Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2007

 

Fréttir

28. apríl 2007

Spćnsk strengjasveit í heimsókn

Strengjasveit Tónlistarskóla "José Perez Barceló" í Benidorm heimsćkir Tónlistarskóla Kópavogs dagana 28. apríl-2. maí. Hljómsveitin, sem er skipuđ tónlistarnemum á aldrinum 14-22 ára, heldur tónleika í Salnum mánudaginn 30. apríl kl. 19.30.
Á efniskránni eru verk eftir Pachelbel, Vivaldi, Bach, Holst og Badelt. Fjórir einleikarar koma fram í konsert fyrir fjórar fiđlur op. 3 eftir Vivaldi. Ţá kemur einnig fram strengjasveit Tónlistarskóla Kópavogs og leikur međ í lokaverkinu.

Tónlistarskóli "José Pérez Barceló" í Benidorm var stofnađur áriđ 1984 sem hérađstónlistarskóli í Marina Baixa, en fékk viđurkenningu áriđ 1995 sem opinber tónlistarskóli međ réttindanám. Í skólanum kenna 26 kennarar á ţau 15 hljóđfćri sem í bođi eru. Auk ţeirra tónleika sem nemendur koma fram á innan skólans sem hluti af námi sínu, taka ţeir ţátt í ýmsum menningarviđburđum sem skólinn stendur ađ. Skólinn hefur á undanförnum árum skipst á nemendaheimsóknum viđ fjölmarga ađra skóla, bćđi innan hérađs, á landsvísu og út fyrir landsteinana. Međal ţeirra má nefna strengjasveit Tónlistarskóla Kópavogs sem heimsótti Benidorm og hélt ţar tónleika í maí 2006.

Síđastliđin ţrjú ár hefur hljómsveit "José Pérez Barceló" tónlistarskólans spilađ á opnunartónleikum alţjóđlega tónlistarnámskeiđsins í Benidorm. Hefur hljómsveitin orđiđ ţess heiđurs ađnjótandi ađ spila međ víđfrćgum hljóđfćraleikurum, s.s. flautuleikaranum Benoit Fromanger, saxófónleikaranum Pedro Ituralde og trompetleikaranum Maurice André.

Stjórnandi hljómsveitarinnar, Pedro Salinas Robles, stundađi nám í klarínettuleik og hljómsveitarstjórn viđ tónlistarháskólana í Valencia og Rotterdam, ţađan sem hann lauk prófum međ láđi. Hann hefur stjórnađ ýmsum hljómsveitum og lúđrasveitum á Spáni og í Hollandi.

Ađgangur ađ tónleikunum á mánudagskvöld er ókeypis og eru allir tónlistarunnendur hvattir til ađ mćta.

 
 

 

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is