Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2005

 

Fréttir

8. mars 2005

Tónleikaröđ kennara: Sononymus - Gagnvirk verk fyrir klassísk hljóđfćri og tölvu

Laugardaginn 12. mars 2005 kl. 13:00 verđa haldnir tónleikar í Salnum í tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs. Í ţetta sinn verđa flutt gagnvirk verk eftir Hilmar Ţórđarson fyrir klassísk hljóđfćri og tölvu. Flytjendur auk Hilmars eru Kristinn H. Árnason, gítarleikari, Áki Ásgeirsson, trompetleikari, og Ţórunn Ósk Marinósdóttir, víóluleikari. Einnig mun Haraldur Karlsson fremja sjónlist, en Ríkharđur H. Friđriksson annast hljóđstjórn.

Skólinn vill eindregiđ hvetja nemendur til ađ mćta á ţessa tónleika, enda er ađgangur ókeypis fyrir ţá og ekki spillir ađ sjá ađstandendur og velunnara skólans međ í för.

Efnisskrá

 • Sononymus fyrir Rafgítar og Tölvu
  Kristinn H. Árnason, rafgítar
  Hilmar Ţórđarson, tölva
   
 • Sononymus fyrir Trompet og Tölvu
  Áki Ásgeirsson, trompet og tölva
   
 • Sononymus fyrir Víólu og Tölvu
  Ţórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
  Hilmar Ţórđarson, tölva
   
 • Sononymus fyrir Líkama og Tölvu
  Hilmar Ţórđarson, líkami og tölva
  Haraldur Karlsson (Halli Kalli), myndband

Um höfundinn og verkin

Hilmar Ţórđarson er fćddur á Akureyri 9. apríl 1960. Áriđ 1985 útskrifađist Hilmar frá tónsmíđadeild Tónlistarskólans í Reykjavík og skömmu síđar hélt hann til Bandaríkjanna ţar sem hann lauk meistaraprófum í tónsmíđum frá California Institute of the Arts (MFA) áriđ 1989 og Yale tónlistarháskólanum (MA) 1991. Ađ loknu námi hélt Hilmar til Stanford háskóla ţar sem hann var gestafrćđimađur 1991-1992 og á árunum 1992-1995 starfađi Hilmar sem gestatónskáld viđ hljóđver tónlistarháskólans í Berkeley í Kaliforníu. Á ţeim tíma gafst Hilmari gott tćkifćri til ţess ađ lćra og gera tilraunir međ allskonar ađferđir til ţess ađ nota tölvutćkni til tónsmíđa og tónlistarflutnings. Árangur ţessara tilrauna kemur vel fram í verki hans "Verur frá landi ísa", gagnvirku margmiđlunarverki byggđu á ţjóđsögunum af íslensku jólasveinunum. Verkiđ er samiđ fyrir bandarísk-japanska dansflokkinn Harupin Ha og var sýnt víđs vegar um Kaliforníu og Frakkland. Gagnvirkt margmiđlunarverk ţýđir ađ unniđ er međ fleiri listmiđla en einn, ţ.e. tónlist, danslist og myndbandalist, og gagnvirkt er ţađ ţessi listform bregđast viđ skilabođum frá hvoru öđru. Ţannig var ţađ í ţessu verki ţar sem dansararnir auk ţess ađ dansa stýrđu ţeir hljóđi sem og myndbandi međ hreyfingum sínum.

Áriđ 1995 flutti Hilmar aftur heim til Íslands og sama ár stofnađi hann ásamt Ríkharđi H. Friđrikssyni tónskáldi, tónver Tónlistarskóla Kópavogs. Tónveriđ var fyrsta tónver viđ tónlistarskóla á Íslandi sem bauđ upp á sérstakt tölvutónlistarnám og er nú án efa fullkomnasta tónver viđ tónlistarskóla á Íslandi. Ţađ var snemma mjög vinsćlt og árlega komast fćrri nemendur ađ en vilja.

Áriđ 2000 hélt tónveriđ stóra alţjóđlega raf- og tölvutónlistarhátíđ sem hlaut nafniđ ART2000 ţar sem bođiđ var tónskáldum, hljóđfćraleikurum og frćđimönnum víđs vegar ađ úr veröldinni. Hátíđin stóđ yfir í ellefu daga og vakti mikla athygli, sérstaklega ţótti setningarathöfnin mikilfengleg, en ţar var flutt tónverk fyrir flugeldasýningu og rafhljóđ. Tónlistin og flugeldarnir voru svo mikilfengleg ađ símalínur lögreglunnar glóđu af dauđhrćddum íbúum Kópavogs sem varđ heldur bylt viđ af ţessu óvćnta kryddi í tilveruna. ART2000 hátíđin ţótti takast svo vel ađ hún hlaut menningarverđlaun DV.

Í tónsmíđum sínum vinnur Hilmar jafnt međ hefđbundin akústísk hljóđfćri sem og raf- og tölvuhljóđfćri. Hann blandar ţeim gjarnan saman og er sú blöndun hvergi eins skýr eins og í röđ tónsmíđa sem allar bera samheitiđ Sononymus. Á tónleikunum ţann 12. mars verđa fjögur nýjustu Sononymus verkin flutt, en ţau eru samin á síđustu tveimur árum. Elst ţeirra er Sononymus fyirir trompet og gagnvirk tölvuhljóđ sem ber undirtitilinn "Bitin eyru". Verkiđ er samiđ fyrir trompetleikarann og tónskáldiđ Áka Ásgeirsson áriđ 2003 og var frumflutt í ágúst ţađ ár á Gauki á Stöng. Áki hefur sjálfur útbúiđ trompetinn sinn ţannig ađ hann getur "fjarstýrt" tölvuhljóđum gegnum svonefnd MIDI skilabođ og ţannig getur hann međ ţví ađ ýta á nokkra aukatakka breytt hljóđunum úr tölvunni og međ ţví ađ halla trompetnum á ýmsa vegu getur hann hreyft hljóđiđ á milli fjögurra hátalara ţannig ađ ţađ sveiflast fram og aftur. Nafniđ "Bitin eyru" er einfaldlega tilkomiđ vegna ţess ađ međan Hilmar var ađ skrifa verkiđ ţá var hann staddur úti í sveit og varđ fyrir óvćginni árás mýflugna međ ţeim afleiđingum ađ eyru hans urđu útbitin.

Verkiđ Sononymus fyrir "Mannslíkama og gagnvirk tölvuhljóđ" var samiđ seint á síđasta ári og lokiđ í byrjun ţessa árs. Ţar eru hreyfingar mannslíkamans notađar til ađ framkalla hljóđ og međ bendingum handa og fingra er hljóđunum blandađ saman og ţau látin ferđast milli fjögurra hátalara sem eru fremst og aftast í Salnum. Á sama tíma og flytjandinn, sem í ţessu tilviki er höfundurinn sjálfur, stjórnar verkinu, er myndbandi, sem gert er af Haraldi Karlssyni sjónskáldi, skotiđ á hann, ţannig ađ myndbandiđ og flytjandinn mynda eina heild, ţ.e. flytjandinn er jafnframt hluti af myndbandinu.

Sononymus fyrir Lágfiđlu og gagnvirk tölvuunnin hljóđ var samiđ í upphafi ţessa árs og er flutt af Ţórunni Ósk Marinósdóttur. Í ţessu verki gengur Hilmar út frá nótunum ACEH en ţessir stafir mynda jafnframt nafn Aceh hérađs í Indónesíu, ţess hérađs sem verst varđ úti í flóđbylgjunni sem fylgdi jarđskjálftanum sem ţar varđ undir sjávarmáli. Verkiđ er tileinkađ minningu fórnarlamba ţessara gífurlegu náttúruhamfara ţar sem á nokkrum klukkutímum létust fleiri en allir íbúar Íslands.

Nýjasta verkiđ sem flutt verđur á tónleikunum heitir Sononymus fyrir Rafgítar og gagnvirk tölvuunnin hljlóđ. Ţar mun Kristinn H. Árnason sýna listir sýnar á rafgítar, en međ honum mun Hilmar stjórna tölvuhljóđum og vinna međ tónana sem berast frá rafgítarnum. Ţetta verk er svo glćnýtt ađ ţađ er ekki búiđ ađ klára ţađ enn og verđur ţađ örugglega ekki fyrr en rétt fyrir tónleika eđa jafnvel á tónleikunum sjálfum.

Ađgangseyrir

 • Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
 • Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
 • Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur nemenda: 500 kr.
 • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs: Frítt.
 • 12 ára og yngri: Frítt

Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

[ Til baka á Forsíđu ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is