Guido Bäumer, saxófónleikari, og Aladár Rácz,
píanóleikari, leika á fyrri tónleikum í
TKTK-tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum laugardaginn 16. mars,
Tónleikarnir hefjast kl. 13:00. Efnisskráin
samanstendur af verkum sem eru samin undir áhrifum af
impressíónisma eđa tengjast honum. Áhrifa frá
Austurlöndum gćtir einnig í sumum verkanna.
Efnisskrá
- Claude Debussy (1862-1918): Rapsodie (1904)
- Pierre Sancan (1916-2008): Lamento et Rondo
(1973)
- André Caplet (1878-1925): Légende (1905)
- André Jolivet (1905-1974): Fantaisie-Impromtu
(1953)
- Florent Schmitt (1870-1958): Légende (1918)
- Alfred Desenclos (1912-1971): Prelude, Cadence
et Finale (1956)
Um verkin og höfundana
Claude Debussy lćrđi viđ tónlistarháskólann í
París og var á yngri árum mjög flinkur píanóleikari.
Hann ákvađ ţó ađ einbeita sér algerlega ađ
tónsmíđum og kynnti sér vel nýja strauma og stefnur í
tónlist. Tónlist utan Evrópu ţótti Debussy áhugaverđ
og sérstaklega leist honum vel á tónlist frá Jövu.
Arabísk tónlist hafđi líka áhrif á Debussy en ţeirri
tónlist kynntist Debussy á heimssýningunni í París
1889. Hann notađi mikiđ fimmtónastiga og
heiltónatónstiga í verkum sínum. Debussy var góđur
vinur rússsneska tónskáldsins Igors Stravinsky og franska
tónskáldsins Caplet.
Pierre Sancan var píanóleikari,
hljómsveitarstjóri, tónskáld og kennari. Međal nemenda
hans var Edda Erlendsdóttir píanóleikari. Sancan lćrđi
fyrst viđ tónlistarháskóla í Marokko, svo í Toulouse
og í París. Hann vann frćgu tónskáldaverđlaunin,
Rómar-verđlaunin áriđ 1943. Sancan fékk kennarastöđu
viđ tónlistarháskólann í París áriđ 1956 og kenndi
ţar í 30 ár á píanó. Ţó ađ Sancan sé ţekktari sem
píanóleikari og píanókennari en tónskáld vann hann
alla tíđ ađ tónsmíđum.
André Caplet var tónskáld og hljómsveitarstjóri sem
er helst ţekktur fyrir hljómsveitarútsetningar sínar á
píanóverkum Debussys. Caplet fćddist á báti sem sigldi
á milli La Havre og Calvados. Fađir hans var talinn vera
besti píanóstillarinn í Le Havre. Debussy og Caplet urđu
miklir vinir í Róm og hjálpuđust ţar ađ. Caplet varđ
einnig nemandi Debussys. Caplet vann Rómarverđlaunin
áriđ 1901. Hann var m.a. stjórnandi viđ óperuna í
Boston og óperuhús í Frakklandi.
André Jolivet var lengi tónlistarráđgjafi viđ
leikhúsiđ Comédie Francaise í París og kenndi einnig
tónsmíđar viđ tónlistarháskólann í París. Hann
sagđi sjálfur ađ hann vćri ađ reyna ađ nálgast hiđ
upprunalega og dularfulla í tónlistinni, hiđ trúarlega.
Jolivet varđ fyrir áhrifum af tónlist fjarlćgra landa,
t.d. frá indverskri tónlist. Einnig kynntist hann djasstónlist og nýtti sér hrynmynstur úr
djassinum.
Florent Schmitt lćrđi viđ viđ tónlistarháskólann
í París, m.a. hjá Gabriel Fauré. Hann samdi tónlist í
impressíónískum stíl; varđ fyrir áhrifum af tónlist
Debussy, en einnig frá Wagner og R. Strauss. Schmitt vann
lengi fyrir sér sem tónlistargagnrýnandi viđ blađiđ Le
Temps. Legénde var samin fyrir saxófón og hljómsveit og
pantađi Elisa Hall verkiđ. Florent Schmitt gerđi sjálfur
píanóútsetninguna.
Alfred Desenclos var franskt tónskáld. Hann ţurfti ađ
vinna fyrir sér og fjölskyldu sinni til tvítugs og hóf
ţví ekki formlegt tónlistarnám fyrr en á
fullorđinsárum. Desenclos fékk Rómar-verđlaunin, áriđ
1942. Desenclos samdi ýmiss konar tónlist, m.a. kirkjulega
tónlist og fylgdi ţar í fótspor frönsku tónskáldanna
Saint-Saëns og Fauré. Eitt af hans ţekktari verkum hans er
Messe de requiem (1963).
Um flytjendur
Guido Bäumer er frá Norđur-Ţýskalandi og bjó á
Dalvík frá árinu 2000 til vors 2005 en hefur síđan
veriđ búsettur í Hafnarfirđi. Hann stundađi
tónlistarnám í Bremen í Ţýskalandi ţar sem hann lauk
kennaraprófum á bćđi saxófón og ţverflautu.
Framhaldsnám stundađi Guido viđ tónlistarháskólann í
Basel í Sviss ţar sem hann lauk einleikaraprófi međ
hćstu einkunn og viđ Bowling Green State University í
Ohio í Bandaríkjunum. Á Íslandi hefur Guido m.a. leikiđ
međ Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput-hópnum,
Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit
Norđurlands.
Aladár Rácz er fćddur í Rúmeníu. Hann stundađi
fyrst nám í píanóleik viđ Georges Enescu
tónlistarskólann í Búkarest en síđan framhaldsnám
viđ tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Einnig
hefur Aladár tekiđ ţátt í mörgum námskeiđum í
Evrópu og haldiđ masterclassnámskeiđ fyrir
píanónemendur. Hann hefur leikiđ á tónleikum víđs
vegar um heiminn, leikiđ inn á geisladiska og unniđ
til verđlauna fyrir píanóleik í alţjóđakeppnum, m.a.
á Spáni.
Ađgangseyrir
- Almennt miđaverđ: 1.000 kr.
- Kennarar TK: 500 kr.
- Nemendur TK og ađstandendur: Ókeypis.
Tónleikarnir eru styrktir af Kópavogsbć og haldnir af
kennurum Tónlistarskóla Kópavogs í samvinnu viđ Salinn
og Tónlistarskóla Kópavogs. |