|
|
|
|
16. desember 2005 |
|
Nýr semball vígđur á tónleikum í
Salnum á morgun |
|
Á
40 ára afmćli Tónlistarskóla Kópavogs afhenti
Gunnar Birgisson, ţáverandi formađur bćjarráđs,
skólanum gjafabréf frá bćnum til kaupa á sembal sem
verđur sameign skólans og Salarins. Smíđi
hljóđfćrisins er nú lokiđ og verđur ţađ vígt á
TÍBRÁR tónleikum í Salnum á morgun, laugardaginn
17. desember, kl. 16.00 af Jory Vinikour, en hann er
ţekktur sem einn af fremstu semballeikurum sinnar
kynslóđar.
|
|
[ Meira
]
|
|
|
11. desember 2005 |
|
Jólatónleikar í Salnum |
|
Í ţessari viku verđa eftirfarandi
jólatónleikar í Salnum.
Ađgangur ađ tónleikunum er ókeypis og eru allir
velkomnir:
- Mánudaginn 12. desember kl. 18:15 leika
strengjasveitir I og II undir stjórn Ásdísar H.
Runólfsdóttur og Unnar Pálsdóttir, auk ţess sem
fleiri strokhljóđfćranemendur koma fram.
- Ţriđjudaginn 13. desember kl. 18:15
leikur málmblásarasveit undir stjórn Jóns
Halldórs Finnssonar og flautusveit flytur nokkur
lög, auk ţess sem nokkrir nemendur skólans koma
fram.
- Miđvikudaginn 14. desember kl. 17 verđa
tónleikar Suzuki-fiđlunemenda undir stjórn
Guđrúnar Ţórarinsdóttur og Helgu Ragnheiđar
Óskarsdóttur.
- Miđvikudaginn 14. desember kl. 18:15 munu
nemendur leika á ýmis hljóđfćri.
- Fimmtudaginn 15. desember kl. 18:15 munu yngri og eldri nemendur syngja og leika
á ýmis hljóđfćri.
|
|
|
29. nóvember 2005 |
|
Strengjasveitartónleikar í Salnum |
|
Ađventutónleikar strengjasveitar III,
sem skipuđ er elstu strokhljóđfćranemendum skólans,
verđa haldnir í Salnum miđvikudaginn 30. nóvember
kl. 19:30. Stjórnandi sveitarinnar er Unnur
Pálsdóttir. Á efnisskrá eru verk eftir Joseph Haydn
og Sergei Prokofiev, auk ađventu- og jólalaga. Auk
ţess munu ţrír hljóđfćraleikarar úr
strengjasveitinni koma fram á tónleikunum. Ađgangur
ađ tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. |
|
|
27. nóvember 2005 |
|
Skólatónleikar í Salnum |
|
Skólatónleikar verđa haldnir í Salnum
mánudaginn 28. nóvember, kl. 19:30. Ađgangur
ađ tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. |
|
|
27. nóvember 2005 |
|
Ljósmyndir frá skólatónleikum í
Salaskóla |
|
Miđvikudaginn 23. nóvember
síđastliđinn voru haldnir nemendatónleikar í
Salaskóla undir stjórn Hannesar Ţ. Guđrúnarsonar,
gítarkennara, og Ragnheiđar Haraldsdóttur,
blokkflautukennara. Ungir nemendur Tónlistarskólans
léku ţar á blokkflautu, gítar og píanó. Hér
má sjá nokkrar ljósmyndir sem teknar voru á
tónleikunum. |
|
|
23. nóvember 2005 |
|
Tónleikaröđ kennara: Kennt og numiđ |
|
Ađrir tónleikar vetrarins í
Tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs verđa
haldnir í Salnum laugardaginn 3. desember nćstkomandi
kl. 13:00. Flytjendur eru Guđrún Birgisdóttir
flautuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari ásamt
leynigesti. Auk ţess munu nemendur Tónlistarskólans
koma fram á tónleikunum. Á efnisskrá eru verk eftir
Praetorius, Pachelbel, J.S. Bach, Paganini og Harald
Vigni Sveinbjörnsson. Tónleikunum lýkur međ
flutningi ađventulaga fyrir flautu og gítar. |
|
[ Meira
]
|
|
|
23. nóvember 2005 |
|
Jólatónleikar forskóladeildar |
|
Jólatónleikar forskóladeildar verđa
haldnir í Salnum laugardaginn 26. nóvember kl. 10:00,
11:00 og 12:00 og laugardaginn 3. desember kl. 10:00 og
11:00. Allir forskólanemendur koma fram ţ.m.t. ţeir
nemendur Kársnesskóla, Lindaskóla, Salaskóla,
Snćlandsskóla og Vatnsendaskóla sem stunda fornám í
samvinnu viđ Tónlistarskólann. Nemendur fá
upplýsingar um ţađ hvenćr ţeir eiga ađ mćta og
hvar ţeir eiga ađ sitja. Hverjir tónleikar eru um 30
mínútna langir. Ađgangur er ókeypis og allir
velkomnir. |
|
|
23. nóvember 2005 |
|
Skólatónleikar í Salnum |
|
Skólatónleikar verđa
haldnir í Salnum föstudaginn 25. nóvember og hefjast
kl. 18:15. Ađgangur ađ tónleikunum er ókeypis og eru
allir velkomnir. |
|
|
2. nóvember 2005 |
|
Tónleikaröđ kennara: Snarađ fram
okkar stefjum |
|
Fyrstu tónleikar vetrarins í
Tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs verđa
haldnir í Salnum laugardaginn 5. nóvember 2005 kl.
13.00. Á tónleikunum leika Óskar Guđjónsson,
saxófónleikari, Pétur Grétarsson, slagverksleikari,
og Kjartan Valdemarsson, píanóleikari, og munu ţeir
flytja spuna viđ eigin stef. Ađgangur ađ tónleikunum
er ókeypis fyrir nemendur Tónlistarskóla Kópavogs,
foreldra og forráđamenn. |
|
|
24. október 2005 |
|
Kvennafrídagur |
|
Búast má viđ röskun á kennslu eftir
kl. 14:08 í dag vegna ţátttöku kennara í
baráttuhátíđ í tilefni 30 ára afmćlis
kvennafrídagsins. |
|
|
24. október 2005 |
|
Vetrarfrí |
|
Vakin er athygli á ţví ađ vetrarfrí
verđur í Tónlistarskólanum fimmtudaginn 27. og
föstudaginn 28. október nćstkomandi. |
|
|
24. október 2005 |
|
Skólatónleikar í Salnum |
|
Skólatónleikar verđa
haldnir í Salnum ţriđjudaginn 25. október og hefjast
kl. 18:15. Ađgangur ađ tónleikunum er ókeypis og eru
allir velkomnir. |
|
|
18. september 2005 |
|
Tónlistarnámskeiđ fyrir ţriggja til
fimm ára |
|
Nú
eru ađ hefjast tónlistarnámskeiđ sem
Tónlistarskóli Kópavogs heldur fyrir ţriggja til
fimm ára börn. Námskeiđin hefjast laugardaginn 24.
september nćstkomandi og munu standa í ellefu vikur á
haustönn og tólf vikur á vorönn. Örfá pláss eru
enn laus í byrjendahópi.
Hliđstćđ námskeiđ voru haldin síđastliđinn
vetur og munu börn sem ţá sóttu námskeiđin eiga
ţess kost ađ halda áfram í vetur í
framhaldshópum.
Kennsla fer fram á laugardögum í húsnćđi
skólans. Kennsla í byrjendahópi er kl. 10:30 til
11:30, yngri framhaldshópi er kennt kl. 11:40 til 12:40
og eldri framhaldshópi kl. 13:00 til 14:15.
Námskeiđiđ er byggt upp á hugmyndafrćđi
belgíska tónlistarfrömuđarins Edgar Willems
(1890-1978). Gengiđ er út frá rödd og hreyfingu sem
tjáningarmiđli barnsins og ţessir ţćttir síđan
tengdir markvisst mismunandi hljóđgjöfum og
hljóđfćrum.
Ađalkennari á námskeiđinu er Dagný Arnalds en
Ólöf Arnalds er henni til ađstođar. Dagný hefur
sérhćft sig í Willems ađferđinni og lokiđ
Diploma-próf frá Association Internationale
d'Education Musicale Willems í Lyon, Frakklandi, auk
ţess ađ hafa píanókennarapróf frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans, í
Tónlistarhúsinu, Hamraborg 6, og ţar eru jafnframt
veittar nánari upplýsingar í síma 570-0410. |
|
|
6. september 2005 |
|
Fyrstu tímar
í tónfrćđagreinum |
|
Kennsla í tónfrćđagreinum í grunn-
og miđnámi hefst samkvćmt stundaskrá fimmtudaginn 15.
september nk. og munu hljóđfćrakennarar láta
nemendur vita hvenćr ţeir eiga ađ mćta í
tónfrćđatíma. Nánari upplýsingar má einnig fá á
skrifstofu skólans.
Kennsla í tónlistarsögu hefst ţriđjudaginn 13.
september kl. 19:00. Kennari er Ríkharđur H.
Friđriksson. Kennsla í tónheyrn hefst miđvikudaginn
14. september og kennsla í hljómfrćđi föstudaginn
16. september. Arnţór Jónsson kennir tónheyrn í
vetur og Ţórđur Magnússon kennir hljómfrćđi.
Nánari upplýsingar um kennslutíma í ţessum tveimur
greinum eru veittar á skrifstofu skólans. |
|
|
6. september 2005 |
|
Nýir kennarar |
|
Nokkrir nýir kennarar bćtast í
kennarahópinn á ţessu skólaári. Ţađ eru Hafsteinn
Guđmundsson, sem kennir á fagott, klarínettu og
saxófón, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, sem kennir
tölvutónlist, Ingunn Hildur Hauksdóttir,
píanókennari og međleikari, Kormákur Ţráinn
Bragason, forskólakennari, Sigurđur Bjarki Gunnarsson,
sem kennir sellóleik, og Ţórđur Magnússon,
hljómfrćđikennari. Eru ţau öll bođin velkomin til
starfa! |
|
|
6. september 2005 |
|
Fyrstu ćfingar strengjasveita |
|
Í vetur verđa ćfingar strengjasveita
skólans sem hér segir:
- Strengjasveit I (stjórnandi Ásdís H.
Runólfsdóttir): Ţriđjudagar kl. 17:00-18:00.
- Strengjasveit II (stjórnandi Unnur Pálsdóttir):
Miđvikudagar kl. 18:00-19:00.
- Strengjasveit III (stjórnandi Unnur
Pálsdóttir): Mánudagar kl. 17:15-19:00.
|
|
|
17. ágúst 2005 |
|
Skólasetning |
|
Tónlistarskóli Kópavogs verđur settur
í Salnum mánudaginn 22. ágúst kl. 17:00. Kennsla
hefst ţriđjudaginn 23. ágúst og munu kennarar bođa
nemendur til kennslu. Athygli skal vakin á ţví ađ
kennsla verđur óregluleg fyrstu dagana međan gengiđ
er frá stundaskrá skólans. Kennsla í forskóladeild
hefst 7. september.
Nemendur eru beđnir um ađ skila stundaskrám sínum
úr grunnskólum eđa framhaldsskólum á skrifstofu
skólans hiđ fyrsta. |
|
|
14. ágúst 2005 |
|
Skólagjöld óbreytt frá fyrra ári |
|
Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs hefur
ákveđiđ ađ skólagjöld fyrir skólaáriđ 2005-2006
verđi hin sömu og á fyrra ári. |
|
|
14. ágúst 2005 |
|
Viđurkenningar viđ skólaslit 2005 |
|
Viđ skólaslit Tónlistarskóla
Kópavogs 6. júní síđastliđinn var ţremur nemendum
veitt sérstök viđurkenning fyrir framúrskarandi
námsárangur í vetur. Tveir ţeirra eru á sínu
fyrsta námsári í hljóđfćraleik og hafa sýnt
sérstaklega mikinn dugnađ viđ námiđ. Eftirtaldir
hlutu viđurkenningar:
- Marta Jónsdóttir, nemandi á 1. ári í
píanóleik.
- Marína Herdís Jónsdóttir, nemandi á 1. ári
í sellóleik.
- Össur Ingi Jónsson, nemandi í framhaldsnámi í
óbóleik.
Fyrir hćstu einkunn á grunn- og miđprófum hlutu
eftirtaldir nemendur viđurkenningu:
- Michael Pétur Máté, grunnpróf í píanóleik.
- Ţorri Hauksson, grunnpróf í trompetleik.
- Ţuríđur Helga Ingadóttir, grunnpróf í
fiđluleik.
- Elín Ásta Ólafsdóttir, miđpróf í
píanóleik.
|
|
|
14. ágúst 2005 |
|
Anna Hansen lćtur af störfum |
|
Viđ skólaslit 6. júní síđastliđinn
lét Anna Hansen, gítarkennari, af störfum eftir
áratuga farsćlt og giftudrjúgt starf viđ skólann.
Var henni af ţví tilefni fćrđ gjöf sem
ţakklćtisvottur frá skólanum.
Enginn hefur starfađ jafn lengi viđ
Tónlistarskóla Kópavogs og Anna Hansen, enda kom hún
til starfa ţegar skólinn var stofnađur áriđ 1963 og
hefur, međ örstuttum hléum, veriđ kennari viđ
skólann síđan. Ţađ er međ eftirsjá og söknuđi
sem viđ kveđjum jafn yndislega og jákvćđa
manneskju. Anna hefur skilađ af sér drjúgu ćvistarfi
í ţágu ungs fólks á tónlistarbrautinni og henni
fylgja hugheilar óskir frá starfsfólki
Tónlistarskóla Kópavogs. |
|
|
14. ágúst 2005 |
|
Töfraflautan |
|
Nú hafa veriđ settar á myndasíđu
vefsins nokkrar ljósmyndir frá uppfćrslu
söngdeildar á óperunni "Töfraflautan"
eftir W.A. Mozart. |
|
|
3. júní 2005 |
|
Skólaslit í Salnum mánudaginn 6.
júní |
|
Nemendur og ađstandendur ţeirra eru
minntir á ađ skólaslit og afhending einkunna verđa
mánudaginn 6. júní nk. og hefst athöfnin í Salnum kl.
17:00. |
|
|
3. júní 2005 |
|
Nýtt efni |
|
Nú hafa veriđ settar á myndasíđu
vefsins nokkrar ljósmyndir frá burtfarartónleikum
Unnars Geirs Unnarssonar, einsöngvara, og Ingunnar
Loftsdóttur, flautuleikara. |
|
|
27. maí 2005 |
|
Burtfarartónleikar Ingunnar
Loftsdóttur, flautuleikara |
|
Mánudaginn
30. maí nk. kl. 20.00 heldur Ingunn Loftsdóttir,
flautuleikari, burtfarartónleika frá Tónlistarskóla
Kópavogs í Salnum og eru tónleikarnir jafnframt
síđasti hluti framhaldsprófs hennar viđ skólann. Međ
Ingunni á tónleikunum leikur Sólveig Anna Jónsdóttir
á píanó og sembal. Á efnisskrá tónleikanna eru verk
eftir Jean-Marie Leclair, Karólínu Eiríksdóttur,
Camille Saint-Saëns og Georges Enescu. |
|
[ Meira
]
|
|
|
27. maí 2005 |
|
Ţverflaututónleikar |
|
Mánudaginn 30. maí kl. 18.00 mun Solveig
Ţórđardóttir, ţerflautunemandi í framhaldsnámi,
halda próftónleika í Salnum. Sólveig Anna Jónsdóttir
leikur međ henni á tónleikunum. Á efnisskránni eru
verk eftir J. S. Bach, J. Ibert og P. Hindemith. Ađgangur
ađ tónleikunum er ókeypis og allir eru velkomnir. |
|
|
27. maí 2005 |
|
Skólaslit |
|
Skólaslit og afhending einkunna verđa
mánudaginn 6. júní nk. og hefst athöfnin í Salnum kl.
17:00. |
|
|
26. maí 2005 |
|
Píanómaraţon |
|
Laugardaginn 28. maí fer fram
píanómaraţon í TK og er áćtlađ ađ ţađ standi
í um fimm klukkustundir. Á milli 75 og 80
píanónemendur munu koma fram og leika hátt í 200
verkefni, styttri eđa lengri. Ţví miđur er ekki
pláss til ađ bjóđa foreldrum eđa öđrum gestum ađ
vera viđstaddir en kannski verđur ţađ hćgt á
nćsta ári.
Tilgangurinn međ ţessu uppátćki er í sjálfu
sér sá sami og međ píanónámi yfirleitt, eđa ađ
leika á hljóđfćriđ fyrir sig og ađra og hlusta á
hina sem eru ađ vinna ađ ţví sama. En einnig er
markmiđiđ ađ efla samstöđu međal píanónemenda og
stuđla ađ ţví ađ ţeir átti sig á ţví hve mikil
vinna ţeirra er ţegar allir leggja saman og ţó er
ţetta ekki nema smáhluti af öllu vetrarstarfinu.
Á nćsta ári er áćtlađ ađ gera fleira
skemmtilegt, jafnvel skreppa af bć, taka rútu og
heimsćkja skóla utan höfuđborgarsvćđisins.
[ Listi
yfir ţátttakendur ] |
|
|
25. maí 2005 |
|
Skólatónleikar í Salnum |
|
Skólatónleikar verđa haldnir í Salnum
fimmtudaginn 26. maí kl. 18:15 og munu margir nemendur
skólans koma fram. Ađgangur ađ tónleikunum er
ókeypis og eru allir velkomnir. |
|
|
25. maí 2005 |
|
Próftónleikar á miđvikudag og
fimmtudag |
|
Í dag, miđvikudaginn 25. maí, heldur
Stefán Ţór Sigfinnsson, nemandi í framhaldsnámi í
klarínettuleik, stutta próftónleika í Salnum og
hefjast ţeir kl. 17:30. Međ honum leikur Tómas Guđni
Eggertsson á píanó.
Á morgun, fimmtudaginn 26. maí, verđa ţrennir
próftónleikar á vegum skólans og fara ţeir fram í
stofu 19. Á fyrstu tónleikunum, sem hefjast kl. 17:00,
syngur Erla Steinunn Guđmundsdóttir, söngnemandi í
miđnámi. Kl. 17:30 hefjast próftónleikar Ţórhöllu
Sigríđur Stefánsdóttur, söngnemanda í miđnámi,
og kl. 18:00 hefjast tónleikar Sigurjóns Arnar
Böđvarssonar, söngnemanda í grunnnámi. Krystyna
Cortes leikur á píanó á öllum söngtónleikunum.
|
|
|
22. maí 2005 |
|
Ţverflaututónleikar |
|
Á morgun, mánudaginn 23. maí, munu Inger
Björk Ragnarsdóttir og Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir,
ţverflautunemendur í framhaldsnámi, halda
próftónleika í Salnum. Píanó- og semballeikari međ
ţeim er Sólveig Anna Jónsdóttir. Á tónleikunum kemur
einnig fram hópur flautunemenda í framhaldsnámi og
flytur Vatnasvítuna eftir Händel í útsetningu Lombardo
og Amazing grace í útsetningu Holcombe. Tónleikarnir
hefjst kl. 19:00 og er áćtlađ ađ ţeir standi í
rúmlega klukkustund. |
|
|
22. maí 2005 |
|
Fernir söngtónleikar í Salnum |
|
|
Á morgun, mánudaginn
23. maí, munu fjórir söngnemendur halda stutta
einsöngstónleika í Salnum. Tónleikarnir eru
jafnframt árspróf nemendanna ţetta áriđ.
Píanóleikari á öllum tónleikunum er Krystyna
Cortes.
Fjóla Kristín Nikulásdóttir, sópran, nemandi
í framhaldsnámi, flytur verk eftir John Dowland,
Christoph Willibald Gluck, Antonio Caldara, Hjálmar
Ragnarsson og Wolfgang Amadeus Mozart á tónleikum
kl. 17:00.
Lára Rúnarsdóttir, sópran, nemandi í
framhaldsnámi, flytur verk eftir Henry Purcell,
Franz Schubert, Robert Schumann og Fjölni
Stefánsson á tónleikum kl. 17:30. Á tónleikunum
syngur Lára einnig ţrjú lög viđ eigin ljóđ.
Eyrún Ósk Ingólfsdóttir, sópran, nemandi í
framhaldsnámi, flytur verk eftir Giovanni
Pergolesi, Christoph Willibald Gluck, Sigvalda
Kaldalóns, Edvard Grieg, Hjálmar Ragnarsson og
Hugo Wolf á tónleikum kl. 18:00.
Ragnheiđur Ţórdís Stefánsdóttir,
messósópran, nemandi í framhaldsnámi, flytur
verk eftir Giuseppe Giordani, Georg Frideric Handel,
Franz Schubert, Johannes Brahms og Sigvalda
Kaldalóns á tónleikum kl. 18:30.
Ađgangur ađ tónleikunum er ókeypis og allir
eru velkomnir. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
20. maí 2005 |
|
Burtfarartónleikar Unnars Geirs
Unnarssonar, söngnemanda |
|
Sunnudaginn
22. maí kl. 16.00 heldur Unnar Geir Unnarsson, tenór,
burtfarartónleika frá Tónlistarskóla Kópavogs í
Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs.
Unnar Geir Unnarsson hóf söngnám viđ
Tónlistarskóla Kópavogs haustiđ 2002 hjá Önnu
Júlíönnu Sveinsdóttur og Krystynu Cortes. Áđur
hafđi hann stundađ söngnám viđ Tónlistarskóla
F.Í.H hjá Jóhönnu Linnet og sótt einkatíma hjá
Dr. Ţórunni Guđmundsdóttur. Unnar Geir hefur tekiđ
ţátt í sýningum söngdeildar Tónlistarskólans nú
síđast sem Tamino í vinsćlli uppfćrslu á
Töfraflautunni eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Á tónleikunum í Salnum koma fram ásamt Unnari
Geir ţau Krystyna Cortes, píanóleikari, Hannes Ţ.
Guđrúnarson, gítarleikari, og hljómsveit Báru
Sigurjónsdóttur. Efnisskrá tónleikanna er
sérstaklega fjölbreytt og spannar tímann frá 1607
til dagsins í dag. Ađgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir. |
|
|
20. maí 2005 |
|
Vortónleikar forskóla voriđ 2005 |
|
Laugardaginn 21. maí verđa vortónleikar
forskóla haldnir í Salnum. Allir forskólanemendur koma
fram, ţ.m.t. ţeir nemendur Kársnesskóla, Lindaskóla
og Salaskóla sem stunda fornám í samvinnu viđ
Tónlistarskólann. Tónleikarnir eru fjórskiptir og
verđa haldnir kl. 10:30, 11:30, 12:30 og 13:30, en
nemendur hafa fengiđ nánari upplýsingar um
tímasetningu sinna tónleika. Međ tónleikunum lýkur
vetrarstarfi forskóladeildar. |
|
|
17. maí 2005 |
|
Vortónleikar Tónvers TK |
|
Árlegir vortónleikarnir Tónvers
Tónlistarskóla Kópavogs verđa haldnir í Salnum
fimmtudaginn 19. maí kl. 20:00. Frumflutt verđa
rafskotin tónverk eftir nemendur Tónversins og er
óhćtt ađ lofa fjölbreyttri lagaflóru. |
|
[ Meira
] |
|
|
17. maí 2005 |
|
Skólatónleikar í Salnum |
|
Tvennir skólatónleikar verđa haldnir í
Salnum nćstu daga. Fyrri tónleikarnir verđa haldnir
miđvikudaginn 18. maí kl. 18:15 og seinni tónleikarnir
fimmtudaginn 19. maí kl. 18:15. Ađgangur ađ
tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. |
|
|
17. maí 2005 |
|
Vortónleikar Suzukideildar í Salnum |
|
Miđvikudaginn
10. maí síđastliđinn luku fimm fiđlunemendur
Suzukideildar áfanga í námi sínu og var ljósmyndin
hér til hliđar tekin ađ loknum útskriftartónleikum
ţeirra. Einn nemendanna útskrifađist úr Tilbrigđunum,
ţrír úr Fyrstu bók og einn úr Ţriđju bók. Allir
nemendur Suzukideildar munu leika á vortónleikum
deildarinnar sem verđa haldnir miđvikudaginn 18. maí
kl. 17:00 í Salnum. Efnisskrá er fjölbreytt og allir
eru velkomnir. |
|
|
9. maí 2005 |
|
Tvennir glćsilegir burtfarartónleikar |
|
Nýlega héldu tveir nemendur skólans,
Soffía Sigurđardóttir, flautuleikari, og Ţuríđur
Helga Ingadóttir, píanóleikari, burtfarartónleika í
Salnum. Á myndasíđu vefsins eru nú ađgengilegar
nokkrar ljósmyndir frá tónleikum Soffíu
og Ţuríđar Helgu,
en ţćr ţóttu báđar sýna afbragđsgóđa
frammistöđu. |
|
|
2. maí 2005 |
|
Burtfarartónleikar Ţuríđar Helgu
Ingadóttur, píanóleikara |
|
Miđvikudaginn
4. maí kl. 20.00 heldur Ţuríđur Helga Ingadóttir,
píanóleikari, burtfarartónleika frá Tónlistarskóla
Kópavogs í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Á
efnisskrá burtfarartónleikanna eru verk eftir Johann
Sebastian Bach, Ludwig van Beethoven, Franz Liszt og
Frédéric Chopin.
Ađgangur ađ tónleikunum er ókeypis og eru allir
velkomnir međan húsrúm leyfir. |
|
[ Meira
]
|
|
|
1. maí 2005 |
|
Skólatónleikar í Salnum |
|
Skólatónleikar verđa haldnir í Salnum
mánudaginn 2. maí kl. 18:15 og kl. 19:30. Á efnisskrá
eru einleiks- og samleiksverk. Ađgangur ađ tónleikunum
er ókeypis og eru allir velkomnir. |
|
|
24. apríl 2005 |
|
Tvennir skólatónleikar í Salnum |
|
Tvennir tónleikar verđa haldnir á
vegum Tónlistarskólans í vikunni. Fyrri tónleikarnir
verđa mánudaginn 25. apríl kl. 20:30 og verđa
ţar flutt einleiks- og samleiksverk á ýmis
hljóđfćri. Síđari tónleikarnir verđa haldnir
ţriđjudaginn 26. apríl kl. 18:15. Ţar munu
strengjasveitir I og II leika undir stjórn Unnar
Pálsdóttur og Stefáns Arnar Arnarsonar. Á ţeim
tónleikum flytja söng- og hljóđfćranemendur einnig
atriđi úr óperunni Hans og Grétu eftir Humperdinck.
Ađgangur ađ tónleikunum er ókeypis og allir
velkomnir. |
|
|
20. apríl 2005 |
|
Aukasýning á Töfraflautunni eftir
W.A. Mozart |
|
Vegna mikillar ađsóknar verđur
aukasýning á Töfraflautunni í Salnum föstudaginn
22. apríl kl. 20:00. Óperan er flutt á íslensku og
flytjendur eru nemendur söngdeildar Tónlistarskólans.
Ađgangur er ókeypis og eru allir velkomnir međan
húsrúm leyfir. |
|
|
|
|
17. apríl 2005 |
|
Hljómsveitartónleikar í
Seltjarnarneskirkju |
|
Páll
Palomares, fiđluleikari, verđur einleikari á
hljómsveitartónleikum í Seltjarnarneskirkju annađ
kvöld, mánudaginn 18. apríl, og hefjast tónleikarnir
kl. 20.00. Hljómsveitin er skipuđ eldri nemendum úr
Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla
Seltjarnarness, auk nemenda úr Tónmenntaskóla
Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Á
efnisskránni eru m.a. 1. ţáttur Haustsins eftir A.
Vivaldi, sinfónía nr. 25 eftir W. A. Mozart og syrpa
úr söngleiknum Chicago. Stjórnendur
hljómsveitarinnar eru Unnur Pálsdóttir og Kári
Einarsson. Á tónleikunum leikur einnig stengjasveit,
skipuđ yngri nemendum úr Tónlistarskóla
Seltjarnarness og Tónmenntaskóla Reykjavíkur, sem er
undir stjórn Helgu Ţórarinsdóttur. Ađgangur ađ
tónleikunum er ókeypis og eru nemendur og velunnarar
skólans hvattir til ađ mćta. |
|
|
12. apríl 2005 |
|
Krakártríóiđ heimsćkir skólann |
|
Miđvikudaginn
13. apríl munu félagar í Krakártríóinu leiđbeina
nemendum skólans á masterklassnámskeiđi. Enn fremur
kemur tríóiđ fram á
skólatónleikum í Salnum sem haldnir verđa sama dag
kl. 18:15. Ađgangur ađ tónleikunum er ókeypis og allir
velkomnir.
Krakártríóiđ er skipađ ţeim Jacek
Tosik-Warszawiak, píanóleikara, Julian Tryczynsk,
sellóleikara og Krzysztof Smietana, fiđluleikara.
|
|
[ Meira
]
|
|
|
10. apríl 2005 |
|
Söngnemar flytja Töfraflautuna eftir
W.A. Mozart |
|
Nemendur
söngdeildar Tónlistarskólans munu flytja
Töfraflautuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart í Salnum
fimmtudaginn 14. apríl kl. 20.00 og föstudaginn 15.
apríl kl. 20.00. Nemendur söngdeildarinnar hafa í
vetur ćft óperuna undir handleiđslu Önnu Júlíönu
Sveinsdóttur söngkennara, sem leikstýrir sýningunni,
og Krystynu Cortes píanóleikara. Óperan er flutt í
íslenskri ţýđingu eftir Ţránd Thoroddsen, Böđvar
Guđmundsson og Ţorstein Gylfason, en óbundiđ mál
ţýddi Gunnsteinn Ólafsson. Leikstjóri stytti,
breytti og sleppti setningum til ađ stytta óperuna og
laga ađ einföldum sviđsbúnađi. Ađgangur er
ókeypis og eru allir velkomnir međan húsrúm leyfir. |
|
[ Meira
]
|
|
|
10. apríl 2005 |
|
Tónleikaröđ kennara:
Kammertónleikar |
|
Fjórđu
og síđustu tónleikarnir í Tónleikaröđ kennara
Tónlistarskóla Kópavogs starfsáriđ 2004-2005 verđa
haldnir laugardaginn 16. apríl kl. 13.00 í Salnum. Á
kammertónleikunum leika Sif Tulinius, fiđla, Rúnar
Óskarsson, klarinett, Guđrún Birgisdóttir,
ţverflauta, Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó, og
Tómas Guđni Eggertsson, píanó. Flutt verđa verk
eftir Martinu, Strawinsky, Schostakovitch, Enescu og
Béla Bartók.
Skólinn vill eindregiđ hvetja nemendur til ađ
mćta á ţessa tónleika, enda er ađgangur ókeypis
fyrir ţá og ekki spillir ađ sjá ađstandendur og
velunnara skólans međ í för.
|
|
[ Meira
]
|
|
|
5. apríl 2005 |
|
Burtfarartónleikar Soffíu
Sigurđardóttur, flautuleikara |
|
Föstudaginn
8. apríl nk. kl. 18.00 heldur Soffía Sigurđardóttir,
flautuleikari, burtfarartónleika frá Tónlistarskóla
Kópavogs í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, sem
jafnframt eru hluti framhaldsprófs hennar viđ skólann.
Međ Soffíu á tónleikunum leikur Ingunn Hildur
Hauksdóttir, píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna
eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Gabriel Fauré,
Bohuslav Martinu og Atla Heimi Sveinsson. Ađgangur ađ tónleikunum er
ókeypis og allir eru velkomnir. |
|
[ Meira
]
|
|
|
19. mars 2005 |
|
Páskaleyfi |
|
Skólastarf ađ loknu páskaleyfi hefst
ţriđjudaginn 29. mars en ţann dag er skipulagsdagur
kennara. Kennsla hefst samkvćmt stundaskrá
miđvikudaginn 30. mars. |
|
|
19. mars 2005 |
|
Glćsilegir burtfarartónleikar Páls
Palomares, fiđluleikara |
|
Nokkrar
myndir frá burtfarartónleikum Páls Palomares,
fiđluleikara, eru nú ađgengilegar hér
á myndasíđu. Salurinn var ţétt setinn á
tónleikunum og frammistađa Páls einkar glćsileg.
Međ Páli á tónleikunum lék Nína Margrét
Grímsdóttir, píanóleikari. Á efnisskrá
burtfarartónleikanna voru verk eftir Wolfgang Amadeus
Mozart, César Franck, Giuseppe Tartini og Eugene
Ysa˙e, auk ţess sem ţau fluttu Polonaise de Concert
op. 4 eftir Wieniawski sem aukalag. |
|
|
16. mars 2005 |
|
Blokkflaututónleikar
Kristveigar Ţorbergsdóttur
|
|
|
Kristveig Ţorbergsdóttir, blokkflautunemandi, og
Sólveig Anna Jónsdóttir, semballeikari, flytja verk
eftir Johann Sebastian Bach, Paolo Benedetto Bellinzani,
Georg Philip Telemann og Fjölni Stefánsson á stuttum
tónleikum sem haldnir verđa í Salnum fimmtudaginn 17.
mars nk. kl. 20:00. Ţessir tónleikar eru fyrstir í
röđ nokkurra vorprófstónleika ţar sem nemendur
skólans munu koma fram. Ađgangur ađ tónleikunum er
ókeypis og allir eru velkomnir.
|
|
|
14. mars 2005 |
|
Burtfarartónleikar Páls Palomares,
fiđluleikara |
|
Miđvikudaginn
16. mars kl. 20.00 heldur Páll Palomares,
fiđluleikari, burtfarartónleika frá Tónlistarskóla
Kópavogs í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Međ
Páli á tónleikunum leikur Nína Margrét
Grímsdóttir, píanóleikari. Á efnisskrá
burtfarartónleikanna eru verk eftir Wolfgang Amadeus
Mozart, César Franck, Giuseppe Tartini og Eugene
Ysa˙e. Ađgangur ađ tónleikunum er ókeypis og eru allir
velkomnir.
Páll Palomares er 18 ára Kópavogsbúi. Hann hóf
fiđlunám fimm ára gamall á Spáni hjá móđur sinni,
Unni Pálsdóttur, fiđluleikara, og náđi snemma góđum
tökum á hljóđfćrinu. Eftir fjögurra ára hlé á
tónlistarnámi hóf Páll nám viđ Tónlistarskóla Kópavogs haustiđ 2002 undir
handleiđslu Margrétar Kristjánsdóttur, fiđluleikara.
|
|
[ Meira
]
|
|
|
13. mars 2005 |
|
Hljóđfćrakynning fyrir
forskólanemendur |
|
Hljóđfćrakynning
fyrir nemendur sem ljúka forskólanámi í vor og
ađstandendur ţeirra fer fram í Salnum miđvikudaginn
16. mars kl. 17.00. Í tali, tónum og myndum verđa
kynnt ţau hljóđfćri sem kennt er á í skólanum.
Forráđamenn eru hvattir til ađ fjölmenna međ
börnum sínum. |
|
|
13. mars 2005 |
|
Árspróf vikuna 14.-18. mars |
|
Árspróf í hljóđfćraleik fara fram
í skólanum vikuna 14.-18. mars og ţví mun kennsla
hjá flestum kennurum falla niđur ađ verulegu leyti
ţessa daga. Ţó verđur kennt í forskóla og
tónfrćđagreinum samkvćmt stundaskrá. |
|
|
13. mars 2005 |
|
Skólatónleikar í Salnum |
|
Skólatónleikar verđa haldnir í Salnum
mánudaginn 14. mars kl. 20:30 og ţriđjudaginn 15.
mars kl. 18:15. Ađgangur ađ tónleikunum er
ókeypis og eru allir velkomnir. |
|
|
8. mars 2005 |
|
Tónleikaröđ kennara: Sononymus -
Gagnvirk verk fyrir klassísk hljóđfćri og tölvu |
|
Laugardaginn
12. mars 2005 kl. 13:00 verđa haldnir tónleikar í
Salnum í tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla
Kópavogs. Í ţetta sinn verđa flutt gagnvirk verk
eftir Hilmar Ţórđarson fyrir klassísk hljóđfćri
og tölvu. Flytjendur auk Hilmars eru Kristinn H.
Árnason, gítarleikari, Áki Ásgeirsson,
trompetleikari, og Ţórunn Ósk Marinósdóttir,
víóluleikari. Einnig mun Haraldur Karlsson fremja
sjónlist, en Ríkharđur H. Friđriksson annast
hljóđstjórn.
Skólinn vill eindregiđ hvetja nemendur til ađ
mćta á ţessa tónleika, enda er ađgangur ókeypis
fyrir ţá og ekki spillir ađ sjá ađstandendur og
velunnara skólans međ í för.
|
|
[ Meira
]
|
|
|
7. mars 2005 |
|
Masterklass hjá Dimitri Ashkenazy |
|
Dimitri
Ashkenazy heimsćkir Tónlistarskóla Kópavogs
föstudaginn 11. mars og heldur masterklass í
klarínettuleik í Salnum kl. 13-17.30. Ţar gefst
nokkrum nemendum skólans ásamt nemendum úr
Tónlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla
Íslands kostur á ađ fá leiđsögn í verkefnum
sínum hjá listamanninum.
Ađgangseyrir fyrir áheyrendur ađ masterklass
Dimitri Ashkenazy í Salnum er 500 krónur.
Tónlistarnemar, klarínettuleikarar og annađ
tónlistaráhugafólk er velkomiđ á međan húsrúm
leyfir. |
|
[ Meira
]
|
|
|
|
7. mars 2005 |
|
Skólatónleikar í Salnum |
|
Skólatónleikar verđa haldnir í Salnum
ţriđjudaginn 8. mars, kl. 18:15. Ađgangur ađ
tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. |
|
|
|
31. janúar 2005 |
|
Vel heppnađir
tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna |
|
Síđastliđinn
laugardag 29. janúar hélt Sinfóníuhljómsveit
tónlistarskólanna tónleika í Langholtskirkju undir
stjórn Guđna Franzsonar og lauk ţar međ
hljómsveitarnámskeiđi undir hans stjórn sem hófst
7. janúar síđastliđinn. Fjölmennt var á
tónleikunum og hrifust tónleikagestir af frammistöđu
hinna ungu tónlistarmanna. Jón Svavarsson ljósmyndari
tók myndir á einni ćfingu hljómsveitarinnar og er
nokkrar ţeirra ađ finna hér. |
|
|
|
|
24. janúar 2005 |
|
Tónleikar
Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna |
|
Laugardaginn 29. janúar nk. kl. 16:00
heldur Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna
tónleika í Langholtskirkju.
Efnisskrá:
- Malcolm Arnold: Skoskir dansar op. 59
- John Speight: "Ariel", konsert fyrir
básúnu og hljómsveit
- Igor Stravinsky: Sinfónía í ţremur ţáttum
(1945)
Einleikari á básúnu er Sigurbjörn Ari
Hróđmarsson. Stjórnandi er Guđni Franzson.
Almennur ađgangseyrir er 1000 kr. en 500 kr. fyrir
nemendur og verđa ađgöngumiđar seldir viđ
innganginn.
|
|
|
|
|
18. janúar 2005 |
|
Skólatónleikar í Salnum |
|
Skólatónleikar verđa haldnir í Salnum
miđvikudaginn 19. janúar, kl. 18:15. Ađgangur ađ
tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. |
|
|
15. janúar 2005 |
|
Sinfóníuhljómsveit
tónlistarskólanna |
|
Átján nemendur skólans taka um ţessar
mundir ţátt í hljómsveitarnámskeiđi sem er
samstarfsverkefni fjögurra tónlistarskóla á
höfuđborgarsvćđinu. Ţetta eru nemendur í
strengjasveit III ásamt nokkrum nemendum sem leika á
ţverflautu, klarínettu og óbó. |
|
[ Meira
]
|
|
|
|
|