Strengjasveit skólans, skipuđ nemendum á
aldrinum 12-17 ára, kom í gćr heim úr stuttri
tónleikaferđ til Klakksvíkur og Ţórshafnar í
Fćreyjum. Međ í för voru einnig tveir
ţverflautunemendur, ţćr Hlín Finnsdóttir og
Soffía Sigurđardóttir. Ferđin, sem var
skipulögđ í samstarfi viđ tónlistarskólana
í Klakksvík og Ţórshöfn, tókst einstaklega
vel, Hópurinn hélt til
Fćreyja föstudaginn 26. mars og var fyrst fariđ
til Klakksvíkur, ţar sem gist var á
einkaheimilum í tvćr nćtur. Haldnir voru
tónleikar í Christianskirkjunni í Klakksvík
laugardaginn 27. mars og var ađsókn mjög góđ.
Ađ morgni sunnudags lá leiđin til Ţórshafnar
og ţann dag voru haldnir tónleikar í
Norđurlandahúsinu. Ţeir tónleikar voru einnig
vel sóttir.
Á efnisskrá beggja tónleikanna voru
einleiks- og samleiksverk, auk tónverka fyrir
strengjasveit. Hlín Finnsdóttir og Páll
Palomares léku einleik á ţverflautu og fiđlu
og Skúli Ţór Jónasson, sellóleikari, Viktor
Orri Árnason, fiđluleikari, Soffía
Sigurđardóttir, ţverflautuleikari, og Páll
Palomares, fiđluleikari, léku hvert um sig
ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur,
píanóleikara. Í Klakksvík tóku ungir
heimamenn ţátt í flutningi strengjasveitarinnar
og léku á leikföng í Leikfangasinfóníu
Leopolds Mozarts og ungur fćreyskur fiđluleikari
lék međ í hluta efnisskrárinnar. Á
tónleikunum í Norđurlandahúsinu léku
strengjasveitir Tónlistarskóla Kópavogs og
tónlistarskólans í Ţórshöfn saman
"Veturinn" úr Árstíđunum eftir
Vivaldi og fyrsta ţátt úr "Eine kleine
Nachtmusik" eftir W. A. Mozart.
Hópurinn fékk alls stađar höfđinglegar
móttökur og tókst ţetta samstarfsverkefni
Tónlistarskóla Kópavogs og tónlistarskólanna
í Klakksvík og Ţórshöfn einstaklega
vel.
|