Úr aðalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er að

efla íslenska tónmenningu og beita sér fyrir varðveislu tónlistararfs þjóðarinnar
MYNDASAFN

 

Blokkflautumót 2006

Laugardaginn 4. mars 2006 var blokkflautumót haldið í fyrsta sinn hér á landi og tók hópur nemenda Tónlistarskóla Kópavogs þátt í mótinu ásamt nemendum frá Tónlistarskóla Árnesinga, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Ísafjarðar, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Blokkflautumótið, sem haldið var á vegum Blokkflautukennarafélags Íslands, fór fram í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hér að neðan eru nokkrar ljósmyndir sem teknar voru á mótinu.

 

Nemendur í grunnnámi og miðnámi mættu kl. 10. Æft var í hópum og síðan voru haldnir tónleikar um hádegið, þar sem hóparnir fluttu hluta af viðfangsefnum dagsins. 

Ragnheiður Haraldsdóttir leiðbeinir nokkum nemendum í grunnnámi.
Nauðsynlegt er að standa upp og liðka sig af og til. Hér sést morgunleikfimi undir stjórn Lindu Hreggviðsdóttur.
Meiri leikfimi.

Miðnámshópur á hádegistónleikum.

Á hádegistónleikunum lék kvartett, skipaður nemendum frá ísafirði, Kópavogi og Hafnarfirði svo og leiðbeinandanum Lech Szyszko sem lék á bassaflautu (lengst til hægri).

Boðið var upp á hressingu í hádeginu.

Eftir hádegið var röðin komin að mið- og framhaldsnámsnemendum.

Leikið var á ýmsar flautustærðir.

Þórður, Linda, Svava Dögg og Hilda Björk spila á bassa- og tenórflautur.

Linda og Ragnheiður með nemanda á milli sín.

"Blokkflautuhópurinn", skipaður fyrrverandi nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs, ásamt gamla kennaranum sínum, flutti tónlist eftir finnska tónskáldið Einojuhani Rautavaara. Frá vinstri: Helga Aðalheiður Jónsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Rannveig Magnúsdóttir, Aðalheiður Gígja Hansdóttir, Björg Ragnheiður Pálsdóttir og Guðrún Halla Sveinsdóttir.

Kvartett nemenda í miðnámi.

Leikið á tenór- og bassaflautur.

Í lok mótsins lék blokkflautuhljómsveit undir stjórn Kristínar Stefánsdóttur.

Helga Sighvatsdóttir og Kristín Stefánsdóttir afhentu þátttakendum viðurkenningarskjöl og geisladiska með blokkflaututónlist. 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is