Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2005

 

Fréttir

14. mars 2005

Burtfarartónleikar Páls Palomares, fiđluleikara

Miđvikudaginn 16. mars kl. 20.00 heldur Páll Palomares, fiđluleikari, burtfarartónleika frá Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Međ Páli á tónleikunum leikur Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari. Á efnisskrá burtfarartónleikanna eru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, César Franck, Giuseppe Tartini og Eugene Ysa˙e.

Páll Palomares er 18 ára Kópavogsbúi. Hann hóf fiđlunám fimm ára gamall á Spáni hjá móđur sinni, Unni Pálsdóttur, fiđluleikara, og náđi snemma góđum tökum á hljóđfćrinu. Um 10 ára aldur hafđi hann ţegar spilađ mörg helstu stórverk fiđlubókmenntanna og ellefu ára gömlum hlotnađist honum sá heiđur ađ koma fram sem einleikari međ Ungmennahljómsveit Murcia-hérađs í Spćnskri sinfóníu eftir Eduardo Lalo.

Eftir fjögurra ára hlé á tónlistarnámi hóf Páll nám viđ Tónlistarskóla Kópavogs haustiđ 2002 undir handleiđslu Margrétar Kristjánsdóttur, fiđluleikara. Auk ţess ađ leiđa strengjasveit skólans hefur Páll margsinnis komiđ fram á tónleikum innan skólans og utan og var m.a. einleikari í nemendaferđ til Fćreyja voriđ 2004. Sama vor kom hann fram á Tíbrártónleikum í Salnum, sem KaSa-hópurinn stóđ fyrir undir yfirskriftinni "Ungt og efnilegt tónlistarfólk".

Páll var valinn til taka ţátt í starfi Orkester Norden síđastliđiđ sumar, en sú hljómsveit er skipuđ úrvali norrćnna hljóđfćraleikara á aldrinum 16-25 ára. Hljómsveitin hélt tónleika í Kaupmannahöfn, Malmö, Kristiansand, Stokkhólmi, Rettvik og Osló. Ţá var Páll konsertmeistari á strengjamóti tónlistarskóla sem haldiđ var á Seltjarnarnesi síđastliđiđ haust og enn fremur einn ţriggja konsertmeistara á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna í Langholtskirkju í janúar á ţessu ári.

Jafnframt tónlistarnáminu stundar Páll Palomares nám í Verzlunarskóla Íslands og spilar fótbolta međ HK og unglingalandsliđi Íslands.

Efnisskrá

 • Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791) 
  Sónata í e-moll, KV 304 
  - Allegro
  - Tempo di Menuetto
 • César Franck (1822-1890)
  Sónata í A-dúr 
  - Allegro moderato
  - Allegro
  - Ben moderato
  - Allegretto poco mosso

  Hlé
 • Guiseppe Tartini (1692-1770)
  Sónata í g-moll (Djöflatrillan) 
  Larghetto affetuoso-Allegro-
  Grave-Allegro assai-Grave-
  Allegro assai-Grave-Allegro
  assai-Adagio
 • Eugčne Ysa˙e (1858-1931)
  Sónata op. 27 nr. 3 Ballade

Um verkin

Mozart skrifađi sónötu KV 304 í París áriđ 1778. Í henni má heyra anda snemmrómantíkur svífa yfir vötnunum. Af ţeim 26 verkum, sem Mozart skrifađi fyrir píanó og fiđlu, er ţessi sónata sú eina sem er í moll.

Franck samdi sónötu í A-dúr áriđ 1886. Hún er tileinkuđ Eugčne Ysa˙e og píanistanum Léontine Marie Bordés-Pčne. Ţeir frumfluttu verkiđ í Brussel ţađ sama ár. Sónatan naut strax mikillar hylli, enda einkar litrík, kraftmikil og full af grípandi og fallegum laglínum.

Giuseppe Tartini segir svo frá um tilurđ fiđlusónötu sinnar: "Nótt eina, áriđ 1713, dreymdi mig ađ ég hefđi selt Kölska sálu mína. Ţessi nýi ţjónn uppfyllti allar mínar óskir. Ég rétti honum fiđluna mína og varđ alveg dolfallinn. Hann spilađi sónötu sem var svo undursamleg ađ ég hafđi aldrei heyrt annađ eins. Ţegar ég vaknađi, greip ég fiđluna og reyndi í örvćntingu ađ endurvekja tónana úr draumnum. Tónlistin sem ég samdi á ţví augnabliki er án efa sú besta sem ég hef skrifađ en ţó svo óendanlega langt frá ţví sem ég heyrđi ţá um nóttina."

Belgíski fiđlusnillingurinn, Eugčne Ysa˙e, samdi sex sónötur Op. 27 fyrir einleiksfiđlu áriđ 1924. Hver sónata er tileinkuđ ákveđnum fiđlusnillingi og skrifuđ međ hann í huga. Ţetta voru allt samtímamenn Ysa˙e, ţeir Joseph Szigeti, Jaques Thibaud, Georges Enescu, Fritz Kreisler, Mathieu Crickboom og Manuel Quiroga. Sónötu nr. 3, sem hér er flutt, tileinkađi hann Enescu. Ysa˙e samdi sónötur sínar undir sterkum áhrifum frá einleiksverkum Bachs.

 

[ Til baka á Forsíđu ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is