Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2005

 

Fréttir

7. mars 2005

Masterklass hjá Dimitri Ashkenazy

Dimitri Ashkenazy heimsćkir Tónlistarskóla Kópavogs föstudaginn 11. mars og heldur masterklass í klarínettuleik í Salnum kl. 13-17.30. Ţar gefst nokkrum nemendum skólans ásamt nemendum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands kostur á ađ fá leiđsögn í verkefnum sínum hjá listamanninum.

Dimitri Ashkenazy fćddist áriđ 1969 í New York. Hann hóf píanónám sex ára og síđar klarínettunám hjá Giambattista Sisini sem varđ einnig kennari hans í Tónlistarsháskóla Luzern áriđ 1989. Frá námslokum hefur Dimitri veriđ eftirsóttur víđa um heim sem einleikari međ hljómsveitum og einnig í kammertónlist. Hann hefur m.a. komiđ fram međ Royal Philharmonic Orchestra í Royal Festival Hall í London, Deutsches Symphonie-Orchester frá Berlín í Hollywood Bowl, Czech Philharmonic Orchestra á Casals hátíđinni í Puerto Rico og međ Japan Philharmonic Orchestra í Tokyo.

Međal ţess tónlistarfólks sem Dimitri hefur leikiđ međ á tónleikum eru međlimir Kodály og Brodsky strengjakvartettanna, Edita Gruberova, Barbara Bonney, Helmut Deutsch, Cristina Ortiz, David Golub, Radovan Vlatkovic, Ariane Haering, Vladimir Mendelssohn, Maria Joăo Pires, Jean-Jacques Kantorow, Trio Fontenay, Barbara Bonney og Jeremy Menuhin. Einnig hefur hann komiđ fram á tónleikum međ bróđur sínum Vovka og föđur, Vladimir Ashkenazy.

Dimitri hefur hljóđritađ geisladiska og einnig unniđ fyrir útvarp og sjónvarp. Ţar má nefna Pan Classics, Decca, Ondine, Radio Nacional de Espańa, France Musiques, Radio della Svizzera Italiana og Deutschland Radio. Einnig hefur hann kennt masterklassa viđ Australian National Academy í Melbourne, Oklahoma City University, Merit Music Program í Chicago og viđ skólana Conservatorios Superiores í San Sebastián og Granada.

Ađgangseyrir fyrir áheyrendur ađ masterklass Dimitri Ashkenazy í Salnum er 500 krónur.

Tónlistarnemar, klarínettuleikarar og annađ tónlistaráhugafólk er velkomiđ á međan húsrúm leyfir.

 

[ Til baka á Fréttir 2005 ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is