Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2005

 

Fréttir

2. maí 2005

Burtfarartónleikar Ţuríđar Helgu Ingadóttur, píanóleikara

Miđvikudaginn 4. maí kl. 20.00 heldur Ţuríđur Helga Ingadóttir, píanóleikari, burtfarartónleika frá Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Á efnisskrá burtfarartónleikanna eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Ludwig van Beethoven, Franz Liszt og Frédéric Chopin.

Ţuríđur Helga Ingadóttir er 15 ára Kópavogsbúi. Hún hóf nám í píanóleik fimm ára gömul hjá Sigrúnu Grendal Jóhannesdóttur, sem hefur veriđ hennar ađalkennari frá upphafi. Síđasta misseriđ hefur Ţuríđur veriđ undir handleiđslu Halldórs Haraldssonar, píanóleikara.

Tíu ára gömul tók Ţuríđur ţátt í fyrstu píanókeppni Íslandsdeildar EPTA, Evrópusambands píanókennara, áriđ 2000, og vann til 3ju verđlauna í flokki ţátttakenda í miđnámi. Hún tók ţátt í sömu keppni ţremur árum síđar í flokki framhaldsnema og stóđ sig međ mikilli prýđi.

Ásamt píanónáminu hefur Ţuríđur lokiđ grunnprófi á fiđlu. Hún hefur margoft komiđ fram á nemendatónleikum skólans, bćđi sem einleikari og hluti af kammerhópi.

Ţá hefur hún tekiđ ţátt í nokkrum masterklass námskeiđum, m.a. hjá Barry Snyder og ţeim Jacek Tosik-Warsawiak, Julian Tryczynski og Krzysztof Smietana, sem mynda Krakártríóiđ. Einnig hefur Ţuríđur sótt nokkra tíma hjá Aladár Rácz, píanókennara á Húsavík.

Ţuríđur Helga er ađ ljúka námi í grunnskóla og stefnir ađ námi viđ tónlistardeild Listaháskóla Íslands nćsta haust, ásamt námi í framhaldsskóla.

Ađgangur ađ tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir međan húsrúm leyfir.

Efnisskrá

 • J. S. Bach 
  Prelúdía og fúga nr. 12 í f-moll
   
 • L. v. Beethoven 
  Sónata í c-moll op. 13, "Pathétique"
  - Grave
  - Allegro di molto e con brio
  - Adagio cantabile
  - Rondo, Allegro

Hlé

 • F. Liszt 
  "La Chasse", Paganini-etýđa nr. 5
   
 • L. v. Beethoven 
  Píanótríó op. 1 nr. 1, 1. ţáttur *
   
 • F. Chopin 
  Ballađa nr. 1 í g-moll op. 23

*Flytjendur, auk Ţuríđar Helgu, eru Páll Palomares, fiđluleikari, og Ţorgerđur Edda Hall, sellóleikari.

[ Til baka á Fréttir 2005 ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is