussorgsky
    Ţćttir úr Myndum á sýningu
      
  • Sergej Prokofiev 
    Pétur og úlfurinn

Um verkin

Pétur og úlfurinn er ćvintýri fyrir leiklestur og hljómsveit og er bćđi sagan og tónlistin eftir rússneska tónskáldiđ Prokofiev. Hann hafđi fariđ međ syni sína tvo í tónleikhús barna í Moskvu og ţar datt honum í hug ađ semja tónverk af ţessu tagi. Sagan segir frá Pétri sem stelst út á engiđ í óţökk afa síns, ţar glímir hann viđ ógnvćttinn ógurlega, úlfinn, međ hjálp fuglsins og kattarins, en úlfurinn hefur ţá ţegar gleypt veslings öndina sem hafđi synt í makindum á tjörninni. Verk var samiđ til ađ kynna fyrir börnum hljóđfćri sinfóníuhljómsveitarinnar. Flautan er fuglinn, óbóiđ öndin, klarínettan kötturinn, fagottiđ afinn, horniđ úlfurinn og hér skiptast öll hljóđfćrin á ađ leika stef Péturs í stađ strokhljóđfćranna. Hin mikla athygli og vinsćldir sem verkiđ fékk kom meira ađ segja höfundinum sjálfum á óvart.

Rússneska tónskáldiđ Modest Mussorgsky samdi verkiđ Myndir á sýningu áriđ 1874 í tengslum viđ sýningu náins vinar síns, myndlistarmannsins Victors Hartmanns. Verkiđ er samsett af fjórtán ţáttum, tíu sem eru um myndir en fimm um gönguleiđir frá einni mynd til annarrar. Gönguleiđirnar eru alltaf međ sama ţema en samt međ tilbrigđum sem lýsa hughrifum tónskáldsins eftir ađ hafa séđ ákveđnar myndir. Á tónleikunum verđa fluttir átta ţćttir úr verkinu. Sá fyrsti lýsir myndinni "gamli kastalinn" ţar er farandtónlistarmađur sem syngur söng sinn fyrir framan miđaldakastala í hrörlegu umhverfi. Önnur myndin "Tuileries" sýnir nokkur börn sem leika sér glöđ í garđinum undir vökulu auga fóstranna sem eru á spjalli. Ţriđja myndin "Dans hćnsnaunganna í skurninu" sýnir dansara klćdda sem hćnsnaunga koma út úr eggi. Á fjórđu myndinni "Limoges" eru konur á spjalli á markađstorginu í franska bćnum Limoges, smátt og smátt breytist spjalliđ í mikiđ rifrildi. Í "Kofinn á fuglafótum" er norninni Baba Yaga lýst, hrćđilegri veru sem er sett upp sem kofi međ fuglsfćtur og lítur út eins og gauksklukka. Tónlistin lýsir hrćđslu tónskáldsins er hann kemur í hrćđilega hellinn hennar. Hartmann sem arkitekt hafđi skipulagt mikiđ hliđ inn í Kiev í endurreisnarstíl Rússa og varđ ţađ Musorgsky innblástur fyrir síđasta hluta tónverksins. Takturinn er hátíđlegur og ađalstefiđ endurtekiđ.

Um flytjendur

Pamela De Sensi er fćdd áriđ 1975 í Róm en uppalin í Lamezia Terme á Suđur Ítalíu. Hún útskrifađist 1998 í "Conservatorio di Musica L. Perosi" í Campobasso á Ítalíu og í kammertónlist í " Conservatorio di Musica S. Cecilia " í Róm 2002. Á sama tíma sótti hún tíma hjá heimskunnum flautuleikurum s.s. C. Klemm, M. Ziegler, F. Reengli, T. Wye, M. Larrieu og M. Ancillotti. Hefur tekiđ ţátt í fjölda tónleika bćđi sem einleikari sem og í kammertónlist: t.d. Kasakstan, Frakklandi, Spáni, Suđur-Ameríkur og Ísland og víđsvegar á Ítaliu. Frá árinu 1997 hefur hún spilađ međ flautakvartettnum "Horus Ensemble" og frá ´98 međ tríóinu "Shéhérazade". Á Íslandi hefur hún starfađ sem tónlistarkennari viđ Tónlistarskóla Árnesinga og Tónlistarkóla Kópavogs .

Eydís Franzdóttir óbóleikari lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1987 og stundađi framhaldsnám í London. Hún lék um skeiđ međ samevrópsku hljómsveitinni Acadya, en var svo ráđin 1. óbóleikari tékknesku útvarpshljóm-sveitarinnar í Pilzen 1992 ţar sem hún lék um tveggja ára skeiđ. Eydís hefur komiđ fram sem einleikari, međ kammerhópum og hljómsveitum víđa um Evrópu, Norđur-Ameríku og á Íslandi. Hún er m.a. međlimur í Caput-hópnum, skipuleggjandi og óbóleikari Poulenc-hópsins og kennari viđ Tónlistarskóla Kópavogs.

Emil Friđfinnsson fćddist á Akureyri og hóf ţar tónlistarnám hjá Roar Kvam. Hann stundađi framhaldsnám viđ Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Joseph Ognibene og síđan viđ tónlistarháskólann í Essen í Ţýskaland hjá prófessor Hermann Baumann. Eftir ađ hafa starfađ í hljómsveitum í Ţýskalandi um nokkura ára skeiđ sneri Emil heim og hefur síđan veriđ fastráđin í Sinfóníuhljómsveit Íslands auk ţess ađ leika međ ýmsum kammerhópum s.s. kvintett Coretto og Kammersveit Reykjavíkur. Emil hefur veriđ hornleikari CAPUT-hópsins frá 1987

Rúnar Óskarsson lauk útskrifađist međ kennara- og einleikarapróf á klarínettu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík voriđ 1993 og stundađi framhaldsnám hjá George Pieterson viđ Sweelinck Conservatorium Amsterdam. Hann lauk prófi frá skólanum 1996 og einleikaraprófi á bassaklarínettu tveimur árum síđar undir handleiđslu Harry Sparnaay. Einnig sótti Rúnar tíma hjá Walter Boeykens. Eftir heimkomu 2001 hefur Rúnar leikiđ međ m.a. Caput, hljómsveit íslensku óperunnar, Atón, Kammersveit Reykjavíkur og fleiri hópum. Hann er núna fastráđinn viđ Sinfóníuhljómsveit Íslands. Rúnar hefur gefiđ út 3 geisladiska međ leik sínum. Sá nýjasti, Monologues-Dialogues hefur ađ ný íslensk verk fyrir bassaklarínettu og var diskurinn tilnefndur til íslensku tónlistarverđlaunanna 2006.

Kristín Mjöll Jakobsdóttir nam viđ Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk Mastersprófi frá Yale School of Music voriđ 1989. Ennfremur stundađi hún nám viđ Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og í Cincinnati, Ohio. Veturinn 1991-92 starfađi Kristín međ Fílharmóníuhljómsveitinni í Hong Kong og var búsett ţar til 1998. Hún hefur síđan leikiđ međ Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Norđurlands, Íslensku óperunni og fjölmörgum kammerhópum. Hún hefur m.a. stofnađ Blásaraoktettinn Hnúkaţey sem hefur veriđ starfandi frá árinu 2003 og Fagottkvartettinn Fagotterí.

Sigurţór Heimisson er útskrifađur leikari frá Leiklistarskóla Íslands og hefur leikiđ fjölda hlutverka í atvinnuleikhúsum landsins. Núna er hann ađ leika í tveimur verkum sem flakka á milli grunn- og framhaldsskóla. Hann kennir framsögn og raddbeitingu í Háskólanum í Reykjavík.

Ađgangseyrir

  • Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
  • Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
  • Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
  • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
  • 12 ára og yngri: Frítt

Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

[ Til baka á Fréttir 2008 ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is