Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2012

 

Fréttir

29. febrúar 2012

Tónleikaröđ kennara

Laugardaginn 3. mars nk. verđur sannkölluđ tónlistarveisla í Salnum, ţegar kennarar Tónlistarskóla Kópavogs standa fyrir tvennum tónleikum í TKTK röđinni.

Kl. 13:00 flytja Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari og Arnţór
Jónsson, sellóleikari, tvö stórbrotin verk sellóbókmenntanna; Sónötu í e-moll op. 38 eftir Brahms og Sónötu op 40 eftir Shostakovits

Efnisskrá

 • Johannes Brahms
  Sónata nr. 1 í e-moll, op. 38 fyrir píanó og selló
  1. Allegro non troppo, í e-moll
  2. Allegretto quasi Menuetto - Trio
  3. Allegro, í e-moll í fjórum fjórđu.
 • Dimitri Shostakovits
  Sónata fyrir selló og píanó í d-moll, op. 40
  1. Allegro non troppo
  2. Allegro
  3. Largo
  4. Allegro

Um efnisskrána

Fyrsti kaflinn í sónötu Brahms er í sónötuformi og einkennist af löngum ljóđrćnum laglínum sem hljóđfćrin skipta á milli sín. Hann ferđast um tóntegundirnar frá e-moll yfir í C-dúr og h-moll og endar í E-dúr sem er eins og upptaktur eđa forhljómur fyrir a-moll menúettinn í öđrum kafla.

Annar kaflinn er klassískur í formi og ber keim af barokktímanum, en Brahms hafđi mikinn áhuga á eldri tónlist. Kaflinn er hljóđlátur ţar sem menúettinn er leikin staccato en tríóiđ liđast kliđmjúkt um í hlykkjóttum sellólínum og flóknum fingravafningum á píanóiđ.

Ţriđji kaflinn er stundum kallađur fúga en hann hefst á stefi úr 13. kafla "Die Kunst der Fuge" og ţróast um tíma sem fúga en breytist síđan í hefđbundinn sónötukafla ţegar stef númer tvö hefst í G-dúr. Fúgan og úrvinnsla hennar er ţví ekki fúga sem slík heldur frekar hluti af stćrra formi.

Fyrsti kaflinn í sónötu Shostakovits er í sónötuformi og hefst á löngu breiđu stefi í sellóinu međ brotum hljómum undir í píanóinu sem ţróast í mikil átök ţar til stef númer tvö kemur eins og róandi ljósgeisli sem hljóđfćrin skipta á milli sín. Tónskáldiđ leikur sér međ stefin á hefđbundinn hátt ţar til kaflinn endar á óvenjulegan hátt međ ţví ađ stefin eru leikin ofurhćgt í sellóinu međ staccato-hljómum í píanóinu.

Annar kaflinn byggir á síendurteknu kraftmiklu rytmísku stefi sem blandađ er saman viđ annađ miklu viđkvćmara stef. Kaflinn er húmorískur međ klassískum stílbrögđum, stekkur samt á milli óskyldra tóntegunda en endar á sama hátt og hann byrjađi, brattur og kraftmikill.

Ţriđji kaflinn er tilfinningaríkur og hćgur ţar sem píanóiđ leggur til dökkan bakgrunn fyrir söguljóđ og söngrödd sellósins. Tónskáldiđ leikur sér međ kalda ómstríđu sem er ţó alltaf í námunda viđ heita ómblíđu, tónalitur sem átti síđar eftir ađ heyrast í mörgum af hans stćrstu verkum.

Fjórđi kaflinn er stuttur og fjörugur hringdans međ stingandi húmor og jafnvel hćđni. Hiđ fjöruga ađalstef kemur ţrisvar sinnum fyrir en í milliţáttum eru sindrandi skalar og asafengin kadensa ţar sem píanóiđ ţýtur fagnandi í alls konar óvćntar tóntegundir. Í lok kaflans kemur svo ađalstefiđ aftur og endar međ snubbóttum en glansandi hćtti.

Um flytjendur

Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, hóf tónlistarnám í Vestmannaeyjum hjá Guđmundi H. Guđjónssyni. Hún fór síđan í Tónlistarskólann í Reykjavík og naut ţar handleiđslu Jónasar Ingimundarsonar. Framhaldsnám stundađi hún í Vínarborg og Helsinki. Hún hefur veriđ virk í tónlistarlífinu á Íslandi sem einleikari og einnig í ýmis konar kammermúsik. Hún starfar nú viđ Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarskóla Reykjanesbćjar og sem organisti viđ Grindavíkurkirkju.

Arnţór Jónsson, sellóleikari, stundađi nám í sellóleik á árunum 1969-1983. Kennarar hans voru Pétur Ţorvaldsson viđ Tónskóla Sigursveins, Deborah Davids og John Collins viđ Tónlistarskólann í Reykjavík, Boris Heller í Royal Northern College of Music og Guido Vecchi í Gautaborg. Einnig stundađi hann nám í píanóleik í einkatímum hjá Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur og Sigríđi Ragnarsdóttur og hjá Marteini Hunger viđ Tónlistarskólann í Reykjavík og hjá Terrence Taylor í Royal Northern College of Music. Auk ţess var Arnţór nemandi Paul Zukofsky á samnefndum námskeiđum 1977-1982.

Arnţór hefur starfađ viđ tónlist og tónlistarflutning frá árinu 1972, var m.a. fastráđinn viđ Sinfóníuhljómsveit Íslands 1982-1989 og hefur auk ţess leikiđ međ ýmsum kammersveitum og hljóđfćrahópum bćđi á selló og píanó. Ţar má telja Kammersveit Reykjavíkur frá 1980, Íslensku Óperuna frá 1983, Leikfélag Reykjavíkur 1984, Frú Emelíu 1989, Ţjóđleikhúsiđ 1985, 1986, 1991 og 1993, Borgarleikhúsiđ 1989, Sardas strengjakvartettinn frá 1995 og Kreisler String Orchestra 1977-1981.

Arnţór var skipađur af menntamálaráđherra formađur verkefnavalsnefndar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1997-2005. Arnţór hefur leikiđ á tónleikum á Englandi, í Svíţjóđ, Noregi, Ţýskalandi, Ítalíu og Frakklandi.

Nánar um tónskáldin og verkin

Johannes Brahms (1833-1897) var ţýskur, fćddur í Hamborg en starfađi lengst af í Vínarborg í Austurríki ţar sem hann stóđ fremstur međal tónlistarmanna. Hann var vinsćll í lifanda lífi, átti velgengni ađ fagna og efnađist talsvert en var örlátur á fé og styrkti vini sína og efnilega nemendur fjárhagslega.

Brahms stóđ föstum fótum í hefđbundnum tónsmíđaađferđum síns tíma og hafđi mikiđ dálćti á eldri meisturum barrokk og klassíska tímabilsins, manna eins og Johann Sebastian Bach, Joseph Haydn, Wolfgang Amadeus Mozart og Ludwig van Beethoven. Mörgum samtímamönnum Brahms ţótti hann vera gamaldags í hugsun en fáir efuđust um kunnáttu hans og sköpunargáfu. Brahms var haldinn mikilli fullkomnunaráráttu og hefur sennilega eyđilagt eigin tónverk í tugatali, ţar međ talin öll ćskuverk sín, en til eru munnmćlasögur um Brahms sem 11 ára dreng ađ flytja frumsamda píanósónötu.

Eftir Brahms liggja fjölmörg tónverk m.a. tvćr serenöđur, fjórar sinfóníur, tveir píanókonsertar, fiđlukonsert, konsert fyrir fiđlu og selló, tveir sinfónískir forleikir, fjórir strengjakvartettar, tveir strengjakvintettar, tveir strengjasextettar, klarinettukvintett, klarinettutríó, horntíó, píanókvintett, fjögur píanótríó, ţrjú píanótríó og yfir 200 sönglög. Ţrjár sónötur fyrir fiđlu og píanó, tvćr fyrir selló og píanó og tvćr fyrir klarinett og píanó. Einnig fjölmörg einleiksverk fyrir píanó og ađ lokum kór-og hljómsveitarverkiđ Ţýsk sálumessa.

Tónverk Brahms eru "hrein tónlist" og leitast ekki viđ ađ segja sögu eđa líkja eftir áhrifum utan tónlistar.

Brahms dó úr krabbameini 63 ára gamall og er jarđađur í Vínarborg.

Dimitri Shostakovits (1906-1975) var undrabarn í tónlist. Hann byrjađi ađ lćra á píanó 9 ára gamall og 13 ára hóf hann nám í tónlistarháskóla Petrogard ţađan sem hann útskrifađist 19 ára gamall. Útskriftarverkefni hans var sinfónía nr. 1 sem var frumflutt 1926.

Tónsmíđastíll Shostakovits er einstök blanda af mismunandi straumum og stefnum, t.a.m. nýklassískum í anda Stravinsky og síđrómantískum í anda Gustav Mahler. Tónlist hans einkennist af miklum andstćđum og er jafnvel fáránleg og alvarleg, allt í senn eđa til skiptis.

Međal hljómsveitarverka Shostakovits eru 15 sinfóníur og sex einleikskonsertar. Hann samdi 15 strengjakvartetta, píanókvintett, tvo strengjaoktetta og tvö píanótríó. Einnig fjölmörg einleiksverk, ţrjár óperur og mikiđ magn af kvikmyndatónlist.

Ćvi Shostakovits einkenndist af stöđugri togstreitu milli hans og kommúnistastjórnarinnar í Moskvu sem ýmist hófu hann upp til ćđstu metorđa og virđingar eđa ofsóttu hann og niđurlćgđu ef ţeim líkađi ekki tónlist hans. Shostakovits lést úr lungnakrabbameini 9. ágúst 1975.

Sónata fyrir selló og píanó í d-moll, op. 40 var samin 1934, ţegar tónskáldiđ var 28 ára. Skömmu síđar féll hann í ónáđ sovéskra stjórnvalda sem töldu hann of borgaralegan og jafnvel úrkynjađan í listsköpun sinni. Verkiđ er samiđ í ágústmánuđi en frumflutt í desember sama ár af tónskáldinu sjálfu og sellóleikaranum Viktor Kubatsky, kćrum vini sem hann tileinkađi verkiđ.

Ađgangseyrir

 • Almennt miđaverđ: 1.000 kr.
 • Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
 • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
 • 12 ára og yngri: Frítt

 

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is