Úr aðalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er að

veita öllum, sem þess æskja, færi á að kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tækifæri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2005

 

Fréttir

15. janúar 2005

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna

Átján nemendur skólans taka um þessar mundir þátt í hljómsveitarnámskeiði sem er samstarfsverkefni fjögurra tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru nemendur í strengjasveit III ásamt nokkrum nemendum sem leika á þverflautu, klarínettu og óbó.

Námskeiðið er samstarfsverkefni Tónlistarskóla FÍH, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og er tilgangur þess að gefa nemendum í mið- og framhaldsnámi kost á þjálfun í að spila í stórri hljómsveit. Hljómsveitin hefur hlotið nafnið Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna. Um 70 ungir tónlistarnemar, flestir á framhaldsskólaaldri, skipa hljómsveitina og stjórnandi hennar að þessu sinni er Guðni Franzson.

Ungu tónlistarnemarnir, sem skipa Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, mættu á fyrstu æfingu nýstofnaðrar hljómsveitar föstudaginn 7. janúar sl. og þar með hófst strangt námskeið sem lýkur með tónleikum í Langholtskirkju laugardaginn 29. janúar kl. 16, en þar mun hljómsveitin þreyta frumraun sína.

Viðfangsefni sveitarinnar eru: 

  • Igor Stravinsky: Sinfónía í þremur þáttum (1945)
  • Malcolm Arnold: Skoskir dansar op. 59
  • John Speight: Ariel, konsert fyrir básúnu og hljómsveit, saminn sérstaklega af þessu tilefni og frumfluttur á tónleikum sveitarinnar.

Allt eru þetta verkefni sem gætu prýtt efnisskrá fullveðja sinfóníuhljómsveitar hvar sem er í heiminum.

Undanfarin ár hafa tónlistarskólar á höfuðborgarsvæðinu verið að reyna samstarf í þessa átt og er stofnun hljómsveitarinnar framhald af þeim tilraunum. Þess er vænst að Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna verði í framtíðinni vettvangur tónlistarnema í framhaldsnámi til þjálfunar í hljómsveitarleik.

Æfingar

Sjá tilkynningu um æfingar

 

[ Til baka á Fréttir 2005 ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is