Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2007

 

Fréttir

4. janúar 2007

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna

Nemendur í strengjasveit III og nokkrir nemendur á blásturshljóđfćri taka um ţessar mundir ţátt í hljómsveitarnámskeiđi á vegum Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna. Tilgangur námskeiđsins ađ gefa nemendum í miđ- og framhaldsnámi kost á ţjálfun í ađ spila í stórri hljómsveit. Námskeiđinu lýkur međ tónleikum í Langholtskirkju laugardaginn 27. janúar nk. kl. 16.

Ţetta er ţriđja starfsár Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna. Hljómsveitina skipa ađ ţessu sinni nemendur úr Tónlistarskóla FÍH, Tónlistarskóla Hafnarfjarđar, Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarskóla Reykjanesbćjar, Tónlistarskóla Seltjarnarness, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Tónlistarskólanum á Akranesi, Tónlistarskóla Garđabćjar, Listaskóla Mosfellsbćjar, Nýja tónlistarskólanum og Tónskólanum Do-Re-Mi, alls um 100 tónlistarnemar. Stjórnandi er Guđni Franzson.

Viđfangsefni sveitarinnar eru: 

  • A Grand Grand Festival Overture op. 57 eftir Sir Malcolm Arnold
  • Sirkus-Músík eftir Elías Davíđsson
  • Búkolla - konsert fyrir klarínettu og hljómsveit, eftir Ţorkel Sigurbjörnsson
  • Svíta nr. 1 op. 46 úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg
  • Nótt á Nornastóli eftir Modest Mussorgsky

Allt eru ţetta verkefni sem gćtu prýtt efnisskrá fullveđja sinfóníuhljómsveitar hvar sem er í heiminum.

Ćfingar

Sjá tilkynningu um ćfingar

 

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is