Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2004

 

Fréttir

25. febrúar 2004

Tónleikaröđ kennara: Kammertónleikar

Fjórđu tónleikarnir í Tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs verđa haldnir í Salnum miđvikudaginn 3. mars 2004 kl. 20.00. Ţá koma fram Arnţór Jónsson, sellóleikari, Guđrún Ţórarinsdóttir, víóluleikari, Sigurlaug Eđvaldsdóttir, fiđluleikari, Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari, og Ţórir Jóhannsson, kontrabassaleikari.

Efnisskrá

 • Óliver Kentish: Bagatelle fyrir kontrabassa
 • Ludwig van Beethoven: Sónata fyrir píanó og selló í g-moll op. 5 nr. 2
  • Adagio sostenuto e espressivo
  • Allegro molto piu tosto presto
  • Rondo Allegro
 • Franz Anton Hoffmeister: Kvartett fyrir kontrabassa, fiđlu, víólu og selló
  • Moderato
  • Adagio
  • Tempo di minuetto
 • Johann Nepomuk Hummel: Píanókvintett op. 87
  • Allegro e risoluto assai
  • Menuetto - Allegro con fuoco
  • Largo
  • Finale - Allegro agitato

Um tónskáldin og verkin

Óliver Kentish fćddist í London. Hann stundađi framhaldsnám í sellóleik viđ The Royal Academy of Music ţar sem ađalkennari hans var Vivian Joseph. Áriđ 1977 kom hann hingađ til lands til ađ leika í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann kenndi síđan frá 1978 til 1986 viđ Tónlistarskólann á Akureyri en er nú selló- og tónfrćđikennari viđ tónlistarskólana í Hafnarfirđi og Keflavík.
Óliver hefur einkum samiđ kammertónlist en ţó hefur hann snúiđ sér ađ sönglögum í ríkari mćli undanfariđ. Af stćrri verkum hans má nefna "Kantötu fyrir Skálholt" fyrir kór, einsöngvara, óbó, básúnu, orgel og strengi viđ texta úr Gamla testamentinu og "Lilju" Eysteins munks. Áriđ 1993 pantađi breska ríkisstjórnin verk hjá Óliver sem breska ţjóđinni gaf ţeirri íslensku í tilefni 50 ára afmćlis íslenska lýđveldisins. Verkiđ, "Mitt fólk", fyrir barítón og fullskipađa sinfóníuhljómsveit, er tileinkađ ţáverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Ţađ var frumflutt af Michael Jóni Clarke og Sinfóníuhljómsveit Íslands í september 1994.

Bagatelle samdi Óliver fyrir Ţóri Jóhannsson áriđ 2002 og frumflutti Ţórir verkiđ á Háskólatónleikum í nóvember ţađ ár. Í verkinu teflir Óliver saman tveimur efniviđum ţar sem annar er sóttur í "Konsert fyrir hljómsveit" eftir Bartók en hinn er tónröđin B-A-C-H sem er Óliver hugleikin en hún kemur oft fyrir í verkum hans. Lítiđ eru strengir stroknir í verkinu heldur ađ mestu plokkađir eđa hljómbotninn létt sleginn.

Ludwig van Beethoven fćddist 17. desember 1770 í Ţýskalandi og dó 26. mars 1827 í Austurríki. Hann stendur á mitt á milli tveggja tímabila í tónlistarsögunni og brúar ţannig biliđ á milli klassíska tímabilsins og rómantíska tímabilsins. Og sannarlega er ţađ vitnisburđur um mikilvćgi hans og sterka stöđu ađ bćđi tímabilin eigna sér verk hans. Spurningin hvort Beethoven var klassískt eđa rómantískt tónskáld er samt aukaatriđi. Beethoven var tónskáld á tímum pólitískra umbreytinga ţar sem gömul gildi og ný viđhorf tókust á viđ dögun breyttar heimsmyndar.

Haydn og Mozart, fyrirrennarar og kennarar Beethovens voru uppi á mótunartíma tveggja stórra byltinga og nýrrar hugmyndafrćđi um frelsi og brćđralag. Á ţeim tíma var heimurinn undir vernd og stjórn hinna konungbornu landeigenda og skyldmenna ţeirra og ţar blómstrađi Haydn á međan Mozart klöngrađist um međ erfiđismunum í pólitískum mótţróa. Á hinn bóginn ţroskađist Beethoven sem listamađur á ţeim tíma ţegar mćta ţurfti afleiđingum styrjalda og byltinga og ţegar pólitískt vald og peningar voru ađ skipta um hendur og fćrast yfir til veraldlegri afla og kaupsýslumanna. Útgáfa og tónleikahald voru nú háđ örfáum verndurum og styrktarađilum og heimurinn var óskipulagđur og óstöđugur, en ţó fullur af spennu og ótćmandi möguleikum.
Í ţessari breyttu heimsmynd starfar Beethoven sem einn af dularfyllstu og mest spennandi tónskáldum sögunnar. Tónsmíđar hans eru međ klassísku formi á međan tilfinningahiti og músíkölsk tjáning er rómantísk. Um miđja ćvi sína hafđi Beethoven tapađ allri heyrn en átti ţá samt eftir ađ semja sín ítarlegustu verk, djúpvitur í grafarţögn. Og ţó hann tryđi í einlćgni á hugmyndina um frelsi og brćđralag gerđist hann einrćnn og fráhverfur fólki og jafnvel fráhrindandi. Tónverk hans eru risastór en einnig smá og samţjöppuđ. Ţetta mótsagnakennda yfirbragđ er hluti af karakter Beethovens og tónlist hans sem er bćđi byltingarkennd og klassísk.

Sellósónötur Beethovens voru á sínum tíma dćmi um upphaf nýrrar sónötutísku eđa tónsmíđaađferđar ţar sem píanóiđ og einleikshljóđfćriđ skipta međ sér verkum jöfnum höndum. Áriđ 1796, ţá 26 ára gamall, skrifar Beethoven tvćr fyrstu sellósónötur sínar, en á ţeim tíma er hann fyrst og fremst ţekktur sem píanóleikari. Í báđum ţessum sónötum er píanístískur rithátturinn áberandi. G-moll sónatan er í tveimur ţáttum og byrjar á hćgum kafla eđa eins konar inngangi sem leiđir til fjörlegs Allegro kafla. Annar ţáttur er Rondo (hringdans) ţar sem píanóiđ og sellóiđ eru eins og félagar í jöfnum leik. Tilfinningin er fersk, sjálfkrafa og ómótstćđileg en umgjörđin og formiđ er gamalt og ţrautreynt.

Franz Anton Hoffmeister (1754-1812) var austurrískur útgefandi og tónskáld. Hann lćrđi lögfrćđi í Vín en sneri sér ađ útgáfu og tónsmíđum ţegar námi lauk. Útgáfan gekk vel hjá honum ţar sem hann gaf út verk t.d. eftir Mozart, Haydn, Albrechtsberger, Pleyel og fleiri. Hann var vinsćlt tónskáld ţar sem verk hans voru flutt utan Austurríkis t.d. óperan "Der Königssohn aus Ithaka" sem var flutt í Búdapest, Hamborg, Prag Timisoara, Varsjá og Weimar. Fjölmörg kammerverk hans voru gefin út í Amsterdam, London, París og Feneyjum. 

Frekar er ţađ á huldu hvađ Hoffmeister samdi mörg verk ţar sem kontrabassinn er í áberandi hlutverki. Eftir ţví sem nćst verđur komist samdi hann fjóra kvartetta og ţrjá konserta. Kvartett nr. 3 er í D-dúr ţegar kontrabassinn er í sólóstillingu (heiltón hćrra en "venjuleg" stilling og ţá međ sérstökum sólóstrengjum), en til ađ auđvelda lífiđ á tónleikunum 3. mars verđur kvartettinn fluttur í C-dúr og ţá ţarf ekki ađ skipta um strengi eđa hljóđfćri á milli verka. Kvartettinn er einfaldur í sniđum og sver sig í klassíska tíđarandann. Hann er í ţremur köflum fyrsti kaflinn, moderato í sónötuformi, hćgur annar kafli og loks tempo di menuetto sem er tema con variazione.

Johann Nepomuk Hummel (1778-1837) er mikilvćgur hlekkur í tónlistarsögunni. Ferill hans er um margt afar athygliverđur, fađir hans var tónlistarmađur og fyrsti kennari hins unga Johanns. Mozart kenndi honum á píanó án endurgjalds í tvö ár og hvatti hann svo til tónleikahalds. Hummel eyddi ţví nokkrum ćskuárum í tónleikahald um Evrópu og vakti mikla athygli. Haydn kenndi honum síđar á orgel og mćlti svo međ honum sem eftirmanni sínum hjá Esterházy ćttinni. Hummel fylgdi einnig í fótspor Bachs međ ţví ađ starfa sem "kapellmeister" í Weimar um nokkurt skeiđ. Sem tónsmíđa- og píanókennari var Hummel virtur um gjörvalla Evrópu og má nefna Mendelssohn, Henselt og Thalberg sem fulltrúa nemenda hans. Beethoven og Hummel voru samtímamenn og vinir ţótt oft vćri grunnt á ţví góđa í samskiptum ţeirra. Sjálfsagt má kenna ţar um miklum samkeppnisanda ţar sem Hummel varđ ađ lúta í lćgra haldi fyrir snilligáfu kollega síns. Hummel var ađ mörgu leyti barn síns tíma í tónsmíđum sínum, ţćr eru afar vandađar ađ gerđ og tilheyra ađ mestu klassískri tónhugsun. Hann var ávallt virtur af samtímamönnum sínum, eftir hann liggur ógrynni tónsmíđa sem ađ mestu hafa ekki veriđ skođađar til flutnings. Ţetta er ţó ađ breytast ţar sem ţekking á tónsmíđum Hummel eykur tvímćlalaust heildarskilning okkar á ţessu mikilvćga tímabili tónlistarsögunnar ţegar klassíkin endar og rómantíkin tekur viđ.

Kvintettinn op. 87 fyrir píanó, fiđlu, víólu, selló og kontrabassa samdi Hummel áriđ 1802. Verkiđ er hiđ eina sinnar tegundar frá penna Hummel ţótt eftir hann liggi fjöldi kammerverka. Ţađ ţykir međ afbrigđum vel heppnađ og má segja ađ píanóiđ leiki ađalhlutverk í ţví. Strengirnir spila ađ mestu sem ein heild á móti píanóinu, ţó má hlusta eftir víólu og selló einleiksstrófum í miđjum fjórđa kafla. Ţađ vekur athygli ađ hljóđfćrasamsetningin er hin sama og í "Silungakvintett" Schuberts frá árinu 1819 en í ţví verki er meira jafnrćđi međ hljóđfćrunum. Hin óvanalega tóntegund, es-moll, myndar sannfćrandi umgjörđ fyrir leikrćnt drama kvintettsins sem um margt minnir á óperutónlist, t.d. í 3. kafla. Kaflaskipanin er ţó hefđbundin, hrađir ytri kaflar, hrađur annar kafli međ lagrćnu tríó í miđjunni og svo largo sem leiđir yfir í fjórđa ţátt. Nokkuđ er um óvćnt tóntegundaskipti en hrynur er fyrirsjánlegur út í gegn.

Um flytjendur

Arnţór Jónsson kennir sellóleik og tónheyrn viđ Tónlistarskóla Kópavogs.

Guđrún Ţórarinsdóttir er víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún spilar reglulega međ Kammersveit Reykjavíkur og kennir á fiđlu og víólu viđ Tónlistarskóla Kópavogs.

Nína Margrét Grímsdóttir hefur lokiđ háskólaprófum í tónlist frá Englandi og Bandaríkjunum og starfađ viđ tónleikahald á alţjóđavettvangi um margra ára skeiđ. Ennfremur má nefna hljóđritanir geisladiska fyrir BIS, Skref og Naxos, tónlistarflutning í fjölmiđlum, ţátttöku í tónlistarhátíđum, kennslu á tónlistarnámskeiđum og fyrirlestra um tónlist og tónlistarmenntun. Nína Margrét hefur hlotiđ margvíslegar innlendar og erlendar viđurkenningar fyrir störf sín á sviđi tónlistar og er nú deildarstjóri viđ Tónlistarskóla Kópavogs.

Sigurlaug Eđvaldsdóttir nam fiđluleik viđ Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Guđnýju Guđmundsdóttur og síđar hjá Ani Kavafian í Manhattan School of Music í New York. Frá haustinu 1994 hefur Sigurlaug starfađ í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún er einnig félagi í ýmsum tónlistarhópum eins og Kammersveit Reykjavíkur, Caput og Camerarctica.

Ţórir Jóhannsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og síđar Post Graduate Diploma frá The Royal Northern College of Music í Manchester. Hann lék međ Sinfóníuhljómsveit Íslands í tvö ár og starfađi í Danmörku í fjögur ár viđ kennslu og var lausráđinn viđ nokkrar helstu hljómsveitir beggja vegna Eyrarsundsins. Ţórir flutti aftur til Íslands haustiđ 2000 og er nú fastráđinn viđ Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir í Tónlistarskóla Kópavogs.

Ađgangseyrir

Tónlistarskóli Kópavogs vill eindregiđ hvetja nemendur til ađ mćta á kennaratónleikana, enda er ađgangur ókeypis fyrir ţá, og ekki spillir ađ sjá ađstandendur og velunnara skólans međ í för.

Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr. 
Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs: Frítt.
Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

[ Til baka á Fréttir 2004 ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is