Laugardaginn 6. desember nk. kl. 13.00 verđa
ađrir tónleikarnir í tónleikaröđ kennara
Tónlistarskóla Kópavogs á ţessu starfsári. Ţar munu
Svava Bernharđsdóttir, Pawel Panasiuk og Ţórir
Jóhannsson flytja tónverk
fyrir víólu, selló og kontrabassa.
Ţessum tónleikum er međal annars ćtlađ ađ gefa
tónleikagestum tćkifćri á ađ upplifa dekkri lit
strengjahljóđfćranna. Hér er engin fiđla međ eins og
yfirskrift tónleikanna vísar til. Öll fá hljóđfćri
tćkifćrin til ađ láta ljós sín skína ţó ađ flest
ţekkist ţau sem einleikshljóđfćri (kontrabassinn ţó
síst).
Efnisskrá
- G. Rossini
Duo fyrir selló og kontrabassa
- Allegro
- Andante molto
- Allegro
- R. Gliere
Svíta fyrir víólu og kontrabassa
- Prelude
- Gavotte
- Wiegenlied
- Intermezzo
- Scherzo
- M. Haydn
Divertimento fyrir víólu, selló og kontrabassa
- Adagio con Variazioni
- Menuetto
- Presto
Um verkin og höfunda
Reinhold Gliere fćddist í Kiev 1875. Hann
lćrđi tónsmíđar í konservatoríinu í Moskvu en átti
sjálfur eftir ađ kenna tónskáldum eins og Prokofiev og
Khachaturian. Eftir hann liggja meira en hundrađ verk m.a.
ţrjár sinfóníur, sex óperur, hljómsveitarverk ýmiss
konar o.fl. Hann samdi líka fjögur verk fyrir kontrabassa
og píanó sem eru í miklum metum hjá bassaleikurum í
dag. Verkiđ á efnisskránni er upphaflega samiđ fyrir
selló og fiđlu og ţá í átta köflum. Frank Proto hefur
tekiđ fimm kafla og umskrifađ ţá fyrir víólu og
kontrabassa.
Dúó fyrir selló og kontrabassa samdi Cioachino
Antonio Rossini (1792-1868) áriđ 1824 í heimsókn til
London fyrir sir David Salomons sem lék á selló og
Domenico Dragonetti mesta kontrabassasnilling ţess tíma.
Ítölsk tónlist virtist vera í miklum metum á ţessum
árum í London og nutu ţeir góđs af Rossini, Dragonetti
og Paganini svo einhverjir séu nefndir. Rossini var ekki
alls ókunnur möguleikum kontrabassans. Eitt af
bernskubrekum var ađ semja sex strengjasónötur fyrir
tvćr fiđlur, selló og kontrabassa, ţá ađeins tólf
ára gamall. Hann samdi einnig lítiđ lag fyrir kontrabassa
og píanó "Une larme pour basse". Eins og međ
sónöturnar er dúóiđ létt og leikandi en einnig
"virtúósískt" og gerir miklar kröfur til
hljóđfćraleikaranna.
Eins og stóri bróđir Joseph, var Michael Haydn
mjög afkastamikiđ tónskáld. Hann fćddist áriđ 1737 í
Rohrau í Austurríki og lést 1806 í Salzburg. Tvítugur
var hann orđinn kapellmeister í Grosswardein. 1763 flutti
hann til Salzburg ţar sem hann bjó ćvina á enda sem
konsertmeistari, organisti og kennari međal annars.
Nemendur hans voru m.a. C.M. von Weber og Diabelli. Ţetta Divertimento (skemmtitónlist) fannst á seinni hluta síđustu aldar inni í
sellórödd sónötu eftir Francesco Saverio Richter í The
Royal College of Music í London.
Um flytjendur
Svava Bernharđsdóttir víóluleikari, lauk DMA
gráđu (Doctor of Musical Arts) frá Juilliard skólanum í
New York 1989. Hún hefur unniđ í Sviss, Ţýskalandi,
Slóveníu og síđan Íslandi sem hljómsveitarspilari,
kammertónlistarmađur og kennari. Svava er fastráđin viđ
Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir m.a. viđ
Tónlistarskóla Kópavogs.
Pawel Panasiuk lauk meistaraprófi í sellóleik
frá Chopin- Akademíunni í Varsjá og síđan Postgraduate
Diploma frá Trinity College of Music í London. Frá árinu
1999 hefur Pawel búiđ á Íslandi. Hann er sellóleikari
í Sinfóníuhljómsveit Norđurlands og hefur einnig
leikiđ einleik međ hljómsveitinni. Pawel kennir
sellóleik viđ Tónlistarskóla Árnesinga og
Tónlistarskóla Kópavogs.
Ţórir Jóhannsson lauk Postgraduate Diploma frá
the Royal Northern College of Music áriđ 1992 og er hann
nú fastráđinn sem kontrabassaleikari hjá
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ţórir kennir í
Tónlistarskóla Kópavogs og er virkur í
kammertónlistarlífi Reykjavíkur. Frá og međ haustinu
2008 hefur hann ţegiđ laun úr Listasjóđi til í sex
mánađa.
Ađgangseyrir
- Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
- Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
- Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
- Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
- 12 ára og yngri: Frítt
Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga
kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.
|