Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2006

 

Fréttir

23. mars 2006

Tónleikaröđ kennara: Bassaklarínetta

Fjórđu tónleikar vetrarins í Tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs verđa haldnir í Salnum laugardaginn 1. apríl nćstkomandi kl. 13:00. Flytjandi er Rúnar Óskarsson, klarínettuleikari. Á efnisskránni eru verk eftir Gerard Brophy, Ţórólf Eiríksson, Tryggva M. Baldvinsson, Hilmar Ţórđarson og Wayne Siegel, en allir eru ţeir fćddir á síđari hluta 20. aldar. Elsta tónverkiđ á efnisskránni er frá árinu 1987 en nýjasta verkiđ, Sonoscopic Ocean eftir Hilmar Ţórđarson, verđur frumflutt á tónleikunum. 

Efnisskrá

  • Gerard Brophy (1953) Twist fyrir einleiksbassaklarínettu (1993)
  • Ţórólfur Eiríksson (1959) Mar fyrir bassaklarínettu og segulband (1987)
  • Tryggvi M. Baldvinsson (1965) Af gleri fyrir einleiksbassaklarínettu (2004)
  • Hilmar Ţórđarson (1960) Sonoscopic Ocean fyrir bassaklarínettu og lifandi tölvuunnin hljóđ (frumflutningur)
  • Wayne Siegel (1953) Jackdaw! Fyrir bassaklarínettu og segulband (1995)

Flytjandi

Rúnar Óskarsson lauk einleikara- og kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík áriđ 1993 ţar sem hann naut handleiđslu Sigurđar I. Snorrasonar. Hann stundađi framhaldsnám hjá George Pieterson viđ Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og lauk einleikaraprófi á klarínettu frá skólanum áriđ 1996. Samhliđa klarínettunáminu lagđi hann stund á bassaklarínettuleik hjá Harry Sparnaay og lauk einleikaraprófi á bassaklarínettu áriđ 1998. Rúnar sótti og tíma hjá Walter Boeykens í Rotterdam.
Ađ námi loknu starfađi hann viđ kennslu og hljóđfćraleik í Hollandi í ţrjú ár. Eftir heimkomu áriđ 2001 hefur Rúnar leikiđ međ ýmsum hópum svo sem Kammersveit Reykjavíkur, hljómsveit Íslensku óperunnar og CAPUT, veriđ fastráđinn viđ Sinfóníuhljómsveit Íslands og komiđ fram á fjölmörgum kammer- og einleikstónleikum.

Um tónskáldin og verkin

Gerard Brophy er fćddur í Ástralíu 1953. Hann byrjađi ekki ađ lćra á hljóđfćri fyrr en hann var orđinn 22 ára og lćrđi ţá á klassískan gítar. Hann hóf tónsmíđanám stuttu síđar og lćrđi bćđi í Ástralíu og á Ítalíu. Síđustu ár hafa verk hans náđ mikilli útbreiđslu og hefur hann unniđ til fjölda verđlauna. Verkiđ Twist var samiđ fyrir hollenska bassaklarínettusnillinginn Harry Sparnaay.

Verk Ţórólfs Eiríkssonar, Mar, er upphaflega skrifađ fyrir klarínettu. Á ţessum tónleikum verđur ţađ hins vegar leikiđ á bassaklarínettu sem hljómar einni áttund neđar en klarínettan. Hljóđfćriđ fer í könnunarleiđangur um undirdjúpin og hittir ţar m.a. félaga sína, hvalina.

Einleiksverk Tryggva M. Baldvinssonar fyrir bassaklarínettu var frumflutt í Skálholtskirkju 2. ágúst áriđ 2003 og tónskáldiđ kveđur raunar birtuna sem leikur um glugga Gerđar Helgadóttur í ţessari fallegu íslensku dómkirkju tengjast heiti verksins Af gleri. Titillinn á einnig býsna vel viđ upphaf verksins, afar brothćtt og gegnsćtt. Nóta sem byrjar úr engu og er nánast ógreinanleg, minnir ţegar á líđur eilítiđ á hljóđiđ sem framkallast ţegar kampavínsglas er nuddađ međ rökum fingri. Hiđ friđsćla Af gleri býr annars yfir fjölbreytilegu litrófi. "Rúnar hafđi sýnt mér ýmsa möguleika á bassaklarínettiđ, yfirtóna, blađsmelli og fleira sem ég nýtti mér í tónsmíđinni" segir Tryggvi M. Baldvinsson um ţetta fyrsta og eina einleiksverk sitt fyrir bassaklarínettu til ţessa.

Hilmar Ţórđarson samdi verkiđ Sonoscopic Oceans ađ beiđni Rúnars Óskarssonar međ styrk frá Musica Nova. Verkiđ er fyrir bassaklarínettu og lifandi tölvuunnin hljóđ, ţ.e. tónar bassaklarínettunnar eru hljóđritađir á tölvu jafnóđum og ţeir eru spilađir, og tölvan býr til ýmis önnur hljóđ úr ţeim eftir forskrift tónskáldsins.

Ameríkaninn Wayne Siegel samdi verkiđ Jackdaw! fyrir bassaklarínettu og segulband. Verkiđ er nefnt eftir lítilli evrópskri kráku, en tónskáldiđ er međ eina slíka tamda í garđinum hjá sér ţar sem hann býr í Danmörku. Auk ýmissa tölvuhljóđa má heyra kráku- og bassaklarínettuhljóđ - bćđi venjuleg og einnig sem búiđ er ađ teygja og toga í tölvu. Svo vitnađ sé í tónskáldiđ sjálft: "Eftir ţví sem verkinu miđađi áfram varđ ţađ skýrara og skýrara, bassaklarínettan og krákan eru skyld!"

Ađgangseyrir

  • Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
  • Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
  • Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
  • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
  • 12 ára og yngri: Frítt

Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is