Ađrir tónleikar vetrarins í
Tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs verđa
haldnir í Salnum laugardaginn 20. nóvember 2004 kl. 13.00.
Ţá koma fram Kristinn Árnason og Hannes Guđrúnarson
gítarleikarar, Guđrún Birgisdóttir flautuleikari og
Elísabet Waage hörpuleikari. Á efnisskránni eru verk
fyrir flautu, gítar og hörpu eftir Leo Brouwer, Agustin
Barrios Mangore, Ferdinando Carulli, Vincent Persichetti,
Jurriaan Andriessen, Manuel de Falla og Astor Piazzolla.
Einnig taka nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs ţátt
í flutningi ţriggja laga fyrir gítar, hörpu og
ţverflautu.
Efnisskrá
- Ţjóđlag frá Paraguay: El Pajaro Campana
fyrir plokk og blástur (Bjöllufuglinn)
- Leo Brouwer (f. 1939):
Danza del Altiplano fyrir einleiksgítar
Danza Caracteristica
- Agustin Barrios Mangore (1885-1944):
Danza Paraguaya fyrir 2 gítara
- Ferdinando Carulli (1770-1841):
Largo fyrir 2 gítara
Rondo-Allegretto poco
- Vincent Persichetti (1915-1987)
Serenade nr. 10 op. 79 fyrir flautu og hörpu
1. Larghetto
2. Allegro comodo
3. Andante grazioso
4. Andante cantabile
5. Allegretto
6. Scherzando
7. Adagietto
8. Vivo
- Jurriaan Andriessen (f. 1925)
Ballade fyrir gítar og hörpu
(frumflutningur á Íslandi)
- Manuel de Falla (1876-1946) (úts. David
Watkins)
Danse du Corregidor fyrir einleikshörpu
- Astor Piazzolla (1921-1992)
Café 1930 fyrir gítar og ţverflautu
- Ţrjú lög fyrir gítar, hörpu og
ţverflautu
Frć í frosti sefur - Franskt lag
Ljósiđ kemur langt og mjótt - Íslenskt ţjóđlag
Snćfinnur Snjókarl - Steve Nelson/Jackie Rollins
Nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs taka ţátt í
flutningnum
Flytjendur
Flytjendur eru öll kennarar viđ Tónlistarskóla
Kópavogs og hafa samhliđa kennslu haslađ sér völl sem
tónlistarmenn.
Guđrún Birgisdóttir lćrđi á flautu í
Reykjavík, Osló og París. Hún hefur veriđ flautukennari
viđ Tónlistaskóla Kópavogs síđastliđin tuttugu og
tvö ár og er nú deildarstjóri viđ skólann en í
upphafi vann hún einnig viđ kennslu tónfrćđagreina.
Hún hefur tekiđ ţátt í tónlistarlífinu hérlendis
međ margvíslegum hćtti, gert upptökur og gefiđ út
diska, frumflutt flautuverk, lagt barokk-hreyfingunni liđ
međ traversóleik, unniđ í "Tónlist fyrir
alla" frá upphafi og komiđ fram á margvíslegum
kammertónleikum og einleikstónleikum erlendis og hér
heima.
Elísabet Waage stundađi nám í píanó- og
hörpuleik viđ Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk
píanókennaraprófi ţar 1982. Ţá hélt hún til Hollands
og stundađi framhaldsnám í hörpuleik viđ Konunglega
Tónlistarháskólann í den Haag. Ađ loknu námi bjó og
starfađi Elísabet í Hollandi. Hún var ţó tíđur
gestur hér á landi og hélt tónleika í báđum löndum,
auk margra annarra Evrópulanda. Hún hefur spilađ í
kammermúsíkhópum s.s. Kammersveit Reykjavíkur.,
CAPUT-hópnum og veriđ gestur Cikada í Noregi. Eins hefur
hún leikiđ í ýmsum Sinfóníuhljómsveitum, m.a.
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Noord-Nederlands Orkest í
Hollandi, og komiđ fram sem einleikari. Elísabet hefur
gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og leikiđ inn á
geisladiska. Sá nýjasti er međ Gunnari Kvaran
sellóleikara og kom út í september. Elísabet Waage hefur
veriđ hörpukennari viđ Tónlistarskóla Kópavogs síđan
haustiđ 2002.
Kristinn Árnason lauk burtfararprófi frá
Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar áriđ 1983. Hann
stundađi framhaldsnám í Bandaríkjunum, Bretlandi og á
Spáni. Hann hefur komiđ fram á mörgum tónleikum
hérlendis sem erlendis, gert upptökur fyrir hljóđvarp og
sjónvarp og leikiđ inn á marga hljómdiska ţ.á m.
fjóra einleiksgítardiska. Hann hefur hlotiđ Íslensku
tónlistarverđlaunin, veriđ tilnefndur til
Menningarverđlauna DV, og fengiđ starfslaun listamanna.
Hannes Guđrúnarson lauk burtfararprófi frá
Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar voriđ 1993. Hann
stundađi framhaldsnám viđ Tónlistarháskólann í Bergen
á árunum 1993-1997 og starfađi jafnframt sem kennari og
tónlistarmađur í Vestur-Noregi á ţeim árum. Hannes
flutti til Akureyrar haustiđ 1997 og kenndi ţar til
ársins 2002 ásamt ţví ađ vera virkur tónlistarmađur.
Hannes lék einleikstónleika í Salnum í Kópavogi
haustiđ 2003.
Um tónskáldin og verkin
El pájaro campana er lag frá Paragvć eftir F.P.Cardoso.
Nafniđ ţýđir Bjöllufuglinn og má auđveldlega
"heyra" í fuglinum
Kúbverjinn Leo Brouwer (f. 1939) ţreytti
frumraun sína sem gítarleikari 16 ára gamall og byrjađi
ađ semja tónlist sama ár. Ári síđar voru fyrstu verk
hans gefin út. Hann fékk styrk til framhaldsnáms í
gítarleik og tónsmíđum í Bandaríkjunum tvítugur ađ
aldri. Hann hóf ađ semja kvikmyndatónlist upp úr 1960 og
hefur skrifađ tónlist fyrir rúmlega 60 myndir. Brouwer
hefur skrifađ mikiđ af gítartónlist og kammermúsik.
Agustin Barrrios Mangore (1885-1944) gítarleikari
og tónskáld frá Paraguay starfađi sem tónlistarmađur
í Suđur-Ameríku á árunum 1910-1934 en ţá hélt hann
til Evrópu. Barrios sneri aftur áriđ 1936 og kenndi viđ
Konservatoríiđ í San Salvador til dauđadags. Hann var
fyrsti gítarleikarinn sem eitthvađ kvađ ađ frá
Suđur-Ameríku sem kom fram í Evrópu. Barrios samdi yfir
300 verk fyrir gítar og gerđi einnig fjölmargar
upptökur.
Ferdinando Carulli (1770-1841) fćddist í Napolí
á Ítalíu. Hann lćrđi fyrst á selló en snéri sér
síđar ađ gítarleik. Hann flutti til Parísar og varđ
vinsćll gítarleikari ţar og samdi mörg verk fyrir
hljóđfćriđ ţ.á.m. allnokkur verk fyrir tvo gítara.
Hann telst eitt merkasta gítartónskálda Ítala á
19.öld. Verk hans eru almennt í Vínarklassískum anda
međ suđrćnum ítölskum blć.
Vincent Persichetti (1915-1987) samdi Serenade
Nr.10 fyrir flautu og hörpu í átta stuttum köflum. Hver
kafli er eins og lítil mynd, máluđ af ýmsum litum
flautunnar og hörpunnar. Sumar ţeirra eru svolítiđ
haustlegar, nokkrar mjög hćgar ţar sem litirnir blandast
eins og vatnslitir; svona eins og renna saman. Svo eru mikil
lćti í síđasta kafla, kröftugur hauststormur.
Jurriaan Andriessen (1925-1996) var hollenskt
tónskáld sem samdi bćđi kammermúsík og sinfóníska
tónlist. Verkiđ Ballade fyrir gítar og hörpu var
skrifađ 1989 fyrir ţáverandi kćrustupar og núverandi
hjón, Julia Stegeman, hörpuleikara og Marc Lezwijn,
gítarleikara. Ţau voru samtíđa Elísabetu Waage í námi
viđ Tónlistarháskólann í Haag. Í ballöđunni nýtir
tónskáldiđ hvađ hljóđfćrin eru á margan hátt skyld.
Í fyrsta lagi eru bćđi hljóđfćrin plokkuđ til ađ
mynda tón, ţótt ađ gítarinn hafi ađeins 6 strengi en
(konsert)harpan 47. Andriessen lćtur hljóđfćrin skiptast
á međ laglínur í mjög líku formi. Síđan nýtir hann
ţađ sem kalla má mynsturhćfileika hljóđfćranna. Ţá
er átt viđ ađ sömu strengir eru plokkađir en ađrir
hljómar fengnir međ ţví ađ skipta um grip á gítarnum
eđa pedala á hörpunni.
Manuel de Falla (1876-1946) var eitt merkasta
tónskáld Spánar á öldinni sem leiđ. Ţríhyrndi
hatturinn er úr samnefndri ballettsvítu.
Fátćkt knúđi ítalska foreldra Astor Piazzolla
( 1921-1992) til ađ setjast ađ í vesturheimi og ólst
hann upp bćđi í Argentínu og New York. Eiginlega tókust
líka á í tónsmíđum hans andstćđ öfl, djazzinn sem
hann heyrđi ungur á Manhattan, tangóinn sem var alls
ráđandi í Buenos Aires og löngun hans til ţví ađ
verđa "alvarlegt" vestrćnt tónskáld. Undir
handleiđslu Nadiu Boulanger í París má segja ađ hann
hafi fundiđ sköpun sinni ţann persónulega farveg sem
hentađi tónlistargáfum hans. Verkiđ "Saga
tangósins" er í fjórum ţáttum. Sá fyrsti er
leikandi léttur, ćttađur frá árdögum formsins um 1900.
Annar kaflinn er hćgur, tregafullur og hér er jafnvel
frekar setiđ og hlustađ en ađ stiginn sé dans. Ţriđji
ţátturinn er í 1960 - stíl ţar sem bozza nova taktur
blandar sér í leikinn en lokakaflinn er nútímalegur
konsert tangó. Annar kafli verksins "Café 1930"
er leikinn á tónleikunum.
Ađgangseyrir
- Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
- Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
- Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur
nemenda: 500 kr.
- Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs: Frítt.
- 12 ára og yngri: Frítt
- Tilbođsverđ: Allir fimm tónleikar starfsársins á
5.000 kr.
Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga
kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.
|