Erasmus+ Erlent samstarf
Tónlistarskóli Kópavogs hefur tekiđ ţátt í Erasmus+ verkefnum frá árinu 2018 og
hlaut á árinu 2023 vottun frá Erasmus+ sem ađildarskóli 2023–2027. Međ vottuninni stađfestir
Erasmus+ vandađa áćtlun Tónlistarskóla Kópavogs um fjölţjóđlegt samstarf sem hluta af stefnu skólans
og reglulegri starfsemi. Skólinn er í víđtćku samstarfi viđ einstaklinga, skóla og stofnanir hérlendis og
erlendis í ţeim tilgangi ađ auka möguleika nemenda og efla gćđi skólastarfsins.
Hluti af áćtlun skólans er ađ bjóđa nemendum ađ heimsćkja skóla erlendis í styttri eđa lengri
námsferđir og starfsmönnum skólans býđst ađ fara í skólaheimsóknir og sćkja námskeiđ erlendis. Međ ţví
gefst kostur á ađ skođa erlenda tónlistarskóla og listaháskóla ađ eigin raun og kynnast kennurum sem síđar
geta orđiđ leiđbeinendur ţeirra í námi. Nemendum stendur einnig til bođa starfsnám á vegum Erasmus+, bćđi á
međan námi stendur og strax ađ útskrift lokinni.
Deildarstjórar alţjóđasamstarfs ađstođa einnig starfsmenn skólans vegna kennaraskipta og rannsóknastyrkja.
Tónlistarskóli Kópavogs leggur ríka áherslu á ađ efla samstarf viđ erlenda tónlistarskóla,
listaháskóla og stofnanir og hefur umsjón međ nemenda- og kennaraskiptaáćtlunum á borđ viđ Nordplus og Erasmus+.
Deildarstjórar alţjóđasamstarfs stuđla ađ aukinni ţátttöku tónlistarskólans í ýmsum áćtlunum Evrópusambandsins á sviđi tónlistar,
menntunar og ţjálfunar. Einnig veita ţeir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf TK og ţau tćkifćri sem ţar liggja. Má ţar
m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta. Nemendur og kennarar hafa tćkifćri til ađ taka ţátt í fjölbreyttum verkefnum
víđsvegar um Evrópu í gegnum alţjóđlegar menntaáćtlanir.
|