Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2009

 

Fréttir

3. janúar 2009

Tónleikaröđ kennara: Barokktónlist 

Laugardaginn 17. janúar nk. kl. 13.00 verđa ţriđju tónleikarnir í tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs á ţessu starfsári. Ţar mun Guđrún Óskarsdóttir, semballeikari, flytja fjölbreytt tónverk frá barokktímabilinu.
 

Efnisskrá

 • Henry Purcell (1659-1695)
  Svíta í a-moll Z.663
  - Prelude
  - Almand
  - Corante
  - Saraband
 • Johann Sebastian Bach (1685-1695)
  Frönsk svíta í c-moll, BWV 813
  - Allemande
  - Courante
  - Sarabande
  - Air
  - Menuet
  - Gigue
 • Domenico Scarlatti (1685-1757)
  Sónata í G-dúr K.284 Allegro
  Sónata í C-dúr K.132 Cantabile
 • François Couperin (1668-1733)
  Úr fjórđu bók, 25. svíta:
  - La Visionaire
  - La Mistérieuse
  - La Monflambert
  - La Muse victorieuse
  - Les Ombres errantes

Um verkin og höfunda

Henry Purcell fćddist í London. Ţađ er ýmislegt á reiki um hverjir foreldrar hans voru en ljóst er ađ ţađ voru ýmsir tónlistarmenn í fjölskyldunni. Purcell ólst upp viđ enska sönghefđ og byrjađi snemma ađ setja nótur á blađ. Hann starfađi sem tónskáld, bassa- og kontratenórsöngvari. Purcell er í dag talinn međ mestu tónskáldum Englendinga. Verk hans fyrir sembal eru annars vegar átta svítur, tileinkađar Önnu prinsessu, og hins vegar smáverk, sum útsetningar á leikhústónlist hans. Ţetta eru einföld verk en ákaflega heillandi.

Johann Sebastian Bach er ţekktasta tónskáldiđ í stórri tónlistarfjölskyldu. Auk ţess ađ vera tónskáld lék hann á hin ýmsu hljóđfćri, ţó hljómborđiđ hafi veriđ hans ađalhljóđfćri. Enginn veit raunverulega hvađan nafniđ "Franskar svítur" kemur. Líklega ekki frá Bach sjálfum. Ţađ birtist fyrst á prenti í ćvisögu Bachs eftir Forkel, nokkru eftir lát Bachs. Ţó nafniđ bendi til ţess eru frönsku svíturnar ekki allar í frönskum stíl, alls ekki, margir kaflar eru einmitt í ítölskum stíl. Ţetta eru miklu stćrri og viđameiri verk en svítur Purcells.

Domenico Scarlatti var sonur Alessandros Scarlattis sem var frćgt tónskáld í Napolí á Ítalíu. Hann var tónskáld, semballeikari og kennari. Hann flutti til Lissabon áriđ 1719. Hluti af starfi hans ţar var ađ kenna hinni efnilegu prinsessu Maríu Barböru á sembal. Ţegar hún giftist Fernando krónprinsi Spánar flutti Scarlatti međ henni til Madrid og bjó viđ spćnsku hirđina til ćviloka. Frćg er sagan um keppni milli Domenicos Scarlattis og Händels. Ţeir kepptu bćđi í sembal- og orgelleik og varđ Scarlatti hlutskarpari í semballeiknum en Händel í orgelleiknum. 

Scarlatti samdi 550 sónötur fyrir sembal. Ţćr eru ekki í hinu hefđbundna sónötuformi klassíska tímans heldur eru ţetta verk í einum kafla, lang oftast tvískipt. Sónötur Scarlattis eru undir áhrifum frá spćnskri dans- og gítartónlist.

Francois Couperin kemur líka úr tónlistarfjölskyldu, röđ organista viđ St. Gervais kirkjuna í París. Auk ţess ađ vera organisti starfađi hann viđ hirđina m.a. viđ ađ kenna börnum konungs á sembal. Hann var oft kallađu "Le grand" ţ.e. hinn mikli, til ađgreiningar frá hinum Couperinunum. Hann gaf út fjórar bćkur međ sembalverkum (samtals 220) og skipti ţeim niđur í 27 rađir eđa svítur. Einnig samdi hann kennslubók í semballeik sem heitir "Listin ađ leika á sembal" og er bráđskemmtileg lesning. Verkin sem ég leik eru úr síđustu bókinni hans. Hann var orđinn mjög heilsulaus ţegar hún var gefin út. Fyrsta og ţriđja verkiđ í röđinni hafđi týnst en hann treysti sér ekki til ađ semja ný í stađinn og lét ţetta fara svona. Verkin í fyrstu bókinni eru í hefđbundnu svítuformi, röđ af dönsum, en eftir ţví sem líđur á fer hann frjálslegar međ formiđ. Í 25. röđ eru flestir danskaflar horfnir.

Verkin bera öll nöfn, mis dularfull:
La Visionaire, er nokkurs konar franskur forleikur.
La Misterieuse, nafniđ vísar hugsanlega til hljómagangsins.
La Monflambert, svo hét kona vínkaupmanns konungs.
La Muse victorieuse, sigursćla menntagyđjan, úthverfur kafli.
Les Ombres errantes, reikandi skuggar. Hér horfir tónskáldiđ inn á viđ.

Couperin sagđi sjálfur ađ hann vildi frekar láta hreyfa viđ tilfinningum sínum en ađ koma sér á óvart.

Um flytjandann

Guđrún Óskarsdóttir nam semballeik hér heima hjá Helgu Ingólfsdóttur. Framhaldsnám stundađi hún hjá Anneke Uittenbosch viđ Sweelinck Conservatorium í Amsterdam, hjá Jesper Böje Christensen í Scola Cantorum í Basel og hjá Francoise Lengéllé í París. Guđrún hefur leikiđ inn á hljómdiska og komiđ fram sem einleikari, međleikari eđa sem ţátttakandi í kammertónlist á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og víđa í Evrópu. Hún leikur reglulega međ kammerhópnum Nordic Affect, Camerata Drammatica, Bachsveitinni í Skálholti, Caput-hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og međ Sinfóníuhljómsveit Íslands. Guđrún hefur unniđ í Íslensku óperunni, Strengjaleikhúsinu og međ Íslenska dansflokknum. Haustiđ 2007 tók hún ţátt í nútímatónlistarhátíđinni í Takefu í Japan og frumflutti ţar m.a. ţrjú verk fyrir flautu og sembal ásamt Kolbeini Bjarnasyni, flautuleikara. Guđrún hefur kennt viđ Tónlistarskóla Kópavogs síđan 2006.

Ađgangseyrir

 • Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
 • Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
 • Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
 • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
 • 12 ára og yngri: Frítt

Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

[ Til baka á Fréttir 2009 ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is