Flauta og píanó er yfirskrift fyrstu
tónleika vetrarins sem haldnir verđa í Salnum Kópavogi,
laugardaginn 13. október 2007 kl. 13.00. Flytjendur eru
Margrét Stefánsdóttir, ţverflautuleikari, og Sólveig
Anna Jónsdóttir, píanóleikari.
Efnisskrá
- Carl Czerny (1791-1857)
Duo Concertant í G-dúr op. 129
Allegro
Scherzo
Andantino grazioso
Rondo
- Atli Heimir Sveinsson (1938)
Intermezzo úr "Dimmalimm"
- Atli Ingólfsson (1962)
Ţrjár andrár
1. Áđur en hann flýgur
2. Svangur aftur
3. Áđur en ţau falla
- Robert Muczynski (1929)
Sónata fyrir ţverflautu og píanó op. 14
Allegro diciso
Scherzo
Andante
Allegro con moto
Um verkin
Carl Czerny (1791-1857) ţekkja allir sem einhvern
tíma hafa lćrt á píanó. Hann er ţekktastur fyrir
ógrynnin öll af píanóćfingum, sem hann samdi fyrir
nemendur á öllum stigum enda sjálfur vandvirkur og
eftirsóttur kennari. Ţessar ćfingar eru sumar
áhugaverđar og glćsilegar en flestar eru ţó fyrst og
fremst tćknićfingar. Ţví er ekki alveg víst ađ allir
sem lagt hafa stund á píanóleik, hugsi hlýlega til hans
eđa hafi áttađ sig á ţví ađ hann samdi mikiđ af
áheyrilegri tónlist af ýmsu tagi; hljómsveitarverk,
kammertónlist og kórtónlist. Czerny útsetti einnig
vinsćl verk jafnvel óperur fyrir píanó og stuđlađi
ţannig ađ útbreiđslu og hylli ţeirra.
Á miđjum aldri snéri hann sér alfariđ ađ
tónsmíđum. Samtímamenn hans og seinni heimildir bera
tónsmíđunum vel söguna en ţau féllu í skugga af
verkum hinna miklu tónskálda ţess tíma. Eru verk hans
enn sjaldséđ á tónleikaefnisskrám.
Taliđ er ađ Duo concertant hafi veriđ samiđ 1825.
Verkiđ hefur hefđbundna kaflaskiptingu klassískrar
sónötu. Fyrsti ţátturinn er í sónötuformi og nćst
kemur stutt og leikandi scherzo. Ţriđji ţátturinn er
lýrískur međ kraftmeiri miđkafla og svo erum viđ leidd
mjúklega inn í lokakaflann sem er fjörugt rondo. Í
verkinu skiptast á í báđum hljóđfćrum glćsilegar
runur og trillur og undurfagrar laglínur í bland viđ
dunandi dansstef. Ţađ er talsvert stórt í sniđum enda
hálfgerđur konsert fyrir bćđi hljóđfćrin eins og
nafniđ gefur til kynna.
Atli Heimir Sveinsson (1938) er eitt okkar
ţekktasta og virtasta tónskáld. Leikhústónlist hans
hefur ratađ beint í hjarta ţeirra sem á hlýđa. Eitt
vinsćlasta verk Atla Heimis er Intermezzo úr ballettinum
Dimmalimm sem hann samdi áriđ 1970 viđ sögu Muggs um
kóngsdótturina Dimmalimm og svaninn hennar. Upphaflega var
ţetta verk flutt af flautu og hörpu en var áriđ 1982
gefiđ út á nótum fyrir flautu og píanó.
Á međan ţessi litli ţáttur er leikinn, líđur ár
í sögunni um Dimmalimm. Hún bíđur döpur allan ţann
tíma eftir svaninum sínum, sem henni ţykir svo vćnt um.
Hún veit ekki enn ađ hann hefur breyst í prins og ţađ
er ást hennar sem hefur frelsađ hann úr álögum.
Atli Ingólfsson (1962) lauk námi í tónsmíđum
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík áriđ 1984 og
stundađi síđan framhaldsnám í Frakklandi og á Ítalíu
ţar sem hann starfađi einnig um árabil. Hann er nú
búsettur á Íslandi og stundar tónsmíđar og kennslu.
Hann er hljómfrćđkennari viđ Tónlistarskóla Kópavogs.
Atli samdi "ţrjár andrár" fyrir flautu og
píanó 1986 ţegar hann var viđ nám í Mílanó. Verkiđ
er eins og nafniđ bendir til í ţremur örstuttum
ţáttum. Ţeir virđast nćstum liđnir um leiđ og ţeir
hefjast en skilja ţó eftir sig óm af glettni og blíđu.
Robert Muczynski fćddist áriđ 1929 í
Bandaríkjunum og hefur veriđ mikilvirkur ţar vestra sem
píanóleikari og tónskáld og einnig sem prófessor viđ
virta háskóla. Hann hefur samiđ verk af ýmsum toga og
má telja sónötu hans op.14 eitt af mikilvćgustu
flautuverkum 20. aldarinnar. Hann samdi sónötuna áriđ
1960 og hún var frumflutt í Nice í Frakklandi ári
seinna. Sama ár hlaut verkiđ 1. verđlaun í
"Concours International de Composition" og hafa
vinsćldir ţess međal flautuleikara fariđ vaxandi ć
síđan.
Muczynsky sagđi sjálfur ađ hann vildi í ţessu verki
forđast klisjur, sem hann taldi einkenna mörg flautuverk
frá fyrri hluta 20. aldar, til dćmis fossandi nótnaflóđ
og skrautlegar strófur eđa ofur heiđríkar ljóđrćnar
línur. Hann vildi leggja áherslu á möguleika flautunnar
til ađ leika á hvassan og snarpan hátt, tónlist sem
vćri ađ mörgu leyti samţjöppuđ og ágeng.
Fyrstu tveir kaflar sónötunnar eru lýsandi dćmi um
ţetta, sá fyrri er ţó ţyngri á bárunni og alvarlegri
en scherzóiđ sem er fullt ákefđar en ţó međ
kćruleysissvip í bland. Ţriđji ţátturinn leitar inn á
viđ í djúpa kyrrđ sem er ţó ţrungin spennu á
köflum. Verkinu lýkur á nokkurs konar rondói međ
hrynföstum krafti og snerpu, ţar sem flautan fćr
einleikskadensu stuttu fyrir lokasprett beggja
hljóđfćranna.
Um flytjendur
Margrét Stefánsdóttir hóf tónlistarnám viđ
Tónlistarskólann á Akureyri og síđan viđ
Tónlistarskólann í Reykjavík. Áriđ 1999 lauk hún
Doktor of Musical Arts gráđu frá University of Illinois
undir handleiđslu Alexander Murray. Doktorsritgerđ
Margrétar nefnist Pedagogical and Musical Aspects of Flute
Duets. Margrét hefur víđtćka reynslu af
tónlistarkennslu en hún hefur starfađ bćđi hér á
landi og í Bandaríkjunum. Margrét er nú kennari viđ
Tónlistarskóla Kópavogs.
Sólveig Anna Jónsdóttir stundađi píanónám
viđ Tónlistarskólann á Akureyri, Tónlistarskólann í
Reykjavík og University of Houston í Texas. Međal kennara
hennar voru Philip Jenkins, Halldór Haraldsson og Nancy
Weems. Sólveig Anna hefur lengst af haft píanókennslu og
međleik međ nemendum ađ ađalstarfi, nú í
Tónlistarskóla Kópavogs ţar sem hún er einnig
deildarstjóri píanódeildar. Hún hefur auk ţess starfađ
međ einsöngvurum og kórum, einleikurum og kammerhópum og
komiđ fram á tónleikum hérlendis og erlendis.
Ađgangseyrir
- Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
- Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
- Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
- Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
- 12 ára og yngri: Frítt
Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga
kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.
|