|
Burtfarartónleikar
Soffíu Sigurðardóttur, flautuleikara
Föstudaginn 8. apríl 2005 hélt Soffía Sigurðardóttir,
flautuleikari, burtfarartónleika frá Tónlistarskóla
Kópavogs og voru þeir haldnir í Salnum. Með Soffíu á tónleikunum
lék Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanóleikari. Tónleikarnir,
sem voru hluti af framhaldsprófi Soffíu í flautuleik, voru vel
sóttir og þóttu takast mjög vel. Á efnisskrá
burtfarartónleikanna voru verk eftir Johann Sebastian Bach, Gabriel
Fauré, Bohuslav Martinu og Atla Heimi Sveinsson. Ljósmyndirnar
hér að neðan tók Kristín
Bogadóttir.
|
|
|