Gamanóperan La Canterina eftir J. Haydn
verđur flutt í Salnum miđvikudaginn 4. júní
kl. 18.00 ađ loknum skólaslitum og fimmtudaginn
5. júní kl. 20.00. Flutningurinn tekur 40
mínútur og ađgangur er ókeypis á međan
húsrúm leyfir. Leikstjórn er í höndum Önnu
Júlíönu Sveinsdóttur, söngkennara skólans,
og píanóleik annast Krystyna Cortes.
Joseph Haydn samdi gamanóperuna La Canterina
(Söngkonan) áriđ 1767 ţegar hann var í
ţjónustu Esterhazy fjölskyldunnar. Ekki er
vitađ hver samdi textann en hann fjallar á
gamansaman hátt um söngkonuna Gasparinu sem
ásamt ađstođarkonu sinni, Apolloníu reynir ađ
ná endum saman. Tónlistarstjórinn Don Pelagio
er hrifinn af Gasparinu og útvegar henni
húsaskjól. Dag nokkurn uppgötvar hann ađ
ađalsmađurinn Don Ettore gerir sér dćlt viđ
Gasparinu og allt fer í bál og brand. Don
Pelagio vísar báđum konunum á dyr en
Gasparínu tekst međ klókindum ađ breyta
örlögunum sér í hag og báđir herrarnir gefa
henni gull og gersemar.
Flytjendur:
Don Pelagio: Ragnar Ólafsson
Gasparina: Ragnheiđur Sara Grímsdóttir
Apollonia: Elva Lind Ţorsteinsdóttir
Don Ettore: Elín Arna Aspelund
|