Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2007

 

Fréttir

12. nóvember 2007

Tónleikaröđ kennara: Fagott í forgrunni

Á TKTK tónleikunum 24. nóvember nk., sem bera yfirskriftina Fagott í forgrunni, verđa flutt fjögur verk fyrir fagott og strengi, tvö íslensk verk fyrir fagott, fiđlu, víólu og selló eftir ţá Lárus H. Grímsson og Pál Pampichler Pálsson, og tvö erlend verk fyrir fagott og strengjakvintett eftir Feneyinginn Antonio Vivaldi og Frakkann Jean Francaix. Allt eru ţetta vel heppnuđ einleiksverk fyrir fagott. 

Flytjendur eru Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagott, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiđla, Margrét Kristjánsdóttir, fiđla, Guđrún Ţórarinsdóttir, víóla, Pawel Panasiuk, selló, Ţórir Jóhannsson, kontrabassi, og Guđrún Óskarsdóttir, semball.

Miklu minna hefur veriđ skrifađ fyrir einleiksfagott í gegnum aldirnar en fyrir mörg önnur hljóđfćri eins og t.d. fiđlu og píanó sem búa mjög vel ađ frábćrum einleiksverkum. Meira ađ segja hin tréblásturshljóđfćrin (flauta, óbó og klarinett), fjölskyldan sem fagottiđ tilheyrir eru yfirleitt mun betur stödd í ţessu tilliti en fagottiđ. Í hefđbundnum skilningi er fagottiđ međleikshljóđfćri, mest notađ í kammermúsík og hljómsveit. Ţađ var ekki fyrr en á 20. öld sem ţetta viđhorf tók ađ breytast og tónskáld fóru ađ skrifa fyrir fagott sem einleikshljóđfćri. Ţó eru til nokkrir fagottkonsertar frá klassíska tímabilinu, t.d. eftir Mozart sem var mjög hrifin af fagottinu, en stćrsta undantekningin er ađ til eru tćplega 40 konsertar eftir barokktónskáldiđ frćga, Antonio Vivaldi.

Efnisskrá

 • Antonio Vivaldi
  Konsert í Es-dúr, F VIII, No. 27 (Pincherle 433)
  fyrir fagott, strengi og fylgirödd (sembal)
 • Páll Pampichler Pálsson
  Ágústsonnetta fyrir fagott, fiđlu, víólu og selló
 • Lárus H. Grímsson
  Tales from a Forlorn Fortress
  fyrir fagott, fiđlu, víólu og selló
 • Jean Françaix
  Divertissement fyrir fagott og strengjakvintett

Um verkin

Antonio Vivaldi (1678-1741) sem oft var kallađur Il Prete Rosso (Rauđi presturinn) var feneyskur prestur og tónskáld, en einnig frćgur einleikari á fiđlu. Pabbi hans kenndi honum ađ leika á fiđlu ţegar hann var strákur og ţeir ferđuđst saman og héldu tónleika vítt og breitt um Feneyjar sem ţá var lýđveldi og heilt hérađ í kringum borgina. Ţegar Vivaldi var 25 ára (1703) varđ hann maestro di violino eđa fiđlukennari viđ munađarleysingjahćliđ Pio Ospedale della Pietá.

Ţađ voru fjögur slík hćli í Feneyjum og var ţeim ćtlađ ađ veita einstćđum börnum menntun og skjól. Drengjunum var kennd iđn og urđu ađ yfirgefa stofnunina 15 ára gamlir. Stúlkurnar hlutu tónlistarmenntun og ţćr hćfileikaríkustu urđu síđar međlimir í hljómsveit og kór Ospedale. Eftir ađ Vivaldi kom til starfa urđu nemendurnir margir ţekktir utan Feneyja og flesta konsertana og stóran hluta af tónverkum sínum skrifađi hann fyrir ţá. Getum er ađ ţví leitt ađ í skólanum hafi veriđ stúlka sem hafi veriđ yfirburđa fagottleikari og gefiđ Vivaldi innblástur og tilefni til ađ skrifa a.m.k. 37 einleikskonserta fyrir fagott.

Páll Pampichler Pálsson fćddist áriđ 1928 í Graz, Austurríki. Hann hóf tónlistarnám ţar ellefu ára gamall, lagđi stund á trompet-, fiđlu- og píanóleik, tónsmíđar og hljómsveitarstjórn og var ráđinn sem trompetleikari viđ Fílharmóníusveitina í Graz ađeins 17 ára. Áriđ 1949 fluttist hann til Íslands, varđ fyrsti trompetleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og stjórnandi Lúđrasveitar Reykjavíkur. Áriđ 1971 var Páll fastráđinn sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hann stjórnađi einnig Karlakór Íslands í aldarfjórđung og var einn af stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur. Ţađ má ţví međ sanni segja ađ framlag Páls til íslenskrar tónlistarmenningar sé mikiđ og ómetanlegt. Hann var stjórnandi Barnalúđrasveitar Reykjavíkur ásamt Stefáni Stephensen ţegar Kristín Mjöll fagottleikari hóf sitt tónlistarnám á vegum Barnalúđrasveitarinnar, ţá á flautu. Páll verđur áttrćđur á nćsta ári og býr nú í heimaborg sinni, Graz.

Páll hefur samiđ eitthvađ á annađ hundrađ tónverk, ađallega kammerverk, en einnig fyrir hljómsveit, lúđrasveit og kór, einkum karlakór. Ágústsonnettu fyrir fagott, fiđlu, víólu og selló samdi hann í ágúst áriđ 1991 ađ hvatningu Björns Th. Árnasonar fagottleikara og er hún til í hljóđupptöku á geisladiski Kammersveitar Reykjavíkur, Kristallar, sem tileinkađur er tónlist Páls. Verkiđ skiptist í stutta taktfasta kafla sem renna saman og nćr hámarki sínu í fúgu á undan dulrćnum lokakafla sem er endurtekning á ţeim fyrsta en nú spila strengirnir con sordino (međ dempara) og fagottlínan liggur áttund ofar.

Lárus Halldór Grímsson (f. 13. desember 1954) hefur ađ mörgu leyti fetađ í fótspor Páls, fćst viđ hljómsveitarstjórn, hljóđfćraleik, blásarakennslu og tónsmíđar. Hann stjórnar Lúđrasveit Reykjavíkur og Skólahljómsveit Vesturbćjar og Miđbćjar. Hann kennir bćđi í tengslum viđ Skólahljómsveit Vesturbćjar og viđ Tónlistarskóla Seltjarnarness á ţverflautu, klarínett og saxófón.

Lárus byrjađi 10 ára gamall ađ spila á ţverflautu međ Skólahljómsveit Vesturbćjar. Áriđ 1971 hóf hann svo nám viđ Tónlistarskólann í Reykjavík, ţar sem hann hélt áfram flautunáminu. Á ţessum árum lék Lárus á flautu og hljómborđ í ýmsum metnađarfullum hljómsveitum, lengst í Eik einni af fyrstu hrynsveitum landsins sem frumsamdi alla sína tónlist. Áriđ 1979 lá leiđin til hollensku hljóđrannsóknastofnunarinnar, Instituut voor Sonologie, í Utrecht og ađ námi loknu stundađi Lárus áfram tónsmíđar viđ stofnunina.

Flest verka Lárusar eru raftónverk, ýmist leikin ein sér af segulbandi eđa í samleik viđ eitt eđa fleiri hefđbundin hljóđfćri. Eftir 1990 hefur ţó hefđbundin hljóđfćraskipan sótt á og meirihluti verka hans veriđ án rafmagns, ţar á međal Tales From a Forlorn Fortress. Lárus hefur einnig samiđ tónlist fyrir leikhús, sjónvarpsleikrit og kvikmyndir.

Lárus samdi Tales from a Forlorn Fortress (Sögur úr yfirgefnu virki) áriđ 1993 og hafđi ţá sérstaklega í huga fagottleikarann "fingralanga" Brján Ingason. Verkiđ skiptist í hćgan, ljóđrćnan inngang hjá sellóinu og hrađari og rytmískari meginbálk ţar sem fagottiđ er oftast í ađalhlutverki á móti strengjahljóđfćrunum, í ćtt viđ stuttan konsertţátt. Ţađ má leika sér ađ ţví ađ ímynda sér fagottiđ í hlutverki sögumanns međ hliđsjón af nafni verksins. Verkiđ er til í hljóđupptöku Caput-hópsins á geisladiski frá 1995, Animato.

Jean Françaix var fćddur í Le Mans í Frakklandi áriđ 1912 og lést í París fyrir tíu árum, áriđ 1997. Hann var eftirsóttur píanóleikari, bćđi sem einleikari og í kammertónlist. Ađalstarf hans voru ţó tónsmíđar og samdi hann yfir 200 tónverk fyrir öll möguleg hljóđfćri og samsetningar, allt fram til ţess ađ hann lést 85 ára ađ aldri. Françaix hafnađi atonal og formlausum tónsmíđum og samdi sjálfur fyrst og fremst í nýklassískum stíl. Stíllinn hans bar mjög persónuleg einkenni allt frá byrjun, hann er mjög léttur, gáskafullur og Françaix vefur gjarnan ţéttriđiđ net samtala á milli hljóđfćranna. Verkin hans eru aldrei auđveld í flutningi, krefjast bćđi tćknilegrar fullkomnunar og nákvćmni í samleik.

Divertissement fyrir fagott og strengjakvintett er samiđ áriđ 1942 og dćmigert fyrir stíl Françaix. Ţetta er einskonar konsert eđa konsertínó (lítill konsert) í fjórum köflum. Sá fyrsti er hrađur og fisléttur, annar kaflinn líđur áfram í innilegum en látlausum laglínum, sá ţriđji liđugur og rytmískur scherzo-ţáttur og lokaţátturinn dramatísk flugeldasýning. Ţađ leikur enginn vafi á ţví ađ ţetta verk eitt af ţeim skemmtilegustu og best skrifuđu sem samin voru á síđustu öld fyrir einleiksfagott.

Ađgangseyrir

 • Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
 • Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
 • Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
 • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
 • 12 ára og yngri: Frítt

Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is