Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2006

 

Fréttir

30. september 2006

Tónleikaröđ kennara: Töfratónar

Töfratónar er yfirskrift fyrstu tónleika vetrarins sem haldnir verđa í Salnum Kópavogi, laugardaginn 7. október kl 13.00. Titillinn vísar til töfrandi tóna sembals, fagotts og óbós sem leikiđ verđur á ađ ţessu sinni, en hljóđfćrin hafa veriđ hálfgerđ utangarđshljóđfćri í íslenskum tónlistarskólum. Flytjendur eru Guđrún Óskarsdóttir semballeikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Eydís Franzdóttir óbóleikari.

Tónlistarskóli Kópavogs eignađist nýveriđ glćsilegan sembal og miđast efnisskrá ţessara fyrstu tónleika rađarinnar veriđ ađ kynna möguleika sembalsins í einleik og samleik. 

Efnisskrá

 • Louis Couperin (1626-1661)
  Svíta í F-dúr
  (Prélude, Allemande Grave, Courante, Sarabande, Branle de Basque, Gaillarde, Chaconne)
 • Jónas Tómasson (1946)
  Sónata XII fyrir fagott og sembal (1976) frumflutningur
 • Dan Lockair (1949)
  The Breakers Pound, svíta fyrir sembal
  (Prelude, Waltz, Rag, Pavane, Galliard, Postlude)
 • Thomas Vincent (1720-1783)
  Sónata fyrir óbó og fylgirödd (tölusettan bassa)
  (Siciliana, Allegro, Menúett)

Um efnisskrána

Tónleikarnir hefjast á dansasvítu í F-dúr fyrir einleikssembal eftir Louis Couperin (1626-1661). Svítur eđa dansarađir voru mjög vinsćlt tónlistarform á 17. öld og Louis Couperin var einn af mikilvćgustu hljómborđstónskáldum ţess tíma. Hann var semballeikari, organisti og gömbuleikari og samdi a.m.k. 200 verk, flest fyrir sembal. 

Í öđru verki tónleikanna Sónötu XII fyrir fagott og sembal eftir Jónas Tómasson (1946) kveđur viđ allt annan tón. Jónas hefur skrifađ yfir tuttugu tónverk sem hann nefnir sónötur og hefur númerađ međ rómverskum tölum. Sú tólfta í röđinni fyrir fagott og sembal var skrifuđ áriđ 1976, fjórum árum eftir ađ Jónas lauk framhaldsnámi í tónsmíđum í Hollandi. Ţrátt fyrir ađ verkiđ sé nú 30 ára er ţetta frumflutningur ţess. Oftast er tónlistin hćgferđug, innhverf og mjög frjáls í formi, en í senn mögnuđ og spennuţrungin. Verkiđ sýnir vel mismunandi liti og bćlbriggđi hljóđfćranna. Eftir Jónas liggur fjöldi verka og ţar eru hljómsveitar-, kammer- og kórverk mest áberandi. 

Nćst á dagskrá er önnur svíta; The Breakers Pound, fyrir einleikssembal nú eftir bandaríska tónskáldiđ Dan Lockair (1949). Í verkinu lítur tónskáldiđ bćđi til baka til barokktímans og til nútímans. Sumir dansarnir hafa beina tilvitnun í barokkiđ, en ađrir líta fram á viđ til ragtime og rokk tónlistar. Locklair notar sembalinn og möguleika hans á sérlega skemmtilegan hátt. Hann notar t.d. mikiđ glissando sem fáir ađrir hafa ţorađ ađ bjóđa sembalnum upp á. Einnig notar hann hiđ svokallađa “lúturegistur” skemmtilega. Ţađ virkar sem einskonar dempari. Ţ.e. ţađ leggjast litlir filtpúđar ađ strengjunum svo ţeir ná ekki ađ hljóma út. 

Í glađvćru lokaverki tónleikanna Sónötu í C-dúr fyrir óbó og bassafylgirödd, eftir enska tónskáldiđ Thomas Vincent (1720-1783) er semballinn notađur á hefđbundinn hátt sem međleikshljóđfćri. Semballeikarinn leikur ásamt fagottleikaranum bassarödd á móti laglínu óbósins en semballeikarinn bćtir svo sjálfur viđ hljómum í hćgri hendinni.

Um flytjendur

Guđrún Óskarsdóttir: Ađ loknu píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 nam Guđrún semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur. Framhaldsnám stundađi hún hjá Anneke Uittenbosch viđ Sweelinck Conservatorium í Amsterdam, hjá Jesper Böje Christensen viđ Scola Cantorum í Basel og hjá Francoise Langéllé í París. Guđrún hefur leikiđ inn á nokkra hljómdiska og komiđ fram sem einleikari, međleikari eđa sem ţáttakandi í kammertónlist á fjölmörgum tónleikum á íslandi og víđa í Evrópu. Hún hefur leikiđ međ Bach-sveitinni í Skálholti,Caput-hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og međ Sinfónlíuhljómsveit Íslands. Guđrún hefur einnig unniđ í Íslensku óperunni og međ Íslenska dansflokknum. Guđrún hefur nýveriđ veriđ ráđin sem sembalkennari viđ Tónlistarskóla Kópavogs.

Kristín Mjöll Jakobsdóttir nam viđ Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk Mastersprófi frá Yale School of Music voriđ 1989. Ennfremur stundađi hún nám viđ Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og í Cincinnati, Ohio. Veturinn 1991-92 starfađi Kristín međ Fílharmóníuhljómsveitinni í Hong Kong og var búsett ţar til 1998. Hún hefur síđan leikiđ međ Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og ýmsum kammerhópum. Kristín kennir nú m.a. viđ Tónlistarskóla Kópavogs.

Eydís Franzdóttir óbóleikari lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1987 og stundađi framhaldsnám í London. Hún lék um skeiđ međ samevrópsku hljómsveitinni Acadya, en var svo ráđin 1. óbóleikari tékknesku útvarpshljóm-sveitarinnar í Pilzen 1992 ţar sem hún lék um tveggja ára skeiđ. Eydís hefur komiđ fram sem einleikari, međ kammerhópum og hljómsveitum víđa um Evrópu, Norđur-Ameríku og á Íslandi. Hún er m.a. međlimur í Caput-hópnum, skipuleggjandi og óbóleikari Poulenc-hópsins og kennari viđ Tónlistarskóla Kópavogs.

Nánar um tónskáldin og verkin

Louis Couperin var af frćgri ćtt franskra tónskálda og hljóđfćraleikara, og var föđurbróđir François Couperin sem var ţeirra frćgastur. Hann var semballeikari, organisti og gömbuleikari og samdi a.m.k. 200 verk, flest fyrir sembal. Louis Couperin er einn af mikilvćgustu hljómborđstónskáldum 17. aldar.

Prelúdíur Louis Couperin eru hans frćgustu verk og eru á margan hátt mjög sérstakar. Ţćr eru svokallađar "prélude non mésure", ţ.e. prelúdíur án takts. Ţćr eru skrifađar í heilnótum eingöngu og án taktstrika. Hugsanlega koma ţessar prelúdíur frá lútuleikurum sem eyddu gjarnan löngum tíma í ađ stilla hljóđfćrin sín og léku ađ ţví loknu nokkra hljóma í ţeirri tóntegund sem nćsta verk var í, svona til ađ fara yfir stillinguna.

Ástćđa ţess ađ tónskáldiđ kýs ađ skrifa ţessi verk á ţennan hátt er hugsanlega sú ađ hann vill ađ ţau hljómi frjálst, eins og ţau séu spunnin á stađnum. Bogarnir hjálpa til viđ ađ ákveđa hvađa nótur eiga saman. Allar nótur eru skrifađar, ţađ ţarf ekki ađ bćta neinum nótum viđ. Skraut er ýmist skrifađ út í heilnótum eđa međ skrauttáknum. Galdurinn er ađ flokka heilnóturnar í hljómnótur, laglínur og skrautnótur.

Ţví eldri sem tónlist er, ţví minni upplýsingar eru í nótunum. Louis Couperin lést 1661 ađeins 35 ára gamall. Á ţeim tíma var ekki byrjađ ađ gefa út nótur. Verk hans hafa varđveist í handritum.

Í dag ţurfum viđ ađ vera fćr um ađ leika verk frá mörgum mismunandi tímabilum. Ţannig var ţetta ekki hér áđur fyrr. Á ţessum tíma léku menn eingöngu nýja tónlist, tónlist eftir sjálfa sig og nánasta vinahóp. Af ţessu leiddi ađ nótnaritun ţurfti ekki ađ vera svo nákvćm. Ţađ var líka mikil vinna ađ handskrifa allt. Ekki var um ţađ ađ rćđa ađ hlaupa út í búđ og kaupa nótur eđa ljósrita. Allt varđ ađ handskrifa. Nótnaritunin á ţessum tíma er ţví oft ekki nema nokkurs konar "beinagrind ". Hún segir ekki nema brot af sögunni. Ef viđ lítum á dansana í svítu Louis Couperin ţá sjáum viđ ađ ţađ eru hvergi neinar styrkleikabreytingar, engir bogar eđa önnur tákn um "artikúlasjón", ekkert skraut. Einnig vitum viđ ađ hrynur var skrifađur mjög ónákvćmlega. Ţetta ţýđir samt alls ekki ađ ţađ eigi hvergi ađ binda, hvergi ađ skreyta o.s.frv. Spuni var stór hluti af tónlistariđkun ţessa tíma. Ţađ átti ađ vera rými fyrir persónulega túlkun.

Tölusettur bassi er enn eitt dćmiđ um ónákvćma nótnaskrift á barokktímanum. Ţetta er einhvers konar hrađritun sem ţróađist á barokktímanum. Í stađ ţess ađ skrifa nákvćmlega ţađ sem hljóđfćraleikarinn átti ađ leika skrifađi tónskáldiđ ađeins niđur bassalínu og setti svo tölur ţar fyrir neđan, sem vísuđu til ákveđinna hljóma. Ţetta er ađ mörgu leyti skylt bókstafshljómunum sem eru notađir mikiđ t.d. í djassi. Ţar eru bókstafir sem vísa til hljóma í stađ talna í tölusetta bassanum. Tölurnar virka ţannig ađ ţađ er taliđ upp frá bassanum. 6 ţýđir t.d. hljómur međ 3-und í bassa, 7 hljómur međ 7-und o.s.frv.

Í u.ţ.b. 90% allra kammerverka á barokktímanum er gert ráđ fyrir tölusettum bassa. Iđulega var ekki tekiđ fram hvađa hljóđfćri ćtti ađ leika hann. Ţađ ţurfti bara ađ vera hljóđfćri sem gat leikiđ hljóma, svo sem semball, orgel eđa lúta. Oft voru notuđ fleiri en eitt hljóđfćri og mjög algengt var ađ styrkja síđan bassaröddina međ bassahljóđfćri eins og fagotti, gömbu, sellói og kontrabassa. Í hljómsveitarverki gátu ţess vegna veriđ nokkur mismunandi hljóđfćri sem léku eftir sömu bassalínunni, t.d. semball, selló og kontrabassi.

Thomas Vincent (1720-1783) var breskur og líkt og Couperin fćddur inn í fjölskyldu hljóđfćraleikara og tónskálda. Hann var óbóleikari í blásarasveit konungsins auk ţess ađ vera tónskáld.

Sónata eftir Thomas Vincent fyrir óbó og fylgirödd er dćmi um verk fyrir laglínuhljóđfćri (óbó) og tölusettan bassa. Fylgiröddina leikum viđ á sembal og fagott. Bćđi semballinn og fagottiđ leika bassalínuna en semballeikarinn bćtir svo viđ hljómim í hćgri hendinni. Á nótunum eru ţćr raddir sem tónskáldiđ samdi prentađar feitari og dekkri en hćgri hendi sembalraddarinnar. Sú rödd er einungis tillaga útgefanda og er hér prentuđ međ smćrra letri.

Dan Locklair er frá North Carolina í Bandaríkjunum. Ađeins 14 ára var hann orđinn fullnuma organisti. Hann samdi sembalsvítuna "The Breakers Pound" áriđ 1985. Í ţessu verki lítur hann bćđi til baka til barokktímans og til nútímans. Hann lítur aftur til barokktímans ţegar hann notar svítuformiđ, ţ.e. röđ af dönsum (sbr. Louis Couperin) Sumir dansarnir hafa beina tilvitnun í barokkiđ, t.d. prelúdían, pavane og galliard. Hinir dansarnir líta fram á viđ. Rag (in the spirit of rag) er í stíl ragtime tónlistar og Postlude (rocking! With rythmic energy) er eins konar rokk.

Locklair notar sembalinn og möguleika hans á sérlega skemmtilegan hátt. Hann notar t.d. mikiđ glissando sem fáir ađrir hafa ţorađ ađ bjóđa sembalnum upp á. Einnig notar hann hiđ svokallađa "lúturegistur" skemmtilega. Ţađ virkar sem einskonar dempari, ţ.e. ţađ leggjast litlir filtpúđar ađ strengjunum svo ţeir ná ekki ađ hljóma út.

Jónas Tómasson tónskáld er fćddur 1946 og kennir viđ Tónlistarskóla Ísafjarđar. Hann hefur skrifađ yfir tuttugu tónverk sem hann nefnir sónötur og hefur númerađ međ rómverskum tölum. Ţessi er sú tólfta í röđinni og skrifuđ fyrir fagott og sembal áriđ 1976, fjórum árum eftir ađ Jónas lauk framhaldsnámi í tónsmíđum í Hollandi. Ţrátt fyrir ađ verkiđ sé nú 30 ára er ţetta frumflutningur ţess. Eftir Jónas liggur fjöldi verka og ţar eru hljómsveitar-, kammer- og kórverk mest áberandi. Oftast er tónlistin hćgferđug, innhverf og mjög frjáls í formi.

Ţessi lýsing á mjög vel viđ um Sónötu XII. Hún byrjar afar hćgt og lágstemmt, takiđ eftir ađ áttunduparturinn er 50 slög á mínútu. Fagottiđ liggur á lćgsta sviđinu lengi vel á međan semballinn leikur tremolo í hćgri hendi á des í 20 takta. Ţetta gefur byrjuninni dularfullt og dulúđugt yfirbragđ en stöku vinstri handar "skot" í sembalnum á stóra des í litlum tvíundum á móti fagottinu skapa spennu í hljóđlandslaginu.

Eftir langt fagottsóló í anda upphafsstefsins fer tónlistin smátt og smátt ađ taka viđ sér og fjör ađ fćrast í leikinn (piu mosso). Enn liggur semballinn á des en nú öllu rytmískara en áđur. 2/4 markar upphafiđ ađ rytmískum samspilskafla milli fagottsins og sembalsins. Allan ţennan tíma hefur verkiđ veriđ ađ byggjast upp í hrađa (poco accelerando) og spenna ađ aukast sem nćr hámarki í "samrćđum" hljóđfćranna tveggja.

Samrćđuhlutinn er "senza misura" eđa án ákveđins takts. Fagottleikarinn má nú leika alveg frjálst í takti og ţarf ekki ađ taka tillit til ţess sem semballeikarinn er ađ gera. "Prestissimo" gefur til kynna ađ fagottleikarinn skuli leika eins hratt og hann getur en ţó međ ákveđinni hendingamótun sem mörkuđ er međ kommum. Nú er eins og hljóđfćrin tali til hvors annars, fagottiđ svarar brotnum hljómi í sembalnum međ ljóđrćnni laglínu, sem alltaf er brotiđ upp á milli međ "prestissimo" og "staccato" kafla. Verkinu lýkur nćstum eins og ţađ hófst, á liggjandi des-i í sembalnum í áttundupörtum á móti stuttum hendingum í fagottinu sem smám saman deyja út.

Ljóđrćnt verk eins og ţessi sónata eftir Jónas Tómasson gefur hljóđfćraleikurunum mikiđ svigrúm til ađ gefa andagiftinni lausan tauminn og túlka ađ vild. Ţađ má segja ađ ţađ standi og falli međ sannfćringarkrafti flytjendanna hvort ađ verkiđ hrífur áheyrandann. Tónmáliđ er nútímalegt, atónalt og abstrakt, formiđ frjálslegt međ ákveđinni stígandi og hnígandi, enda samiđ á ţeim tíma er tilraunastarfsemi í tónlist var enn í algleymingi. Á ţessum árum ţótti ekki fínt ađ semja "auđskilin" tónverk eđa tónverk međ gömlum tónsmíđaađferđum ţó ađ oft sýndist sitt hverjum um hinar nýju ađferđir. Menn tóku nútímann alvarlega og áheyrendur gáfu sér tíma til ađ hlusta og njóta.

Ađgangseyrir

 • Almennt miđaverđ: 1.500 kr.
 • Eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn: 1.200 kr.
 • Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs: 500 kr.
 • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
 • 12 ára og yngri: Frítt

Sími í miđasölu er 5 700 400 og er opiđ virka daga kl. 9.00-16.00 og klst. fyrir tónleika.

 

[ Til baka á Forsíđu ]

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is