Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2010

 

Fréttir

28. febrúar 2010

Tónleikaröđ kennara: Ekki er allt sem sýnist

Á TKTK tónleikunum 6. mars nk., sem bera yfirskriftina Ekki er allt sem sýnist verđa flutt verk eftir Giovanni Paolo Simonetti, Mel Bonis, Théodore Dubois og Daniele Zanettovich. 

Flytjendur eru Pamela De Sensi, ţverflauta, Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanó, og Ásdís Hildur Runólfsdóttir, víóla.

Efnisskrá

  • Giovanni Paolo Simonetti
    Sónata op.10 nr.2
      Preludio Largetto
      Allegro non troppo
      La Tomba del Sig.S. -Tempo di Sarabanda
      Conclusio. Cantabile e sostenuto
  • Mel Bonis (1858-1937)
    Scenes de la foret (1927)
      1. Nocturne
      2. A l´aube
      3. Invocation
      4. "Pour Artémis"
  • Théodore Dubois (1837-1924)
    Terzettino
  • Daniele Zanettovich (1950-)
    Sei Canzoni Andaluse (1995)
      1. Malaguena
      2. Fandanguillo
      3. Villancico
      4. Sevillana
      5. Petenera
      6. Tanguillo

Um verkin og höfundana

Hinn ţýski Winfried Michel er fćddur 1948 og starfar sem blokkflautuleikari, tónskáld og útgefandi. Hann kennir einnig viđ Tónlistarháskólann í Münster og Tónlistarakademíuna í Kassel. Michel lćrđi sjálfur í Freiburg og Den Haag. Hann hefur haldiđ tónleika víđa um Evrópu og einnig veriđ gestafyrirlesari í Berlín, Frankfurt og Den Haag. Sem tónskáld hefur hann nokkur andlit. Hann semur og gefur út tónlist sína undir eigin nafni en einnig hefur Michel samiđ tónlist í 18. aldar stíl undir höfundarheitinu Giovanni Paolo Simonetti. Winfried hefur greinilega yndi af ţví ađ leika sér ađ stílbrögđum og virđist nokkuđ leikinn í ađ smeygja sér í klćđi mismunandi tónskálda. Undir eigin nafni er tónlist Michel í meirihluta kammerverk í anda samtímans fyrir hin hefđbundnu blásturshljóđfćri, strengi og hljómborđshljóđfćri en einnig hefur hann samiđ verk fyrir t.d. blokkflautu og taktmćli.

Mel Bonis. Mélanie Bonis (1858-1937) fćddist í París. Fjölskylda hennar hafđi lítinn skilning á miklum tónlistaráhuga stúlkunnar og eftir talsverđan tíma viđ sjálfsnám á píanó komst Mélanie óvćnt í kynni viđ tónskáldiđ og organistann César Franck sem hreifst af hćfileikum hennar. Ţar međ lá leiđin í Konservatoríuna í París ţar sem hin unga tónlistarkona vann til ýmissa verđlauna. Eftir Mel Bonis liggja u.ţ.b. 300 verk, bćđi kórverk, kammertónlist og einleiksverk fyrir píanó og orgel. Forest Scenes er samiđ áriđ 1927. Verk hennar litu dagsins ljós fyrir alvöru upp úr 1960 ţegar sagnfrćđingar rannsökuđu kventónskáld fyrri tíma. Tónlist hennar myndar brú á milli rómantískra strauma og impressionismans og hafa verk hennar talsvert veriđ hljóđrituđ.

Théodore Dubois (1837-1924) var franskur organisti, tónskáld og kennari. Hann lćrđi hjá Louis Fanart og síđar í Konservatoríunni í París. Dubois starfađi sem organisti viđ Madeleine kirkjuna í Paris frá 1868 en tók síđan viđ af César Franck viđ Sainte-Clotilde kirkjuna. Hann sneri aftur til Madeleine kirkjunnar áriđ 1877 og tók ţar viđ af Camille Saint-Säens. Dubois kenndi viđ Parísar konservatoríuna og á međal nemenda hans ţar voru m.a. Paul Dukas og Florent Schmitt. Tónskáldiđ Dubois skilur eftir sig óperur, óratoríur og 3 sinfóníur. Einnig samdi Dubois tónlist fyrir hljóđfćri sitt orgeliđ og var mikilvirkur hljóđfćraleikari og frćđimađur.

Hinn ítalski Daniele Zanettovich fćddist 1950 í Trieste inn í tónlistarfjölskyldu. Hann lauk námi frá Tónlistarháskólanum í Trieste, ţar sem hann lagđi stund á tónsmíđar, kórstjórn, píanó- og slagverksleik. Zanettovich hefur nćr eingöngu helgađ sig tónsmíđum og vann međal annars til verđlauna á ţeim vettvangi á sjöunda áratug síđustu aldar. Hann hefur einnig gefiđ út hljómfrćđirit sem mikiđ er notađ viđ kennslu í tónsmíđum. Zanettovich hefur víđa starfađ sem hljómsveitarstjóri, m.a. hjá Óperuhljómsveitunum í Montecarlo, Trieste og Arena di Verona. Zanettovich var prófessor í tónsmíđum viđ tónlistarháskólann í Udine til loka árs 2009, er hann fór á eftirlaun.

Um flytjendur

Ásdís Hildur Runólfsdóttir útskrifađist sem fiđlukennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún fór í framhaldsnám í víóluleik, fyrst til Ţýskalands og svo til Hollands. Ásdís hefur frá 1987 veriđ fastráđinn kennari viđ Tónlistarskóla Kópavogs og auk ţess starfađ sem víóluleikari og leikiđ međ Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norđurlands, Hljómsveit Íslensku Óperunnar, Bachsveitinni í Skálholti og ýmum minni hópum.

Ingunn Hildur Hauksdóttir stundađi nám viđ Tónlistarskóla Hafnarfjarđar og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún lauk píanókennara- og einleikaraprófi voriđ 1993 og hefur sótt námskeiđ m.a. hjá György Sebök, Dalton Baldwin og Nelitu True. Á árunum 2002-2004 sótti hún einkatíma hjá Roger Vignoles međ áherslu á međleik. Ingunn hefur tekiđ ţátt í ýmiss konar kammertónlist međfram starfi sínu sem píanókennari og međleikari viđ Tónlistarskóla Hafnarfjarđar og Tónlistarskóla Kópavogs. Hún gaf nýveriđ út geisladisk ásamt Gretu Guđnadóttur, fiđluleikara, međ tónlist eftir Helga Pálsson.

Pamela De Sensi er fćdd áriđ 1975 í Róm en uppalin í Lamezia Terme á Suđur Ítalíu. Hún lauk einleikaraprófi 1998 frá "Conservatorio di Musica L. Perosi" í Campobasso á Ítalíu og svo lokaprófi í kammertónlist frá "Conservatorio di Musica S. Cecilia" í Róm 2002. Á sama tíma sótti hún tíma hjá heimskunnum flautuleikurum svo sem C. Klemm, M. Ziegler, F. Reengli, T. Wye og M. Larrieu. Hún hefur tekiđ ţátt í mörgum keppnum sem sólisti innan og utan Ítalíu og alltaf orđiđ í efstu sćtum. Pamela hefur tekiđ ţátt í fjölda tónleika bćđi sem einleikari sem og í kammertónlist t.d. í Kasakstan, Mexíkó, á Íslandi, í Fćreyjum, Finnlandi, Bandaríkjunum og víđsvegar á Ítalíu. Á Íslandi hefur hún starfađ sem tónlistarkennari viđ Tónlistarskóla Árnesinga, Tónskóla Sigursveins og Tónlistarkóla Kópavogs. Hún hefur víđvegar komiđ fram á tónleikum. Árin 2008-2009 tók hún virkan ţátt í ađ skipuleggja tónleika fyrir börn og setti á fót Pétur og úlfinn eftir Prokofiev og Karnival dýranna eftir Saint Saëns. Nýlega var Pamela skipuđ listrćnn stjórnandi tónleikarađar fyrir börn í Salnum, Kópavogi, sem ber heitiđ "Töfrahurđ".

Ađgangseyrir

  • Almennt miđaverđ: 1.000 kr.
  • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
  • 16 ára og yngri: Frítt

Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is