Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2004

 

Fréttir

21. júní 2004

Grunn- og miđpróf ţreytt í fyrsta sinn

Óhćtt er ađ segja ađ nýliđiđ starfsár hafi markađ ákveđin tímamót ađ ţví leyti ađ í vor voru haldin fyrstu samrćmdu próf tónlistarskólanna samkvćmt nýrri ađalnámskrá tónlistarskóla sem tekiđ hefur gildi ađ fullu. Í vor gátu nemendur ţreytt grunn- og miđpróf, en fyrstu framhaldsprófin eru áćtluđ á nćsta ári. Alls ţreyttu 39 nemendur Tónlistarskóla Kópavogs áfangapróf ađ ţessu sinni og stóđust allir prófiđ.

Samkvćmt námskránni skiptist nám í tónlistarskóla í ţrjá megináfanga; grunnnám, miđnám og framhaldsnám. Markmiđ eru sett fram fyrir hvern áfanga allra námsgreina, en jafnframt lögđ áhersla á sjálfstćđi skóla og sveigjanlegt skólastarf. Viđ lok grunnnáms, miđnáms og framhaldsnáms ţreyta nemendur svokölluđ áfangapróf, annars vegar í hljóđfćraleik og hins vegar í tónfrćđagreinum.

Prófanefnd tónlistarskóla var stofnuđ međ ađild tónlistarskóla, fagfélaga kennara og sveitarfélaga til ađ annast framkvćmd áfangaprófa. Sú grundvallarbreyting var gerđ međ nýrri námskrá ađ í stađ ţess ađ einstakir tónlistarskólar ráđi menn til prófdćmingar, svo sem var í tíđ eldri námskrár, er mat á árangri nemenda á áfangaprófum í söng og hljóđfćraleik í höndum prófdómara á vegum Prófanefndar. Er tónlistarskólum ćtlađ ađ snúa sér til nefndarinnar međ beiđnir um prófdćmingu. Tilgangur Prófanefndar tónlistarskóla er ţar međ ađ annast samrćmt og hlutlaust mat á áfangaprófum í tónlistarskólum í samrćmi viđ ţćr kröfur sem gerđar eru í ađalnámskrá tónlistarskóla.

Á milli ţess sem nemendur Tónlistarskóla Kópavogs taka áfangapróf, sem geta veriđ u.ţ.b. á 3ja til 4ra ára fresti, taka ţeir sín vorpróf hér í skólanum. Viđ höfum notađ tćkifćriđ og endurskođađ okkar námsmat. Auk vorprófanna í hljóđfćraleik og tónfrćđagreinum, er mat lagt á vinnu nemenda yfir veturinn, ástundun, framfarir, ţátttöku í samleik og framkomu á tónleikum. Allt eru ţetta ţćttir sem ţegar upp er stađiđ eru mikilvćgari ţćttir í ţjálfun og ţroska nemanda tónlistarnámi en prófin sjálf.

 

[ Til baka á Fréttir 2004 ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is