Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2009

 

Fréttir

2. mars 2009

Tónleikaröđ kennara: Karnival dýranna 

Laugardaginn 7. mars nk. kl. 13.00 verđa fjórđu tónleikarnir í tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs á ţessu starfsári. Á efnisskránni eru Flug býflugunnar eftir Rimsky-Korsakov og Karnival dýranna eftir Saint-Saëns.
 


Flytjendur

  • Guđrún Ásmundsdóttir, sögumađur
  • Sigurţór Heimisson, sögumađur
  • Pamela De Sensi, flauta/piccolo
  • Arngunnur Árnadóttir, klarínett
  • Peter Máté, píanó
  • Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanó
  • Martin Frewer, fiđla
  • Helga Ragnheiđur Óskarsdóttir, fiđla
  • Ásdís Hildur Runólfsdóttir, víóla
  • Sigurđur Bjarki Gunnarsson, selló
  • Hávarđur Tryggvason, kontrabassi
  • Frank Aarnink, sílófónn
  • Steingrimur Ţórhallsson, harmoníum

Efniskrá

  • N. Rimsky-Korsakov
    Flug býflugunnar
    - flauta og kontrabassi
     
  • C. Saint-Saëns
    Karnival dýranna, svita
      I. Inngangur og konunglegur mars ljónanna
      II. Hćnur og hanar
      III. Villtir asnar (hröđ dýr)
      IV. Skjaldbökur
      V. Fíllinn
      VI. Kengúrur
      VII. Fiskabúr
      VIII. Karakterar međ löng eyru
      IX. Gaukurinn í skóginum
      X. Fuglabúr
      XI. Píanistar
      XII. Steingervingar
      XIII. Svanurinn
      XIV. Lokaţáttur

Um tónskáld og verk

Nikolai Andreyevich Rimsky-Korsakov (18. mars 1844 - 21. júni 1908) gekk í herskóla og var liđsmađur í rússneska flotanum áđur en hann helgađi líf sitt tónlistinni. Hann var einn úr hópi fimmmenninganna sem settu sér ţađ markmiđ ađ skapa ţjóđlega rússneska tónlist á síđari hluta 19. aldar. Fćddist í Tikhvin í Rússlandi og ţar heyrđi hann fyrst einföldu ţjóđlögin sem heilluđu hann ćvilangt. Fyrstu áhugaefni hans voru ţó ekki á tónlistarsviđinu heldur brennandi löngun til ađ verđa flotaforingi. Hann gekk til liđs viđ sjóliđsforingjadeildina áriđ 1856 og samdi sinfóníu á međan hann var til sjós sem hann lauk svo viđ 1865 vegna hvatningar tónskáldsins Balakirev. Hljómsveitarútsetning verksins gaf góđ fyrirheit og í kjölfariđ var honum bođin prófessorstađa í tónsmíđum viđ tónlistarháskólann í Pétursborg. Hann var ţá 27 ára gamall. Ţótt hann vćri ekki hćfur til ađ gegna stöđunni tók hann viđ henni og varđ strax einn eljusamasti nemandinn og lćrđi í laumi um samhljóma og kontrapunkt. Skömmu síđar gekk hann ađ eiga Nadezhdu Purgold, sem einnig var tónskáld og á ţeim tíma miklu hćfari tónlistarmađur en eiginmađur hennar. Á međan sjálfsnámi hans stóđ samdi hann tónverk sem voru bragđdauf og skólaleg en áriđ 1882 opinberađi ópera hans, Mjallhvít, nýjan og perónulegan stíl sem fólst í samţáttun draumóra og gamanleiks. En öllum til mikillar undrunar komu svo engar nýjar tónsmíđar frá honum á nćstu árum. Áriđ 1887, í flóđbylgju ferskrar sköpunargleđi, geysist hann ţó loks fram á völlinn međ Spćnsku Capriccio. Flutningur verksins var truflađur á ćfingum af lófataki frá hljómsveitinni sjálfri og ţađ var klappađ upp í heild sinni eftir frumflutninginn. Síđan kom Forleikur ađ rússneskri páskahátíđ og hiđ framandi Sheherazade sem byggt er á ţví sígilda ćvintýri Ţúsund og ein nótt. Öll verkin ţrjú bera vott um snilli Rimskís í hljómsveitarútsetningum. Áriđ 1888 heyrđi Rimskí fyrsta sinn flutning á Hringnum eftir Wagner og varđ svo gagntekinn ađ hann einsetti sér ađ semja ađeins óperur í framtíđinni. Á nćstu 20 árum samdi hann tólf óperur, ţar á međal Jólakvöld, Mozart og Salieri, sem hann byggđi á leikriti Pushkins, og eitt sinna bestu verka, Sadko. Síđasta ópera Rimskís, Gullni unghaninn (1907), sem er ádeila á einrćđiđ, var bönnuđ af rússnesku ritskođuninni og var ekki sýnd á međan hann lifđi. Nćmi hans fyrir hljómsveitarútsetningum er eins lifandi í ţessu verki og í öllum hans tónverkum.

"Flug býflugunnar" er hljómsveitar- "millispil" (interlude) samiđ af Nikalai Rimsky-Korsakov og er hluti af óperunni "Sagan af Szarnum Saltan" sem var samin 1899-1900. Međ ţessu verki lýkur ţriđja ţćtti, rétt eftir ađ töfrasvanurinn gefur prinsinum (syni Szarsins) leiđbeiningar um hvernig hann geti breytt sér í skordýr til ađ fljúga til föđur síns til ađ láta hann vita ađ hann sé á lífi. Jafnvel ţótt ađ svanurinn syngi í byrjun verksins í óperunni sjálfri er sá söngur ekki ţađ tengdur ađ honum er auđveldlega sleppt, ţví er auđvelt ađ taka ţetta frćga stef út og spila sjálfstćtt á tónleikum líkt og gert er hér í dag.

Camille Saint-Saëns fćddist í París í Frakklandi 9. október 1835. Fađir hans lést skömmu eftir fćđingu hans. Móđir hans leitađi ţá ađstođar hjá frćnku sinni, Charlotte, viđ uppeldiđ. Charlotte kynnti Saint-Saëns fljótlega fyrir píanóinu. Hann náđi á stuttum tíma góđum árangri. Fyrsta lagiđ samdi hann 4 ára gamall, en 12 árum seinna eđa ţegar hann var 16 ára gamall samdi hann sína fyrstu sinfóníu. Hann lćrđi ađ spila á orgel og aflađi sér tekna međ ţví ađ spila í kirkjum, ásamt ţví ađ semja. Saint-Saëns ţótti gríđarlega fćr á mörgum sviđum. Međal annars stundađi hann nám í landafrćđi og fornleifafrćđi. Ásamt ţví ađ semja tónlist samdi hann ljóđ og skrifađi eitt leikrit. Hann gifti sig áriđ 1875, konu ađ nafni Marie-Laure Truffot. Ţau eignuđust tvo syni sem dóu međ sex vikna millibili. Áriđ 1881 yfirgaf Saint-Saëns konu sína. Ţau skildu aldrei, heldur bjuggu í sitthvoru lagi ţađ sem eftir var. Síđustu árum ćvi sinnar eyddi Saint-Saëns í Algeirsborg í Alsír. Ţar lést hann 16. desember áriđ 1921. Jarđneskar leifar hans voru svo fluttar til Frakklands ţar sem hann var grafinn í Montparnasse kirkjugarđinum í París.

Karnival dýranna er hálfgert slys í röđ annars alvarlegra tónverka tónskáldsins. Ţessi "skepnuskapur" passar inn í franska hefđ sem frá Janequin til Poulenc, gegnum Rameau, Couperin, Daquin, Chabrier og Ravel, lýsir og hermir eftir dýrum. Undir yfirskyni ţess ađ mála dýr međ tónum er hann í verkinu hálfpartinn ađ gera grín ađ öđrum tónskáldum, ţar á međal sér sjálfum. Hinir fjórtán hlutar verksins eru tengdir saman á nýstárlegan hátt og kalla á óvenjulega hljóđfćraskipan, hálfgert millistig ćaa milli kammerhóps og sinfóníuhljómsveitar, og ţannig dregur Saint-Saëns fram fjölbreytta blöndu af gamansömum og svo ljóđrćnum hljóđáhrifum sem eru tengd nánum böndum stemningu hvers kafla fyrir sig. Paródíurnar (ţar sem tónskáldiđ tekur tónefni annarra tónskálda og leikur sér međ ţađ) sem hann notar í verkinu (frá Rameau, Offenbach, Berlioz, Mendelssohn, Czerny o.fl) eru skemmtilegar blekkingar sem tónskáldiđ býđur hlustendum upp á. Ţetta vinalega og einstaka verk var samiđ áriđ 1886 fyrir sellistann Lebouc, sem skipulagđi tónleika heima hjá sér fyrir öskudag (Mardi gras), og var ţađ fyrst flutt ţar 9. mars 1886. Aftur var ţađ flutt 2. apríl sama ár hjá Pauline Viardot ţar sem međal áheyrenda var Liszt sem varđ mjög hrifinn af útsetningu verksins. Saint-Saëns vildi aldrei ađ verkiđ yrđi gefiđ út og bannađi flutning ţess međan hann lifđi. Ađeins hinn frćgi ţáttur "Svanurinn" var undanskilinn ţessu banni. Karnival dýranna var loks gefiđ út áriđ 1922 og Gabriel Pierné stýrđi fyrsta almenna flutningi verksins 25. febrúar ţađ sama ár.

Ađgangseyrir

  • Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
  • Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
  • Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
  • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
  • 12 ára og yngri: Frítt

Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

[ Til baka á Fréttir 2009 ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is