Úr aðalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er að

efla íslenska tónmenningu og beita sér fyrir varðveislu tónlistararfs þjóðarinnar
MYNDASAFN

 

Burtfarartónleikar Solveigar Þórðardóttur

Föstudaginn 2. júní 2006 hélt Solveig Þórðardóttir, flautuleikari, burtfarartónleika frá Tónlistarskóla Kópavogs sem jafnframt voru hluti framhaldsprófs hennar við skólann. Með Solveigu á tónleikunum léku Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari, Stefán Þór Sigfinnsson, klarínettuleikari, og Össur Ingi Jónsson, óbóleikari. Á efnisskránni eru verk eftir C.P.E. Bach, Philippe Gaubert, Leonardo de Lorenzo og Robert Muczynski. Ljósmyndirnar hér að neðan tók Kristín Bogadóttir.

 

Sólveig Anna Jónsdóttir leikur með Solveigu.

Solveig, Össur Ingi Jónsson, óbóleikari, og Stefán Þór Sigfinnsson, klarínettuleikari, leika verk eftir Lorenzo.

Að loknum tónleikum.

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is