Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2005

 

Fréttir

5. apríl 2005

Burtfarartónleikar Soffíu Sigurđardóttur, flautuleikara

Föstudaginn 8. apríl kl. 18.00 heldur Soffía Sigurđardóttir, flautuleikari, burtfarartónleika frá Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Međ Soffíu á tónleikunum leikur Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanóleikari.

Soffía er tvítugur Kópavogsbúi og byrjađi ađ lćra á flautu í Skólahljómsveit Kópavogs 8 ára gömul, ţar sem ađalkennari hennar var Kristrún Helga Björnsdóttir, en 16 ára gömul flutti hún sig yfir í Tónlistarskóla Kópavogs og hefur lćrt ţar bćđi hjá Martial Nardeau og núverandi kennara sínum, Guđrúnu Birgisdóttur. Í fyrrasumar fór hún á masterklass-námskeiđ í Nice í Frakklandi og sótti tíma hjá ţeim Davide Formisano og Vincent Lucas. Soffía hefur oft komiđ fram á nemendatónleikum tónlistarskólans og fór m.a. sem einleikari međ strengjasveit skólans í tónleikaferđ til Fćreyja voriđ 2004.

Síđustu tvö ár hefur Soffía kennt á flautu í Skólahljómsveit Kópavogs. Hún lýkur stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands nú í vor.

Á efnisskrá burtfarartónleikanna eru verk eftir J. S .Bach, Fauré, Martinu og Atla Heimi Sveinsson. Ađgangur ađ tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir međan húsrúm leyfir

Efnisskrá

 • Johann Sebastian Bach
  Sónata í h-moll
  - Andante
  - Largo e dolce
  - Presto
   
 • Gabriel Fauré
  Fantasía
  - Andantino
  - Allegro
   
  Hlé
   
 • Atli Heimir Sveinsson
  Tónamínútur
  - Barnatónar
  - Fuglatónar
  - Fiskatónar
  - Regntónar
  - Tónatónar
   
 • Bohuslav Martinu
  Sónata
  - Allegro Moderato
  - Adagio
  - Allegro poco Moderato

 

[ Til baka á Forsíđu ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is