Laugardaginn 3. mars nk. verđur sannkölluđ
tónlistarveisla í Salnum, ţegar kennarar Tónlistarskóla
Kópavogs standa fyrir tvennum tónleikum í TKTK röđinni.
Á síđari tónleikunum ţennan dag, sem hefjast kl.
15.00, leika píanóleikararnir Brynhildur Ásgeirsdóttir
og Guđríđur St. Sigurđardóttir mjög spennandi
efnisskrá međ verkum fyrir tvö píanó; Sónötu í
D-dúr K. 448 eftir W.A. Mozart, fimm smámyndir eftir
bandaríska tónskáldiđ Jeffrey Lependorf og armenska
rapsódíu eftir tónskáldin Alexander Arutiunian og Arno
Babadjanian. Tónlistin er afar litrík og skemmtileg og
áhugavert ađ heyra víddina sem skapast í leik tveggja
píanóa.
Fyrir tónleikana, ţ.e. milli kl. 14.00 og 15.00, munu
nemendur Tónlistarskóla Kópavogs gleđja tónleika gesti
međ fjölbreyttum hljóđfćraleik í anddyri Salarins.
Efnisskrá
- Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791)
Sónata í D-dúr fyrir tvö píanó K. 448
1. Allegro con spirito
2. Andante
3. Molto Allegro
- Jeffrey Lependorf (f. 1962)
Fimm smámyndir fyrir tvö píanó
I. Glazed Glitter
II. A Substance In A Cushion
III. Nothing Elegant
IV. Mildred's Umbrella
V. A Feather
- Alexander Arutiunian (f. 1920) og
Arno Babadjanian (1921-1983)
Armensk rapsódía fyrir tvö píanó (1950)
Andante - Allegro
Um flytjendur
Brynhildur Ásgeirsdóttir byrjađi fimm ára ađ
lćra á píanó í einkatímum hjá Jakobínu Axelsdóttur.
Hún fór síđan í Tónlistarskólann í Reykjavík ţar
sem hennar fyrsti kennari var Ursula Ingólfsson Fassbind,
en hennar ađalkennari var síđar Jónas Ingimundarson og
undir hans leiđsögn lauk hún píanókennara- og
burtfararprófi 1986. Í framhaldi fór hún til Hollands og
stundađi nám hjá Hermann Uhlorn og Jan M. Huizing fram
til ársins 1990. Brynhildur hefur sótt tíma í semballeik
hjá Helgu Ingólfsdóttur og Guđrúnu Óskarsdóttur og
ljóđameđleik hjá Gerrit Schuil viđ Söngskóla
Sigurđar Demetz.
Brynhildur er međ réttindi til Suzuki-kennslu sem hún
hefur unniđ undir leiđsögn píanóleikarans Kristins
Arnar Kristinssonar. Í dag starfar hún viđ kennslu í
Tónlistarskóla Kópavogs og Allegro Suzuki
tónlistarskólanum. Hún hefur starfađ međ Mótettukór
Hallgrímskirkju, Söngsveitinni Fílharmóníu og starfađi
um árabil sem međleikari í Söngskóla Sigurđar Demetz.
Guđríđur Steinunn Sigurđardóttir var í
píanónámi í einkatímum frá sex ára aldri; í
Bretlandi, Hamborg og Reykjavík. Fjórtán ára ađ aldri
innritađist hún í Tónlistarskólann í Reykjavík ţar
sem kennarar hennar voru Hermína S. Kristjánsson, Ursula
Ingólfsson og Árni Kristjánsson. Guđríđur
útskrifađist međ einleikarapróf í píanóleik frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978 en lauk áđur
píanókennaraprófi frá skólanum. Framhaldsnám stundađi
hún viđ háskólann í Michigan í Ann Arbor og lauk
ţađan meistaraprófi í píanóleik áriđ 1980. Sama ár
hlaut hún 1. verđlaun í píanókeppni á vegum Ann Arbor
Society of Musical Arts. Guđríđur sótti einkatíma í
píanóleik hjá Günter Ludwig, prófessor viđ
Tónlistarháskólann í Köln, 1984 til 1985 og hefur
tekiđ ţátt í fjölmörgum námskeiđum.
Guđríđur hefur veriđ einleikari međ
Sinfóníuhljómsveit Íslands, leikiđ m.a. á vegum
Tíbrár, Tónlistarfélagsins í Reykjavík og
Kammermúsíkklúbbsins og haldiđ fjölda tónleika á
landsbyggđinni. Erlendis hefur hún leikiđ í Kanada,
Bandaríkjunum, Ţýskalandi, Sviss og á öllum
Norđurlöndunum.
Auk tónleikahalds kennir Guđríđur píanóleik viđ
Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólann í
Reykjavík. Guđríđur lauk MBA námi í viđskiptafrćđum
frá Háskóla Íslands 2007.
Ađgangseyrir
- Almennt miđaverđ: 1.000 kr.
- Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
- Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
- 12 ára og yngri: Frítt
|