Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2005

 

Fréttir

4. apríl 2005

Tónleikaröđ kennara: Kammertónleikar

Fjórđu og síđustu tónleikarnir í Tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs starfsáriđ 2004-2005 verđa haldnir laugardaginn 16. apríl kl. 13.00 í Salnum. Á kammertónleikunum leika Sif Tulinius, fiđla, Rúnar Óskarsson, klarinett, Guđrún Birgisdóttir, ţverflauta, Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó, og Tómas Guđni Eggertsson, píanó. Flutt verđa verk eftir Martinu, Strawinsky, Schostakovitch, Enescu og Béla Bartók.

Skólinn vill eindregiđ hvetja nemendur til ađ mćta á ţessa tónleika, enda er ađgangur ókeypis fyrir ţá og ekki spillir ađ sjá ađstandendur og velunnara skólans međ í för.

Efnisskrá

  • Bohuslav Martinu (1890 - 1959): 
    Madrigal Sonata fyrir píanó, flautu og fiđlu
    - Poco allegro
    - Moderato
     
  • Igor Stravinsky (1882-1971): 
    Ţrjú verk fyrir einleiksklarínettu
     
  • Dmitri Shostakovits (1906-1975): 
    Fjórir valsar fyrir flautu, klarínettu og píanó
    - Vorvals
    - Valsgletta
    - Vals
    - Lírukassavals
     
  • Georges Enescu (1881-1955): 
    Cantabile et Presto
     
  • Béla Bartók (1881-1945): 
    Contrasts
    1. Verbunkos
    2. Pihenö
    3. Sebes

Um tónlistina

Martinu samdi Madrigal sónötuna áriđ 1942 en ţađ var fyrsta ár hans í Bandaríkjunum. Líkt og Enescu lét dvaldi hann langdvölum í París, en var Tékki, nánar tiltekiđ fćddur í Policka. Tónlist hans er ofin úr nokkrum áberandi ţráđum: Nýklassíksur stíll, tékkneskur ţjóđararfur, jazzinn og áhugi á renisans tónlist eru međal ţess sem menn ţykjast kenna í tónlist hans

Igor Stravinsky var fćddur 1882 í borginni Oranienbaum í Rússlandi, suđvestur af St. Pétursborg. Verkin ţrjú fyrir einleiksklarínettu voru samin áriđ 1918 ţegar Stravinsky dvaldist í Sviss. Fyrsta verkiđ hefur rólega áferđ og er eingöngu leikiđ á neđsta tónsviđ A klarínettunnar, en A klarínettan er lengri og hefur dekkri tón en hin venjulega B klarínetta. Annađ verkiđ hljómar nćr eins og spuni - ţađ eru engin taktstrik - og
tónskáldiđ leikur sér međ hin ýmsu blćbrigđi og tónsviđ hljóđfćrisins. Ţriđja verkiđ er leikiđ á B klarínettu og ţar heyrum viđ hljóm bćđi frá tangó og ragtime, og gott ef öllu er ekki gefiđ langt nef í lokin! Verkiđ var frumflutt 8. nóvember í Lausanne í Sviss ásamt öđru frćgu verki tónskáldsins, Sögu dátans.

Dmitri Shostakovich var tengdur leikhúsinu allt sitt líf og samdi mikiđ af tónlist fyrir leiksýningar og balletta. Sem táningur lék hann einnig á píanó undir sýningum ţöglu kvikmyndanna og eftir hann liggur tónlist viđ ţrjátíu og sjö myndir. Valsar og dansar eru stór hluti af ţessari kvikmynda- og leikhústónlist og er ţađ ef til vill sú hliđ á Schostakovich sem fćstir ţekkja. Ţá fjóra valsa sem hér verđa fluttir útsetti L. Atovmian og eru ţeir teknir úr ópusnúmerunum 78, 27, 97A og 45.

George Enescu samdi Cantabile og Presto áriđ 1921 fyrir vorpróf flautubekkjarins viđ Konservatóríiđ í París og tileinkađi Paul Taffanel sem gjarnan hefur veriđ nefndur fađri franska flautuskólans. Ţetta verk er ekta keppnisverk, fyrri hlutinn sýnir blćbrigđaríka syngjandi eiginleika flautunnar en í seinni hlutanum fá fingurnir og lipurđin ađ skína. Enescu var rúmenskur en Frakkar eigna sér hann óspart.

Ţađ var góđvinur Béla Bartóks og samlandi, fiđluleikarinn Jószef Szigeti, sem átti ţá snjöllu hugmynd áriđ 1938 ađ hvetja sveiflukónginn Benny Goodman til ađ panta tónverk frá tónskáldinu. Klarínettuleikaranum fjölhćfa leist vel á hugmyndina og pantađi verk sem átti ađ vera í tveimur köflum og um sex mínútur ađ lengd, svo hćgt vćri ađ koma ţví fyrir á 78 snúninga hljómplötu. Ţegar upp var stađiđ og endanleg gerđ verksins lá fyrir voru kaflarnir ţó ţrír og mínúturnar nćr fimmtán. Goodman lét sér ţađ vel líka og frumflutti verkiđ í Carnegie Hall áriđ 1940 ásamt Szigeti og tónskáldinu og ţremenningarnir gerđu einnig frćga hljóđritun af verkinu.

Miđkaflinn í Contrasts, sem Bartók laumađi inn í upphaflegu hugmyndina, ber yfirskriftina Pihenö (hvíld eđa hlé) og er falleg nćturmynd, ţar sem hćgfara raddir fiđlu og klarínettu eru spegilmyndir hvor af annarri. Ytri kaflar verksins samsvara hefđbundinni skiptingu ungverska dansins csárdás í hćgan upphafskafla og fjörugan seinni hluta. Fyrsti kaflinn, Verbunkos, ber nafn forvera csárdásins, en sá dans var dansađur af húsörum viđ samkomur í ţorpum og bćjum Ungverjalands ţegar reynt var ađ lokka unga menn í herinn.

Endurómurinn frá ţjóđlegri ungverskri tónlist er vissulega auđgreinanlegur í Contrasts, en áhrifin koma víđar ađ. Bartók sagđist hafa haft blúskaflann í fiđlusónötu Ravels í huga ţegar hann samdi fyrsta kaflann og ekki er laust viđ ađ gamelantónlist Indónesíu komi upp í hugann ţegar hlýtt er á miđkaflann. Benny Goodman sagđi líka stoltur frá ţví ađ Bartók hefđi sótt innblástur í upptökur međ sögufrćgu djasstríói hans, Teddy Wilsons og Gene Krupa. Kannski hefur leikgleđi ţeirra frábćru listamanna kveikt hugmyndirnar ađ ýmsu tónrćnu sprelli í Contrasts, eins og t.d. falskri fiđlunni í upphafi lokakaflans.

Um flytjendur

Guđrún Birgisdóttir hóf störf sem kennari í Tónlistarskóla Kópavogs haustiđ 1982. Á fyrstu árum sínum í kennslu tók hún ţátt í miklu verkefni viđ ađ endurskipuleggja og semja námsefni í tónfrćđi og tónheyrn fyrir skólann en seinni árin hefur hún ađallega kennt flautuleik og er nú deildarstjóri viđ skólann. Guđrún hefur tekiđ ţátt í tónlistarlífinu hér međ margvíslegum hćtti. Hún hefur leikiđ í hljómsveitum, veriđ einleikari og komiđ víđa fram sem kammermúsíkant. Hún hefur nokkrum sinnum notiđ starfslauna ríkisins og starfstyrkja frá Kópavogsbć. Leikur hennar hefur veriđ hljóđritađur og gefinn út á geisladiskum og fyrir hana hafa íslensk tónskáld samiđ allmörg tónverk. Guđrún hefur einnig komiđ fram á fjölda tónleika erlendis.

Sif Tulinius hóf nám í fiđluleik sjö ára gömul hjá Gígju Jóhannsdóttur og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík voriđ 1991 undir handleiđslu Guđnýjar Guđmundsdóttur. Hún stundađi framhaldsnám í Bandaríkjunum og lauk B.A. prófi frá Oberlin College sem nemandi Almitu og Rolands Vamos og meistaragráđu frá New York ţar sem kennarar hennar voru Joyce Robbins og Joel Smirnoff. Hún hefur tekiđ ţátt í fjölda tónlistarhátíđa í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan og hefur einnig starfađ sem leiđbeinandi á námskeiđum í Bandaríkjunum. Sif hefur tekiđ virkan ţátt í flutningi nútímatónlistar og hefur starfađ međ ýmsum tónlistarhópum m.a. Ensemble Modern og CAPUT-hópnum. Sif hefur á undanförnum árum komiđ fram á öllum helstu tónlistarhátíđum á Íslandi og einnig sem einleikari međ Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sif hefur gegnt stöđu 2. konsertmeistara frá hausti 2000.

Sólveig Anna Jónsdóttir er fćdd á Akureyri. Hún hóf píanónám á Ísafirđi hjá Ragnari H. Ragnar en stundađi annars nám viđ Tónlistarskólann á Akureyri, Tónlistarskólann í Reykjavík og University of Houston. Međal kennara hennar voru Philip Jenkins, Halldór Haraldsson og Nancy Weems. Sólveig Anna hefur lengst af haft píanókennslu og međleik međ nemendum ađ ađalstarfi, nú síđast viđ Tónlistarskóla Kópavogs. Hún hefur enn fremur komiđ fram á tónleikum hérlendis og erlendis, međ einsöngvurum og kórum, einleikurum og kammerhópum.

Rúnar Óskarsson lauk einleikara- og kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík áriđ 1993 ţar sem Sigurđur I. Snorrason var kennari hans. Framhaldsnám stundađi hann hjá George Pieterson viđ Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og lauk einleikaraprófi á klarínettu frá skólanum áriđ 1996. Samhliđa klarínettunáminu lagđi hann einnig stund á bassaklarínettuleik hjá Harry Sparnaay og lauk einleikaraprófi á bassaklarínettu áriđ 1998. Rúnar sótti einnig tíma hjá Walther Boeykens í Rotterdam. Eftir ađ námi lauk starfađi hann viđ kennslu og hljóđfćraleik í Hollandi í ţrjú ár. Eftir heimkomu áriđ 2001 hefur Rúnar leikiđ međ ýmsum hópum, t.d. Kammersveit Reykjavíkur, hljómsveit Íslensku óperunnar og CAPUT auk ţess ađ leika á fjölda kammer- og einleikstónleika. Rúnar hefur leikiđ međ Sinfóníuhljómsveit Íslands síđan í janúar 2004.

Tómas Guđni Eggertsson lauk prófi í píanóleik međ ágćtiseinkunn frá Nýja tónlistarskólanum undir handleiđslu Vilhelmínu Ólafsdóttur voriđ 1996. Hann fór til framhaldsnáms viđ Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow og lauk ţađan BA prófi 1999 og Postgraduate námi ári síđar. Kennari hans ţar var Jean Hutchinson. Tómas Guđni hefur komiđ fram á tónleikum hér heima sem og í Bretlandi bćđi sem einleikari og međleikari međ söng- og hljóđfćraleikurum. Hann var m.a. valinn til ađ frumflytja verk tónskáldsins Gracielu Paraskevaídis ađ henni viđstaddri. Sem međleikari hefur Tómas Guđni unniđ til 1. verđlauna í ljóđakeppni innan RSAMD ásamt mezzo-sópransöngkonunni Andee-Louise Hypolite. Tómas Guđni hefur sótt fjölda námskeiđa og m.a. leikiđ fyrir; John Lill, Martino Tirimo, Roger Vignoles, Martin Isepp, Philip Jenkins, Kenneth Van Barthold, og Benjamin Luxon. Tómas Guđni hefur samiđ, útsett og stjórnađ tónlistarflutningi viđ leiksýningar međ leiklistardeild RSAMD í Glasgow og ferđast međ sýningar til Manchester og Lundúna, međ Stúdentaleikhúsinu í Reykjavík og Leikfélagi Menntaskólans á Ísafirđi. Tómas Guđni hefur kennt píanóleik viđ Tónlistarskóla Kópavogs frá 2003.

Ađgangseyrir

  • Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
  • Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
  • Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur nemenda: 500 kr.
  • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs: Frítt.
  • 12 ára og yngri: Frítt

Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

[ Til baka á Forsíđu ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is