Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2006

 

Fréttir

30. nóvember 2006

Tónleikaröđ kennara: Sellóiđ á 20. öld - Selló og píanó

Ţriđju tónleikar vetrarins í TKTK - Tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs - verđa haldnir í Salnum laugardaginn 2. desember nk. kl. 13. Ţar koma fram Sigurđur Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru sónata fyrir selló og píanó eftir Claude Debussy, Myndir á ţili eftir Jón Nordal og sónata fyrir selló og píanó eftir Dimitri Shostakovich.

Um tónleikaröđina TKTK

Tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs var hleypt af stokkunum af Kópavogsbć í samvinnu viđ kennara skólans og Salinn haustiđ 2000 og hefur reynst dýrmćtt tćki til símenntunar. Hér er kennurum búinn ákjósanlegur vettvangur til ađ vinna ađ ţeirri frumsköpun, sem er svo mikilvćgur ţáttur í ţjálfun hvers tónlistarmanns og um leiđ í starfi kennarans. Fimm tónleikar eru áformađir í TKTK röđinni á starfsárinu, ţar sem kennarar Tónlistarskóla Kópavogs kveđa sér hljóđs. Á ţessum vettvangi gefst nemendum og ađstandendum ţeirra kostur á ađ hlusta á kennara skólans og kynnast ţeim betur sem listamönnum, en tónleikarnir eru annars opnir öllum. Tónleikarnir eru klukkustundar langir án hlés.

Efnisskrá

 • Claude Debussy
  Sónata fyrir selló og píanó (1915)
    Prologue
    Sérénade
    FinaleI
   
 • Jón Nordal 
  Myndir á ţili (1992)
    Brostin augu vatnanna
    Ţegar íshjartađ slćr
    Skrifađ í vindinn
    Allt međ sykri og rjóma
   
 • Dimitri Shostakovich
  Sónata fyrir selló og píanó op.40 (1934)
    Allegro non troppo
    Allegro
    Largo
    Allegro

Um flytjendur

Sigurđur Bjarki Gunnarsson sellóleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík áriđ 1995 undir handleiđslu Gunnars Kvaran. Sigurđur lauk Bachelors-prófi frá Manhattan School of Music áriđ 1998 ţar sem kennari hans var David Soyer og Masters-prófi frá Juilliard-skólanum í New York áriđ 2000 sem nemandi Harvey Shapiro. Auk ţess ađ starfa í Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur Sigurđur Bjarki komiđ fram međ Kammersveit Reykjavíkur, Caput-hópnum, Tríói Reykjavíkur og Kasa-hópnum. Sigurđur hefur einnig komiđ fram á sumartónleikum í Skálholti auk ţess ađ taka ţátt í sumartónleikum á Kirkjubćjarklaustri og tónlistarhátíđinni í Mývatnssveit. Sigurđur Bjarki kennir viđ Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónmenntaskóla Reykjavíkur.

Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík áriđ 1985 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ 1984. Hún hefur komiđ fram á fjölda einleiks- og kammertónleika á Íslandi, í Evrópu, í ţrettán fylkjum Ameríku og fimm ríkjum Kanada og Japan. Fjölmargir ţessara tónleika hafa veriđ haldnir í alţjóđlegum stórborgum á borđ viđ New York, Washington D.C., Seattle, París, London, Tokyo, Toronto, Vancouver, Calgary og Kaupmannahöfn. Ennfremur má nefna ţátttöku í tónlistarhátíđum og kennslu á tónlistarnámskeiđum, tónlistarflutning í sjónvarpi og útvarpi innanlands og erlendis, m.a. í ABC Classic FM í Ástralíu, WNYC, WPKT, WWFM og NPR í Bandaríkjunum, CBC Radio í Kanada, Kulturradio hr2 í Ţýskalandi, Sveriges Radio í Svíţjóđ, Danmarks National Radio í Danmörku og Faroese National Radio í Fćreyjum. Nína Margrét hefur leikiđ einleik međ ýmsum hljómsveitum m.a. Kammersveit Reykjavíkur og Royal Chamber Orchestra í Tokyo. Hún hefur einnig starfađ međ ýmsum kammerhópum t.a.m. KaSa hópnum, Blásarakvintett Reykjavíkur, Nomos Duo og Íslenska Tríóinu.

Nína Margrét hefur hljóđritađ ţrjá geisladiska fyrir BIS, NAXOS Classical og Skref sem allir hafa hlotiđ frábćra dóma í innlendum og erlendum fagtímaritum, m.a. í Gramophone, BBC Music Magazine, High Fidelity, Fanfare og American Record Guide. Hún hefur yfir tuttugu ára kennslureynslu í píanóleik og kammertónlist, og starfađi m.a. viđ Bloomingdale tónlistarskólann í New York í fimm ár. Hún er nú deildarstjóri viđ Tónlistarskóla Kópavogs, prófdómari fyrir Prófanefnd tónlistarskóla og kennir á námskeiđum fyrir píanónemendur Listaháskóla Íslands og viđ Tónlistarskólann í Reykjavík. Nína Margrét er ennfremur höfundur fyrstu rannsóknarritgerđar um íslenska píanótónlist: "Icelandic Piano Music - History and Development" (Department of Music, City University, London, 1989) og "Recognizing the value of music as an emotional and cognitive stimulus" (City University, London, 1989). Úrdrćttir ţessara ritgerđa birtust í Morgunblađinu 1998, í Ný Menntamál 1991, í Ríkisútvarpinu 1991 og í Íslensk píanótónlist 1992. Nína Margrét lauk LGSM performance diploma 1988 frá Guildhall School of Music and Drama í London, MA music performance gráđu frá City University of London 1989 og Professional Studies post-graduate diploma frá Mannes College of Music í New York 1993. Međal kennara hennar má nefna Agustin Anievas, Diane Walsh, Philip Jenkins og Halldór Haraldsson.

Ađgangseyrir

 • Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
 • Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
 • Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
 • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
 • 12 ára og yngri: Frítt

Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

 
 

 

 

Nína Margrét 
Grímsdóttir

Sigurđur Bjarki 
Gunnarsson

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is