Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2006

 

Fréttir

2. janúar 2006

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna

Nemendur í strengjasveit III og nokkrir nemendur á blásturshljóđfćri taka um ţessar mundir ţátt í hljómsveitarnámskeiđi á vegum Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna. Tilgangur námskeiđsins ađ gefa nemendum í miđ- og framhaldsnámi kost á ţjálfun í ađ spila í stórri hljómsveit. Námskeiđinu lýkur međ tónleikum í Langholtskirkju laugardaginn 28. janúar nk. kl. 16.

Ţetta er annađ starfsár Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna. Hljómsveitina skipa ađ ţessu sinni nemendur úr Tónlistarskóla FÍH, Tónlistarskóla Hafnarfjarđar, Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarskólans í Reykjavík, Tónlistarskóla Reykjanessbćjar, Tónlistarskóla Seltjarnarness og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, alls 90-100 tónlistarnemar. Stjórnandi er Daníel Bjarnason.

Viđfangsefni sveitarinnar eru: 

  • Camille Saint-Saëns: Dance Macabre
  • Arvo Pärt: Tabula Rasa fyrir tvćr einleiksfiđlur, strengjasveit og undirbúiđ píanó
  • Robert Schumann: Sinfónía nr. 4

Allt eru ţetta verkefni sem gćtu prýtt efnisskrá fullveđja sinfóníuhljómsveitar hvar sem er í heiminum.

Kristín Mjöll Jakobsdóttir (gsm. 844-9288) hefur veriđ ráđin verkefnisstjóri og mun hún hafa međ höndum umsjón međ ćfingum og öllu starfi á námskeiđinu ásamt hljómsveitarstjóra.

Ćfingar

Sjá tilkynningu um ćfingar

 

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is