Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2006

 

Fréttir

28. apríl 2006

Tónleikaröđ kennara: Frönsk 20. aldar píanótónlist fyrir tvo

Fimmtu og síđustu tónleikar vetrarins í Tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs verđa haldnir í Salnum laugardaginn 6. maí nćstkomandi kl. 13:00. Flytjandur eru píanóleikararnir Nína Margrét Grímsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir. Á efnisskránni eru verk eftir frönsku tónskáldin Claude Debussy, Gabriel Fauré og Francis Poulenc. Öll verkin eru leikin fjórhent á píanó. 

Efnisskrá

  • Claude Debussy (1862-1918) 
    Petite Suite
      I. En Bateau
      II. Cortége
      III. Menuet
      IV. Ballet
     
  • Gabriel Fauré (1845-1924) 
    Dolly Suite op. 56
      I. Berceuse
      II. Messieu Aoul
      III. Le jardin de Dolly
      IV. Ketty-Valse
      V. Tendresse
      VI. Le pas espagnol
     
  • Claude Debussy (1862-1918) 
    Six Épigraphes antiques
      I. Pour invoquer Pan, dieu du vent d´été
      II. Pour un tombeau sans nom
      III. Pour que la nuit soit propice
      IV. Pour la danseuse aux crotales
      V. Pour l´Égyptienne
      VI. Pour remercier la pluie au matin
     
  • Francis Poulenc (1899-1963)
    Sónata
      I. Prelude
      II. Rustique
      III. Final

Um verkin

Petite Suite

Debussy samdi Petite Suite 1889 og er hún međ fyrstu útgefnu píanóverkum hans. Ţar má heyra ýmis stílbrigđi sem síđar urđu einkennandi fyrir verk hans svo sem heiltónastigann, mjúkar öldukenndar hreyfingar í innri röddum og draumkenndan hljóm ţar sem pedalnotkun og blćbrigđarík tónmyndun ráđa ríkjum. Heyra má áhrif balletttónlistar enda tónskáldiđ unga undir nokkrum áhrifum frá helstu balletttónskáldum samtímans í Frakklandi. Svítan var útsett fyrir hljómsveit 1907 af Henri Büsser en er í sinni upprunalegu mynd eitt af vinsćlustu verkum Debussys.

Dolly Suite op. 56

Fauré tileinkađi ţessa fallegu og innilegu svítu dóttur vinafólks síns, lítilli stúlku sem var kölluđ Dolly. Hann samdi ţćttina sex sem sjálfstćđ verk á árunum 1893-96 og fćrđi Dolly ţá jafnóđum sem gjafir af ýmsu tilefni og ţeir voru ekki gefnir út sem samstćđ svíta fyrr en 1897. Heiti ţáttanna tengjast litlu stúlkunni og heimi hennar.

Dolly svítan er heillandi verk í einfaldleika sínum og hefur í hugum margra fundiđ sér stađ viđ hliđ tveggja ţekktra barnalagaflokka fyrir einleikspíanó: Kinderszenen eftir Schumann og Children´s Corner eftir Debussy. Hún var útsett fyrir hljómsveit 1912 og flutt sem ballett tónlist í leikhúsi í París ári síđar, en nýtur samt sem áđur mestra vinsćlda í upprunalegri mynd.

Six Épigraphes antiques

Titilinn má útleggja sem "sex fornar yfirskriftir".

1. Ađ ákalla Pan, guđ sumarvindanna
2. Til nafnlausrar grafar
3. Svo nóttin gefi góđ fyrirheit
4. Fyrir dansmeyna međ kastaníetturnar
5. Fyrir hina egypsku
6. Til ţakkar regninu ađ morgni

Ţessi verk voru samin 1914 og má í ţeim heyra hljómrćnan og blćbrigđaríkan stíl síđustu ára tónskáldsins. Áhugi hans á fornri miđjarđarhafsmenningu skín í gegn og flćđi hljóma og laglína virđist óháđ tíma og rúmi.

Verkin eru ađ hluta byggđ á stuttum ţáttum, sem Debussy samdi um 1901, fyrir 2 hörpur, flautur og celestu og voru fluttir međ leikrćnum upplestri ljóđa sem byggđust á fornum grískum stefjum.
Debussy valdi hverjum ţćtti verksins yfirskrift úr ljóđum ţessum og lýsir innihaldi ţeirra međ draumkenndu og allt ađ ţví munúđarfullu tónmáli sem hann notar ţó svo sparlega ađ hann endursamdi verkiđ ári síđar sem einleiksverk.

Sónata

Poulenc var, eins og hin tvö tónskáldin, mjög góđur píanisti og samdi mikiđ af kammermúsik ţar sem píanóiđ skipađi stórt hlutverk. Fjórhentu sónötuna samdi hann áriđ 1918 ađeins 19 ára.

Í ţessu ćskuglađa verki kemur gagnsćr stíll hans vel fram, snerpa og glettni í bland viđ ljóđrćnar línur, alvara og kátína fylgjast ađ ţannig ađ stundum virđist útkomuna vanta dýpt og meiningu, en ef betur er ađ gáđ er slíkt fjarri lagi, allt hefur sinn tilgang.

Verkiđ er stutt og hnitmiđađ í ţrem köflum: prelúdía, sveitalíf og lokaţáttur, og byggir á einföldum stefjum ţar sem tónskáldiđ leikur sér međ taktfastan hryn, einfaldar laglínur, snögg skipti milli hugmynda, ómstríđ tónbil í samstígum hreyfingum og litríka hljóma.

Um flytjendur

Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari hefur lokiđ háskólaprófum í tónlist frá Englandi og Bandaríkjunum. Hún hefur komiđ fram á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og Japan sem einleikari, međ hljómsveitum og í kammertónlist. Ţar má nefna Kammersveit Reykjavíkur, Royal Chamber Orchestra, Blásarakvintett Reykjavíkur og Nomos Duo. Enn fremur má nefna tónlistarflutning í sjónvarpi og útvarpi á Íslandi og erlendis, ţátttöku í innlendum og alţjóđlegum tónlistarhátíđum, kennslu á tónlistarnámskeiđum auk birtra greina um tónlist og tónlistarmenntun og fyrirlestra. 

Nína Margrét hefur einnig hljóđritađ ţrjá geisladiska en ţeir eru: Páll Ísólfsson: Complete Original Piano Music - BIS Records (BIS 1139); F. Mendelssohn: Complete Works for Violin and Piano/Nomos Duo - Naxos (8.554725); og Mozart & Mendelssohn: Piano works - SKREF.008. 

Nína Margrét er stofnandi og listrćnn stjórnandi KaSa hópsins, Tónlistarhóps Reykjavíkurborgar 2006, og deildarstjóri viđ Tónlistarskóla Kópavogs.

Sólveig Anna Jónsdóttir stundađi píanónám viđ Tónlistarskólann á Akureyri, Tónlistarskólann í Reykjavík og University of Houston í Texas. Međal kennara hennar voru Philip Jenkins, Halldór Haraldsson og Nancy Weems. Sólveig Anna hefur lengst af haft píanókennslu og međleik međ nemendum ađ ađalstarfi, nú í Tónlistarskóla Kópavogs ţar sem hún er einnig deildarstjóri píanódeildar. Hún hefur auk ţess starfađ međ einsöngvurum og kórum, einleikurum og kammerhópum og komiđ fram á tónleikum hérlendis og erlendis.

Á síđasta ári kom út geisladiskurinn Kveđja ţar sem Sólveig Anna og Anna Júlíana Sveinsdóttur, mezzósópran og söngkennari viđ Tónlistarskóla Kópavogs, flytja íslensk einsöngslög.

Ađgangseyrir

  • Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
  • Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
  • Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
  • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
  • 12 ára og yngri: Frítt

Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

 
 

 

 

Nína Margrét 
Grímsdóttir

Sólveig Anna 
Jónsdóttir

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is