Úr aðalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er að

veita öllum, sem þess æskja, færi á að kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tækifæri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2011

 

Fréttir

15. mars 2011

TKTK: Fjórir leika Tríó

Lokatónleikarnir í TKTK tónleikaröðinni 19. mars 2011 hefjast kl. 17:00. Flytjendur eru Elísabet Waage. hörpuleikari, Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari, og Þórir Jóhannsson, kontrabassaleikari. Efnisskráin er fjölbreytt og spannar allt frá barokktímabilinu til vorra daga. 

Efnisskrá

  • Georg Friedrich Händel (1685-1759)
    Sónata í F-dúr (op. I, nr. 11)
      I Larghetto
      II Allegro
      III Siciliana
      IV Gigue
  • Johann Matthias Sperger (1750-1812)
    Trio für Flöte, viola und Contrabass KRM22
      II. Andante con variazione
  • Reinhold Gliere (1875-1956)
    Intermezzo op. 9, nr. 1
  • Atli Heimir Sveinsson (f. 1938)
    Intermezzo úr Dimmalimm
  • André Jolivet (1905-1974)
    Petite suite
      I Prélude
      II (Modéré sans trainer)
      III (Vivement)
      IV (Allant)
      V (Án titils)


Um verkin og höfundana

Eins og yfirskrift tónleikanna gefur til kynna verða flutt tríó. Líklega hefði mátt bæta við undirtitlinum - en einn situr hjá - því þótt flytjendur séu fjórir þá situr alltaf einn hjá. 

Sum tríóin hafa verið útsett. Händel-sónatan er t.d. skrifuð fyrir flautu (blokkflautu) og tölusettan bassa. Og þótt ekki sé tekið fram hvaða hljóðfæri skuli leika bassann er það fremur óvanalegt að heyra hann á kontrabassa og hörpu. Þessi hljóðfæraskipan gefur verkinu dálítið jazz-legan keim.

J.M. Sperger er lítið þekkt tónskáld nú til dags. Hann var fæddur í Austurríki og starfaði þar sem kontrabassaleikari og sérlega afkastamikið tónskáld. Í tilbrigðakaflanum úr tríói hans í D-dúr fá hljóðfærin þrjú, flauta, víóla og kontrabassi, hvert sitt tilbrigði.

Intermezzo þýðir bókstaflega millikafli og er oft notað um tónlist á milli atriða í leikritum og óperum. Hér verða flutt tvö intermezzi í fremur óvenjulegri hljóðfæraskipan, annað þeirra fremur rómantískt og hitt úr leikriti.

Tónleikunum lýkur með Lítilli svítu eftir A. Jolivet. Hún samanstendur af fimm stuttum köflum þar sem til skiptis er leikið með litbrigði og einfaldar, grípandi melódíur.

Um flytjendur

Þau fjögur sem leika tríóin á tónleikum TKTK hafa öll kennt á sín hljóðfæri í Tónlistarskóla Kópavogs um margra ára (og jafnvel áratuga) skeið.

Elísabet Waage hlaut framhaldsmenntun í hörpuleik í den Haag í Hollandi. Að loknu kennara- og einleikaraprófi bjó hún áfram og starfaði í Hollandi. Mest lagði hún stund á kammermúsík en lék einnig með sinfóníuhljómsveitum. Eftir að hafa flutt aftur heim til Íslands hefur hún verið afar virk í kammertónlist, leikið með Caput og Kammersveit Reykjavíkur og með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Guðrún Birgisdóttir hefur menntað fjölmarga flautuleikara auk þess að starfa sem flautuleikari eftir framhaldsnám sitt í Frakklandi og Noregi. Hún hefur m.a. myndað flautudúó ásamt eiginmanni sínum, Martial Nardeau, sem hefur flutt tónlist frá ýmsum tímum og frumflutt margar tónsmíðar. Guðrún var líka einn af fyrstu frumkvöðlum í leik á barokkhljóðfæri hér á landi.

Svava Bernharðsdóttir stundaði framhaldsnám í Hollandi og í New York, Bandaríkjunum. Hún var uppfærslumaður víóludeildar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Ljubljana í Slóveníu um árabil. Nú er hún fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess að vera mjög virk í kammermúsík. Svava starfar sem Suzuki kennari og kennir við Listaháskóla Íslands.

Þórir Jóhannsson lagði stund á framhaldsnám í í Manchester eftir að hafa lokið burtfaraprófi í kontrabassaleik frá Tónlistarskóla Reykjavíkur. Þaðan lauk hann Postgraduate Diploma frá the Royal Northern College of Music. Í fjögur ár bjó hann í Danmörku, vann þar við kennslu og var lausráðinn við nokkrar helstu hljómsveitir við beggja vegna Eyrasundsins. Þórir er fastráðinn meðlimur Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Aðgangseyrir

  • Almennt miðaverð: 1.000 kr.
  • Tónleikapassi, gildir á alla tónleika: 2.000 kr.
  • Nemendur TK og aðstandendur: Ókeypis.

 

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is