Úr aðalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er að

efla íslenska tónmenningu og beita sér fyrir varðveislu tónlistararfs þjóðarinnar
MYNDASAFN

 

Burtfarartónleikar Soffíu Sigurðardóttur, flautuleikara

Föstudaginn 8. apríl 2005 hélt Soffía Sigurðardóttir, flautuleikari, burtfarartónleika frá Tónlistarskóla Kópavogs og voru þeir haldnir í Salnum. Með Soffíu á tónleikunum lék Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanóleikari. Tónleikarnir, sem voru hluti af framhaldsprófi Soffíu í flautuleik, voru vel sóttir og þóttu takast mjög vel. Á efnisskrá burtfarartónleikanna voru verk eftir Johann Sebastian Bach, Gabriel Fauré, Bohuslav Martinu og Atla Heimi Sveinsson. Ljósmyndirnar hér að neðan tók Kristín Bogadóttir.

 

Soffía og Guðrún Birgisdóttir, kennari hennar, að loknum tónleikum.

Soffía og Guðrún ásamt Ingunni Hildi Hauksdóttur, píanóleikara.

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is