Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ 
- veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast
- tónlistarnámi af eigin raun
- skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt
- innan skóla sem utan

FRÉTTIR 2004

Fréttir

8. janúar 2004

Tónleikaröđ kennara: Leikur ađ lćra

Ţriđjudaginn 13. janúar nćstkomandi kl. 20:00 verđa haldnir tónleikar í Salnum í tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs. Í ţetta sinn eru ţađ Guđrún Birgisdóttir flautuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari sem kveđa sér hljóđs. Efnisskráin er nokkuđ óvenjuleg ţví ţau ćtla međ ađstođ nemenda úr skólanum ađ gefa innsýn í ţá tónlist sem nemendur eru mikiđ ađ fást viđ í námi sínu í flautu- og gítarleik. Ţau leika fyrir hlé verk eftir Gossec, Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Sor, Fauré o.fl., en eftir hlé leika ţau sónötu efir Guiliani og tvö stutt verk eftir Svein Lúđvík Björnsson, en í öđru ţeirra leikur Guđrún á altflautu og bassaflautu, hljóđfćri sem skólanum hafa áskotnast nýlega.

Tónleikarnir bera yfirskriftina "Leikur ađ lćra" og eru hugsađir sem tćkifćri til ađ brúa svolítiđ gjána milli atvinnumannsins og nemandans, ţví endanlega eru hljóđfćraleikarar alla ćvina ađ lćra og hljóđfćraleik má líkja viđ ćvintýralegt spil. Play, spille, spielen, jouer - í nćrliggjandi tungumálum er sama orđiđ haft um leik og hljóđfćraiđkun og ţetta getur veriđ gott ađ rifja upp annađ slagiđ.

Ţetta er fjórđa áriđ sem kennarar skólans halda tónleika í Salnum í samvinnu viđ Kópavogsbć og er ţess ađ vćnta ađ framhald verđi á starfseminni sem hefur mćlst gífurlega vel fyrir og orđiđ kennurum hvatnig til dáđa. Tónleikar ţessir hafa veriđ fernir til fimm ár hvert og tónleikarnir á ţriđjudag eru númer tvö í röđinni í vetur. Á ţessum vettvangi hefur nemendum og ađstandendum ţeirra gefist kostur á ađ hlusta á kennara skólans og kynnast ţeim betur sem listamönnum en tónleikarnir eru annars opnir öllum.

Skólinn vill eindregiđ hvetja nemendur til ađ mćta á ţessa tónleika, enda er ađgangur ókeypis fyrir ţá og ekki spillir ađ sjá ađstandendur og velunnara skólans međ í för. Góđa skemmtun.

Efnisskrá:

  • Sćnsk lög fyrir flautu og gítar úr grunnnámi
  • Johann Anton Logy (1686-1750): Aría í a-moll
  • Leo Brouwer (f. 1939): Tvćr ćfingar
  • Hjálmar H. Ragnarsson (f. 1952): Cantabile
  • Atli Heimir Sveinsson (f. 1938): Intermezzo I
  • Francois-Joseph Gossec (1734-1829): Tambourin
  • Matteo Carcassi (1792-1853): Ćfing í a-moll op. 60
  • Fernando Sor (1778-1839): Ćfing í h-moll op. 35 og ćfing í a-moll op. 31
  • Gabriel Fauré (1845-1924): Pavane
  • Jaques Ibert (1880-1962): Entr´acte
  • Samba caramba, Guantanamera, Vertu til er voriđ kallar á ţig. Međ ţátttöku nemenda úr Tónlistarskólanum.

Hlé

  • Mauro Giuliani (1781-1828): Grosse Sonate op. 85 í A-dúr
    • Allegro maestoso
    • Andante molto sostenuto
    • Scherzo vivace
    • Allegretto espressivo
  • Sveinn Lúđvík Björnsson (f. 1962): Ţögnin í ţrumunni (fyrir flautu og gítar)
  • Sveinn Lúđvík Björnsson: Ađ skila skugga (fyrir alflautu, bassaflautu og gítar)

 

[ Til baka á Fréttir 2004 ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is