Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2011

 

Fréttir

15. mars 2011

TKTK: Portrett

Ađrir tónleikarnir í TKTK tónleikaröđinni 19. mars 2011 hefjast kl. 15:00. Flytjandi er Ríkharđur H. Friđriksson.

Efnisskrá

 • Ríkharđur H. Friđriksson
  Postcards from North and South (2008/09)
 • Ríkharđur H. Friđriksson 
  Rondó (2007- )
 • Ríkharđur H. Friđriksson 
  Ţrjú verk um náttúru Íslands (2007)
  1. Hindisvík
  2. Malarrif
  3. Krí-Krí
 • Ríkharđur H. Friđriksson 
  Kristalhringir (2008/09)
 • Ríkharđur H. Friđriksson 
  Líđan II (2002/11)

Um höfund

Ríkharđur H. Friđriksson er fćddur áriđ 1960 í Vestmannaeyjum. Hann lćrđi tónsmíđar viđ Tónlistarskólann í Reykjavík; Manhattan School of Music, New York; Accademia Chigiana, Siena; og Konunglega Tónlistarháskólann í Haag hjá Atla Heimi Sveinssyni, Ţorkatli Sigurbjörnssyni, Elias Tanenbaum, Franco Donatoni og Clarence Barlow, auk ţess ađ nema raftónlist viđ Instituut voor Sonologie í Haag og sćkja námskeiđ í tölvutónsmíđum viđ Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam og sumarskólann í Darmstadt. Einnig lauk hann námi í sagnfrćđi frá Háskóla Íslands og klassískum gítarleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

Eftir Ríkharđ liggja bćđi hljóđfćra- og raftónsmíđar sem hafa veriđ fluttar víđa um heim, auk ţess sem ţeim hefur veriđ útvarpađ í fleiri löndum í Evrópu og Asíu. Hann hefur fengiđ Fulbright ferđastyrk til náms í Bandaríkjunum, styrk frá Vísindasjóđi Íslands til rannsókna á íslenskri tónlistarsögu og styrki frá NOMUS (Norrćna tónlistarnefndin) og Nordisk Kulturfond vegna samnorrćns tölvutónlistarverkefnis og ART 2000 raf og tölvutónlistarhátíđarinnar. Hann hefur fjórum sinnum fengiđ starfslaun listamanna, auk ţess ađ hljóta Menningarverđlaun DV og verđlaun á alţjóđlegu raftónlistarhátíđinni í Bourges.

Ríkharđur gerir raftónlist sem fer tvćr grundvallarleiđir; annađ hvort gerir hann hreina víđóma afspilunartónlist ţar sem unniđ er međ náttúruhljóđ og hreyfingu ţeirra í rými, eđa hann iđkar lifandi spuna međ rafgítar og vinnur hljóđ hans áfram međ tölvutćkni. Í seinni geiranum kemur hann annađ hvort fram einn eđa međ sveitinni Icelandic Sound Company.

Ríkharđur kennir tónsmíđar, raftónlist og tónlistarsögu viđ Tónlistarskóla Kópavogs, Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík.

Verkin á tónleikunum

Postcards from North and South (2008/2009) er framlag mitt til samvinnuverkefnis tónskálda frá Norđurlöndunum og Suđur-Ameríku. Allir lögđu hljóđ frá sínu landi í púkkiđ og síđan voru gerđ stutt verk ţar sem menn notuđu annars vegar sín eigin hljóđ og hins vegar hljóđ frá hinum heimshlutanum. Ég tók ţann pól í hćđina ađ tefla hljóđunum saman sem andstćđum án ţess ađ reyna ađ tengja ţau sérstaklega. Ţannig nota ég einvörđungu náttúruhljóđ frá Íslandi; vatnsniđ frá Öskjusvćđinu, fótatak í fjörugrjóti frá Dritvík, kríur frá Vatnsnesi og fleira. Ţessu tefli ég á móti ýmsum manngerđum hljóđum frá Suđur-Ameríku, jú, og páfagaukum frá Úrúgvć sem reyna af veikum mćtti ađ tengja heimana tvo saman. 

Verkiđ var upphaflega unniđ í stereo en seinna endurgert í víđóma útgáfu.

Rondó (2007- ) fyrir rafgítar og gagnvirkt tölvukerfi er ađ talsverđu leyti byggt á "litlu hljóđunum", hljóđunum sem eru svo veik ađ ţau eru nćstum aldrei notuđ - enda varla heyranleg. Hressileg uppmögnun bćtir úr ţví og opnar nýjan hljóđheim sem hćgt er ađ kjamsa á í tölvunni. Ţá eru hljóđin hreint ekki svo lítil lengur. 

Nafniđ er til komiđ af tveimur ástćđum. Annars vegar minnir formiđ lítiđ eitt á rondó-form, a.m.k. eru nokkur "viđlög" sem koma aftur og aftur. Hins vegar, svo merking orđsins sé tekin bókstaflega, fara hljóđferlin ófáa hringina í kringum áheyrendur.

Ţrjú verk um náttúru Íslands (2007) eru fyrstu hlutarnir í einhverju sem stefnir í ađ verđa nokkuđ stórt verk í mörgum köflum ţar sem tekinn er púlsinn á náttúru Íslands, eđa a.m.k. ţeim hlutum hennar sem gefa frá sér hljóđ. Kveikjan er alltaf íslensk náttúruhljóđ sem fara síđan í einhvers konar ferđalag á eigin forsendum, međ drjúgri hjálp tölvunnar, auđvitađ.

Hindisvík inniheldur öldugang og fuglasöng á góđviđrisdegi ţar sem kyrrđin ćtti ađ vera yfirţyrmandi, en ţegar hlustađ er djúpt inn í lítil hljóđ, ţá eru ţau ekki svo lítil lengur. Verst er ađ ekki er hćgt ađ taka upp hljóđiđ í miđnćtursólinni.

Malarrif er hér túlkađ innan úr vitanum ţar í hávađaroki. Ţađ syngur og hvín í vitanum og stögum utan á honum. Stór holur hlutur eins og vitinn virkar hér líkt og hljómbotn í gríđarstóru hljóđfćri og gefur veđurhljóđinu sín eigin einkenni. Hér hefur engu veriđ breytt í tölvunni. Ţetta er vitinn ómengađur.

Krí-krí ţarf engum ađ koma á óvart ađ inniheldur ekkert nema kríur frá Vatnsnesi; frá Kárastađarétt og Ósum. Árásargirni ţeirra er uppistađa verksins. Upptakan var ekki alveg áhćttulaus...

Kristalhringir (2008/2009) er "endurblöndun" á tveimur kammerverkum eftir Pál Pampichler Pálsson sem varđ áttrćđur um ţađ leyti. Ţađ eru kammerverkiđ Kristallar frá 1970 og sönglagiđ Hinghenda frá 1990, flutt af Signýju Sćmundsdóttur. Hljóđin komu öll upphaflega úr upptökum af verkunum. Síđan kom eitthvađ fyrir ţau...

Upphaflega útgáfan var pöntun frá Ríkisútvarpinu í tilefni áttrćđisafmćlis Páls. Verkiđ var upphaflega unniđ í stereo en seinna endurgert í víđómi.

Líđan II (2002/2011) Ertu ađ drepast úr hálsbólgu? Rótkvefađur? Fékkstu ţér ríflega neđan í ţví í gćr? Er röddin í steik og öndunarfćrin í rúst? Kveikjan ađ verkinu varđ í dimmasta skammdeginu ţegar höfundur ţjáđist af flestu ofangreindu og hljóđheimur bilađra öndunar- og talfćra umlukti hann og heltók um nokkurt skeiđ.

Verkiđ var unniđ nćr alfariđ á Kyma hljóđvinnslukerfiđ í Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs í mesta skammdeginu veturinn 2001-2002. Ekki náđist ađ klára verkiđ almennilega fyrir skilafrest í febrúar; ţađ var ţví unniđ áfram á vormánuđum 2002 og ţá flutt talsvert breytt undir nafninu Líđan II. Enn líđur tíminn og í febrúar og mars sl. var verkiđ endurunniđ lítillega og endurhljóđblandađ, án nafnbreytingar í ţetta sinn.

Ađgangseyrir

 • Almennt miđaverđ: 1.000 kr.
 • Tónleikapassi, gildir á alla tónleika: 2.000 kr.
 • Nemendur TK og ađstandendur: Ókeypis.

 

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is