Ţriđju tónleikar vetrarins í
Tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs verđa
haldnir í Salnum laugardaginn 4. mars nćstkomandi kl.
13:00. Flytjendur eru Ríkharđur H. Friđriksson og Úlfar
Haraldsson. Flutt verđur raftónlist eftir Ríkharđ H.
Friđriksson, annars vegar fyrirfram samin verk á
ţrívíđu "surround" formi og hins vegar lifandi
rafspunar fluttir af Ríkharđi og Úlfari Haraldssyni á
rafgítar og rafbassa, međ góđri hjálp tölvutćkninnar.
Efnisskrá
- Ríkharđur H. Friđriksson: Brons (fyrir
fjórar hljóđrásir - Surround)
- Ríkharđur H. Friđriksson og Úlfar Haraldsson:
04.03.06 (fyrir rafgítar og rafbassa)
- Ríkharđur H. Friđriksson: Líđan III (fyrir
fimm hljóđrásir - Surround)
- Ríkharđur H. Friđriksson: Fletir (fyrir
rafmandólín og gagnvirkt tölvukerfi)
Flytjendur
Ríkharđur H. Friđriksson (f. 1960) hóf
ferilinn sem rokktónlistarmađur, en lćrđi síđan
tónsmíđar viđ Tónlistarskólann í Reykjavík,
Manhattan School of Music, New York; Accademia Chigiana,
Siena; og Konunglega Tónlistarháskólann í Haag. Einnig
skartar hann prófskírteinum í sagnfrćđi frá Háskóla
Íslands og klassískum gítarleik frá Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar. Hann nam einnig tölvutónlist
viđ hollensku Hljóđrannsóknarstofnunina (Instituut voor
Sonologie) í Haag, auk ţess ađ sćkja námskeiđ í
tölvutónsmíđum viđ Sweelinck tónlistarháskólann í
Amsterdam og sumarskólanum í Darmstadt.
Eftir hann liggja bćđi hljóđfćra- og
tölvutónsmíđar sem hafa veriđ fluttar á Íslandi,
Norđurlöndunum, Bandaríkjunum, Ţýskalandi, Austurríki,
Hollandi, Sviss, Kína og Singapore, auk ţess sem ţeim
hefur veriđ útvarpađ í fleiri löndum í Evrópu og
Asíu.
Tónlist Ríkharđs stefnir í grundvallaratriđum í
tvćr áttir. Annars vegar gerir hann hreina raftónlist
ţar sem mest er lagt upp úr ummyndunum á
náttúruhljóđum og hreyfingu ţeirra í ţrívíđu rými
(surround). Má ţar m.a. nefna verkaröđina
"Líđan" sem byggir á vel- eđa
vanlíđunarhljóđum mannsraddarinnar. Hins vegar er
lifandi spunatónlist ţar sem hann leikur á rafgítar eđa
ýmis tölvuhljóđfćri. Ţar kemur hann annađ hvort fram
einn eđa međ hljómsveitinni Icelandic Sound Company
(ásamt Gunnari Kristinssyni).
Heimasíđa Ríkharđs er: www.ismennt.is/not/rhf/
Úlfar Ingi Haraldsson (f. 1966) stundađi fyrst
nám í kontrabassaleik og djassfrćđum viđ
Tónlistarskóla F.Í.H. og lauk síđar burtfararprófi í
tónfrćđum og tónsmíđum viđ Tónlistarskólann í
Reykjavík 1990. Úlfar stundađi framhaldsnám í
tónsmíđum og tónfrćđum viđ University of California,
San Diego á tímabilinu 1992-99 og lauk doktorsprófi 2000.
Úlfar hefur starfađ sem tónskáld, tónlistarkennari,
kontrabassaleikari og stjórnandi fyrst á Íslandi og
síđar í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann hefur samiđ
hljómsveitar-, kammer-, og einleiksverk sem flutt hafa
veriđ á Norđurlöndunum, Ítalíu og í Bandaríkjunum og
Mexíkó.
Um verkin
Brons (2004) er unniđ algerlega upp úr hljóđum
úr gong- og tam-tam safni Gunnars Kristinssonar. Međ ţví
ađ spila á hljóđfćrin á mismunandi hátt og á
mismunandi stöđum er hćgt ađ ná fram ótrúlega
fjölbreyttum og heillandi hljóđheimi. Síđan var unniđ
áfram međ hljóđin í tölvu á margvíslegan hátt,
ađallega ţó međ kerfum samsettum úr fjölbreytlegum
taflínum (delay-lines). Verkiđ var samiđ ađ mestu í
Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs í desember 2003 og
janúar 2004.
04.03.06 (2006) er spuni fyrir rafgítar og
rafbassa. Tveir gamlir popparar taka fram
fornaldarhljóđfćrin sín og finna á ţeim nýja fleti í
bland viđ ţá gömlu og góđu, oftar en ekki međ góđri
hjálp tölvutćkninnar.
Líđan III (2005) er byggt á hljóđum sem
tengjast vellíđan og gleđi á beinan eđa óbeinan hátt.
Ekki er veriđ ađ veriđ ađ reyna ađ segja neina
sérstaka gleđisögu, heldur er unniđ međ hljóđin
samkvćmt hreinum tónlistarlögmálum. Á međan á smíđi
verksins stóđ, lést Magnús Blöndal Jóhannsson og
fannst höfundi viđ hćfi ađ heiđra minningu meistarans
međ ţví ađ skjóta inn nokkrum tilvísunum í verk
Magnúsar. Líđan III var unniđ alfariđ í Tónveri
Tónlistarskóla Kópavogs í mesta skammdeginu veturinn
2004-05. Öll hljóđin tilheyrđu upphaflega Eygló
Harđardóttur.
Fletir (2006) er spuni fyrir rafmandólín og
gagnvirkt tölvukerfi. Yfirleitt er litiđ á mandólín sem
hálfgert hallćrishljóđfćri sem á helst heima í
rómantískum leik undir vćmnum ítölskum ástarsöngvum.
Margt býr ţó meira í ţessu ágćtis hljóđfćri.
Höfundur fjárfesti t.d. í mandólíni fyrir mörgum árum
til ţess ađ spila ţjóđlagatónlist. Fyrir nokkru
síđan var hljóđfćriđ grafiđ upp úr glatkistunni og
fariđ ađ setja ţađ í samhengi viđ ţá hljóđhugsun
sem eigandi ţess hefur iđkađ undanfarin ár. Ţá komu í
ljós alls kyns nýir fletir á gamla hljóđfćrinu. Gamli
jálkurinn kom aldeilis á óvart og hefur síđan veriđ
mikiđ notađur í samstarfi viđ slagverksleikarann Gunnar
Kristinsson í sveitinni Icelandic Sound Company ( www.isc.is/
). Verkiđ Fletir er eins konar samantekt á ţessum
pćlingum.
Ađgangseyrir
- Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
- Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
- Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
- Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
- 12 ára og yngri: Frítt
Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga
kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.
|