Eva Ţyri Hilmarsdóttir, píanóleikari,
flytur píanótónlist eftir Domenico Scarlatti, Ludwig van
Beethoven og Alberto Ginastera á tónleikum í Salnum
laugardaginn 16. mars 2013. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00.
Efnisskrá
- Domenico Scarlatti (1685-1757): Ţrjár sónötur
- L.v. Beethoven (1770-1827): Píanósónata í C-dúr,
op. 53 "Waldstein"
- Allegro con brio
- Introduzione: Adagio molto
- Rondo. Allegretto moderato - Prestissimo
- Alberto Ginastera (1916-1983) Danzas Argentinas op. 2
(1937)
Um verkin og höfundana
Prógrammiđ myndar mjög góđa heild. Ţarna eru ţrjú
ólík tónskáld, ţrjár litlar sónötur eftir Scarlatti,
ţrír kaflar í sónötu Beethovens og síđast ţrír
dansar eftir Ginastera. Öll verkin eru mjög áheyrileg.
Ţau sýna líka ţróun píanótónlistar og -tćkni í um
250 ár; allt frá léttum og leikandi barokksónötunum,
gegnum stóru klassísku "virtuoso"
píanósónötuna, og endar í 20. aldar dönsunum međ
jass- og suđuramerískum töktum, ţar sem leikiđ á
píanóiđ eins og slagverk á köflum.
Domenico Scarlatti (1685-1757) fćddist í
Napólí á Ítalíu sama ár og J.S Bach og G.F.Händel.
Hann hlaut sína fyrstu tónlistarmenntun hjá föđur
sínum, Alessandro Scarlatti, sem var tónskáld. Alessandro
var helst til ráđríkur og vildi stjórna ferli sonar
síns, en hann sendi Domenico til Feneyja í nám og síđar
til Rómar, og var Domenico m.a. kapellumeistari í
Vatíkaninu í nokkur ár. Rúmlega ţrítugur var hann
ráđinn semballeikari portúgölsku konungsfjölskyldunni
í Lissabonn. Síđustu 25 árum ćvi sinnar eyddi hann á
Spáni, fyrst í Sevilla en lengst af í Madríd ţar sem
hann samdi flestar sónöturnar sínar.
Domenico Scarlatti varđ ungur frćgur fyrir fćrni sína
viđ sembalinn og ţó hann hafi samiđ nokkrar óperur og
kantötur eru ţađ hljómborđssónöturnar hans, um 555
talsins, sem eru langţýđingarmestu tónsmíđar hans.
Tímalega séđ eru ţćr samdar á barokktímanum, en
tónlistar- og tćknilega séđ eru ţćr í raun brúin
frá barokkinu yfir í klassíska stílinn. Djörf
tóntegundaskipti, leikni í stefjanotkun, tćknilegar
kröfur, ferskleiki og frábćrt handbragđ er forsmekkurinn
ađ ţví sem seinna kom frá m.a. Haydn, Mozart og
Beethoven.
Greinilegra áhrifa frá Íberíuskaganum gćtir í
tónlist Scarlattis og notar hann óspart ţjóđlög og
ryţma frá Portúgal og Spáni. Sónöturnar eru í einum
kafla og tvískiptu formi (binary) ţ.e.a.s. fyrri helmingur
og seinni helmingur.
Ludvig van Beethoven (1770-1827) fćddist í Bonn
í Ţýskalandi og bjó ţar sín fyrstu 22 ár. Hann sýndi
snemma mikla tónlistarhćfileika og fađir hans, Jóhann,
byrjađi ađ kenna honum og langađi ađ gera hann ađ
barnastjörnu eins og Mozart.
Waldstein greifi, sem var mikill listavinur, tók eftir
ţessum unga hćfileikaríka manni og gerđist
velgjörđarmađur hans og góđur vinur.
Eftir ađ móđir Beethovens dó varđ fađir hans afar
drykkfelldur og Beethoven neyddist til ađ dveljast í Bonn
um sinn og sjá um yngri brćđur sína.
Ţegar Beethoven var 22 ára gerđi Waldstein honum
kleift ađ flytja til Vínar til ađ lćra hjá Haydn. Hann
gat sér fljótlega gott orđ sem fćr píanóleikari ţó
svo ađ í dag sé hans ađallega minnst sem ódauđlegs
tónskálds. Hann samdi 9 sinfóníur, 32 píanósónötur,
5 píanókonserta, 16 strengjakvartetta auk annarrar
kammertónlistar, kórverka og sönglaga.
Ţegar hann var um tvítugt fór heyrnarleysiđ ađ gera
verulega vart viđ sig en hann hélt ótrauđur áfram ađ
semja, spila og stjórna hljómsveitum.
Sónatan sem tileinkuđ er Waldstein greifa er af mörgum
talin ein af merkustu sónötum Beethovens og sú tćknilega
erfiđasta sem hann hafđi skrifađ hingađ til. Waldstein
sónatan, Appassionata og Les Adieux eru ţćr ţrjár
mikilvćgustu frá ţessu tímabili, svokölluđu
miđtímabili í tónsmíđum Beethovens.
Fyrsti kaflinn er í sónötuformi og byggist upp á
tveimur mjög andstćđum stefjum; Hiđ fyrsta er mjög
ryţmískt og hlaupandi en hiđ seinna minnir helst á
sálm.
Annar kaflinn er í raun ađdragandi ađ ţriđja
kaflanum, frekar en eiginlegur "kafli"; hćgur og
hikandi undirbúningur fyrir "sólarupprásina" í
upphafi ţriđja kaflans. Sónatan hefur stundum veriđ
kölluđ "L'Aurora" (sólarupprás) vegna stefsins
í upphafi ţriđja kaflans. Hann er í rondó formi og
ţví kemur upphafsstefiđ fyrir ţónokkrum sinnum, en
ţess á milli ýmist ryţmískir dansandi eđa draumkenndir
kaflar.
Kaflinn endar á mjög hröđum coda (prestissimo) ţar
sem stefin úr kaflanum fá ađ birtast aftur, en nú svo
hratt ađ ţađ er svolítiđ eins og grammófónplata sem
spiluđ er of hratt.
Upphaflega var annar miđkafli í sónötunni, en
gagnrýnendum ţótti sónatan of löng og ţví ákvađ
Beethoven ađ taka andante kaflann út og setja í stađinn
ţann stutta kafla sem nú virkar sem undirbúningur fyrir
3. kaflann. Upphaflegi andante kaflinn var síđar gefinn
út sem sjálfstćtt verk undir nafninu Andante Favori.
Alberto Ginastera (1916-1983) fćddist í Buenos
Aires og ţykir eitt mikilvćgasta 20. aldar tónskáld
Suđurameríku. Hann lćrđi viđ konservatoríiđ í Buenos
Aires og hjá Aaron Copland í Bandaríkjunum. Hann bjó
lengst af í Buenos Aires og sinnti m.a. kennslustörfum
ţar, en flutti til bandaríkjanna og síđar Evrópu 1970.
Hann lést í Sviss.
Ginastera einskorđađi sig ekki viđ eina tegund
tónlistar, ţvert á móti. Hann samdi óperur, balletta,
hljómsveitarverk, píanóverk, orgelverk, konserta, söng-
og kórverk, kammerverk og kvikmyndatónlist. Hann notađi
Argentínsk ţjóđlög mikiđ í tónlist sinni, en ţau
má einkum greina í verkum frá yngri árum tónskáldsins.
Síđar meir varđ tónlistin hans meira abstrakt og ţví
voru ţjóđlögin ekki jafn auđgreinanleg, en ţau voru
samt enn til stađar.
Argentínsku dansana samdi Ginastera ţegar hann var 21
árs og eru ţeir međal allra fyrstu verka hans.
Sá fyrsti, Dans gamla hirđisins, hljómar kannski
undarlega, enda eru hendurnar ekki í sömu tóntegund; sú
vinstri spilar bara á svörtu nótunum en sú hćgri á
ţeim hvítu. Dansinn endar á hljómnum E-A-D-G-H-E, sem er
sá hljómur sem kemur ţegar mađur slćr á lausa
gítarstrengi. Ţetta gerđi hann til ađ bćta örlitlu
argentínsku "kryddi" inn í tónlistina, en
ţetta var uppáhaldshljómur Ginastera.
Dans fögru yngismeyjarinnar er ljúfur dans í 6/8.
Tónmáliđ sem Ginastera notar hér má sjá víđar í
tónsmíđum hans, og endurspeglar auđnir Argentínsku
sléttanna.
"Brjálćđislega", "af miklum
krafti" og "villt" eru fyrirmćlin í
ţriđja dansinum, enda dugir ekkert minna til ţegar
Hrokafulli kúrekinn er á ferđ!
Um flytjandann
Eva Ţyri Hilmarsdóttir hóf píanónám 11 ára gömul
hjá Ţorsteini Gauta Sigurđssyni í Nýja tónlistarskólanum
en lćrđi svo hjá Halldóri Haraldssyni í
Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk ţađan píanókennaraprófi
og burtfararprófi. Hún lauk síđar diplomeksamen og einleikaraprófi
frá Tónlistarháskólanum í Árósum í Danmörku undir
handleiđslu John Damgaard. Ţađan lá leiđin til Lundúna
ţar sem hún stundađi MA nám í međleik viđ The Royal
Academy of Music. Hún útskrifađist međ hćstu einkunn,
hlaut heiđursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpenter
Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika.
Ađalkennari hennar ţar var Michael Dussek. Eva Ţyri hefur
tekiđ ţátt í meistanámskeiđum hjá m.a. Geörgy
Sebök, Einar Steen-Nökleberg, Martinu Tirimo, Jeremy
Menuhin, Sven Birch, Eero Heinonen, Clelia Sarno, Luiz de
Moura Castro, Vitaly Margulis, Paul Baura-Skoda and Boris
Berman.
Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Ţyri m.a. komiđ
fram sem einleikari međ hljómsveit, spilađ í
hljómsveitum af ýmsum stćrđum og tekiđ ţátt í
frumflutningi verka, m.a. á hátíđunum Myrkum
Músíkdögum, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic
Festival í Berlín og Young Composers Symposium í London.
Undanfarin ár hefur hún lagt mikla áherslu á flutning
kammertónlistar og ljóđasöngs. Hún tók t.d. ţátt í
Song Cirlce í Royal Academy of Music, meistaranámskeiđum
hjá Barböru Bonney, sir Thomas Allen, Helmut Deutch, Roger
Vignoles og Audrey Hyland auk ţess ađ vera virkur
ţátttakandi og međleikari í The North Sea Vocal Academy
í Danmörku.
Af nýlegum verkefnum má nefna ljóđatónleika međ
Dísellu Lárusdóttur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar,
óperutónleika međ Gissuri Páli Gissurarsyni og Ágústi
Ólafssyni og flutning á Des Knaben Wunderhorn eftir Mahler
međ Sesselju Kristjánsdóttur og Ágústi Ólafssyni í
Salnum, Kópavogi.
Ađgangseyrir
- Almennt miđaverđ: 1.000 kr.
- Kennarar TK: 500 kr.
- Nemendur TK og ađstandendur: Ókeypis.
Tónleikarnir eru styrktir af Kópavogsbć og haldnir af
kennurum Tónlistarskóla Kópavogs í samvinnu viđ Salinn
og Tónlistarskóla Kópavogs. |