Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FORSÍĐA

 

Fréttir 2003

20. desember 2003

Jólaleyfi

Starfsfólk Tónlistarskóla Kópavogs óskar nemendum, ađstandendum ţeirra og velunnurum skólans gleđilegra jóla og farsćls nýs árs og ţakkar samstarfiđ á afmćlisárinu 2003. Skrifstofa skólans verđur lokuđ í jólaleyfi frá 22. desember 2003 til 2. janúar 2004, en opnar aftur mánudaginn 5. janúar 2004. Kennsla ađ loknu jólaleyfi hefst samkvćmt stundaskrá ţann dag. 
 

13. desember 2003

Jólatónleikar forskóladeildar

Jólatónleikar forskóladeildar voru haldnir laugardaginn 13. desember sl. í Salnum og komu ţar fram um 300 prúđbúin börn á fernum tónleikum. Allir nemendur forskóladeildarinnar komu fram, ţar međ taldir ţeir nemendur Kársnesskóla, Lindaskóla og Salaskóla sem stunda fornám í samvinnu viđ Tónlistarskólann. Á tónleikunum sungu nemendurnir og léku á blokkflautur eđa ásláttarhljóđfćri. Salurinn var ţéttsetinn á öllum tónleikunum og nemendurnir stóđu sig međ mikilli prýđi.

 

4. desember 2003

Góđ frammistađa í píanókeppni

Dagana 26.-30. nóvember síđastliđinn var haldin í Salnum píanókeppni á vegum Íslandsdeildar EPTA, Evrópusambands píanókennara. Keppnin var ćtluđ píanónemendum yngri en 25 ára og var keppt í ţremur flokkum; miđnám (4.-5. stig), framhaldsnám (6.-7. stig) og háskólanám. Ţátttakendur voru víđa af landinu og fengu ţeir ćfingaađstöđu hér í skólanum, en keppnin sjálf fór fram á sviđi Salarins. Ţuríđur Helga Ingadóttir, 13 ára nemandi í Tónlistarskóla Kópavogs, var ein 15 ţátttakenda í framhaldsnámsflokknum og ţeirra lang yngst. Ekki duldist neinum sem á hlýddi ađ mikiđ er spunniđ í Ţuríđi Helgu og var hún sér og kennara sínum, Sigrúnu Grendal Jóhannesdóttur, til sóma međ ţátttöku sinni í keppninni.
 

26. nóvember 2003

Nemendatónleikar í desember

Í desember verđa nemendatónleikar í Salnum sem hér segir:
  • Miđvikudaginn 3. desember kl. 17:30 - Nemendur á ýmsum námsstigum munu koma fram.
  • Miđvikudaginn 3. desember kl. 19:30 - Nemendur á ýmsum námsstigum munu koma fram, m.a. blásarasveit skólans undir stjórn Jóns Halldórs Finnssonar.
  • Laugardaginn 6. desember kl. 14:00 - Strengjasveitir I, II og III leika undir stjórn Unnar Pálsdóttur og Stefáns Arnar Arnarsonar.
  • Mánudaginn 8. desember kl. 19:30 - Nemendur á ýmsum námsstigum koma fram.
  • Laugardaginn 13. desember kl. 10:30, 11:30, 12:30 og 13:30 - Jólatónleikar forskóla. Allir forskólanemendur koma fram ţ.m.t. ţeir nemendur Kársnesskóla, Lindaskóla og Salaskóla sem stunda fornám í samvinnu viđ Tónlistarskólann. Tónleikarnir eru fjórskiptir og munu nemendur fá nánari upplýsingar um tímasetningu ţeirra tónleika.
  • Mánudaginn 15. desember kl. 18:00 - Nemendur á ýmsum stigum námsins koma fram, m.a. Suzuki-fiđlunemendur.
  • Mánudaginn 15. desember kl. 19:30 - Nemendur á ýmsum stigum leika.

Ađgangur er ókeypis á alla tónleikana og eru allir velkomnir á međan húsrúm leyfir.

 

16. nóvember 2003

Nýtt efni á vefnum

Ljósmyndir frá hátíđarsamkomu TK 1. nóvember 2003 eru nú ađgengilegar á myndasíđu vefsins sem og ávarp Hákonar Sigurgrímssonar, formanns stjórnar TK, sem hann flutti á samkomunni. Auk ţess hafa nú veriđ settar á vefinn myndir frá afmćlishátíđ skólans 24. maí 2003.
 

4. nóvember 2003

Afmćlishátíđ Tónlistarskóla Kópavogs 

Laugardaginn 1. nóvember síđastliđinn voru liđin 40 ár frá ţví Tónlistarskóli Kópavogs tók til starfa. Viđ hátíđlega athöfn í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í tilefni dagsins var skólanum afhent gjafabréf til kaupa á sembal ađ gjöf frá Kópavogsbć. Mun hljóđfćriđ verđa sameign skólans og Salarins. Hákon Sigurgrímsson, formađur stjórnar skólans, tók viđ gjafabréfinu úr hendi Gunnars I. Birgissonar, formanns bćjarráđs, og ţakkađi höfđinglega gjöf. Sagđi hann hljóđfćriđ myndi nýtast vel bćđi skólanum og Salnum til kennslu og tónleikahalds.

Ţá var Runólfur Ţórđarson, verkfrćđingur og fyrrverandi formađur Tónlistarfélags Kópavogs, heiđrađur. Runólfur starfađi sem formađur félagsins og um leiđ formađur skólanefndar Tónlistarskólans í yfir ţrjá áratugi, eđa frá 1970 til 2001. Var rekstur skólans meginverkefni félagsins, allt ţar sú breyting var gerđ á rekstrarformi skólans ađ hann var gerđur ađ sjálfseignarstofnun áriđ 2001. Var Runólfi ţakkađ óeigingjarnt starf í ţágu skólans og honum afhent listaverkagjöf frá skólanum.

 

1. nóvember 2003

Vefur Tónlistarskóla Kópavogs

Vefur Tónlistarskóla Kópavogs var opnađur af Sigurđi Geirdal, bćjarstjóra í Kópavogi, viđ hátíđlega athöfn í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, sem haldin var í dag í tilefni ţess ađ 40 ár eru liđin frá ţví ađ Tónlistarskóli Kópavogs tók til starfa. Vefnum er ćtlađ ađ auđvelda upplýsingaflćđi til nemenda og forráđamanna ţeirra. Ţar eru birtar tilkynningar og fréttir af starfsemi skólans og veittar almennar upplýsingar um námiđ. Vefurinn er skreyttur myndum úr skólastarfinu og í hverri viku er birtur stuttur pistill um tónskáld vikunnar sem unninn er af nemendum skólans.

1. nóvember 2003

Nýir kennarar og deildarstjórar

Í haust voru ráđnir ţrír nýir kennarar viđ skólann. Ţeir eru Rúnar Óskarsson, sem kennir á klarinett og saxófón, Tómas Eggertsson, sem kennir á píanó, og Ţórunn Sigurđardóttir, sem kennir forskóla og tónfrćđi. Eru ţeir bođnir hjartanlega velkomnir til starfa! Ţá voru skipađir nýir deildarstjórar ţćr Guđrún S. Birgisdóttir í blásaradeild og Sólveig Anna Jónsdóttir í píanódeild. Deildarstjórar eru millistjórnendur og vinna međ skólastjóra og ađstođarskólastjóra ađ stefnumótun skólans. Ađrir deildarstjórar eru Hilmar Ţórđarson, Nína Margrét Grímsdóttir og Marta Sigurđardóttir, deildarstjóri tónfrćđadeildar.
 

1. nóvember 2003

Lindaskóli í samstarf um forskóla

Í haust bćttist Lindaskóli í hóp ţeirra grunnskóla Kópavogs sem innleiđa forskólanám í tónlist sem skyldunámsgrein fyrir 2. bekk. Notađ er námsefni sem Tónlistarskólinn hefur útbúiđ og fer kennslan fram í samstarfi viđ og í faglegri umsjá hans. Undanfarin ár hafa Kársnesskóli og Salaskóli haft hliđstćtt samstarf viđ Tónlistarskólann.
 

1. nóvember 2003

Stigakerfiđ lagt niđur

Ný ađalnámskrá tónlistarskóla hefur tekiđ gildi ađ fullu. Meginbreytingin er áfangaskipting námsins í grunnnám, miđnám og framhaldsnám. Nemendur ţreyta áfangapróf í lok hvers áfanga og um leiđ heyrir gamla stigakerfiđ, sem skiptist í átta stig, sögunni til. Í Tónlistarskóla Kópavogs verđa framvegis einungis tekin vorpróf og áfangapróf.
 

1. nóvember 2003

Viđurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur

Viđ skólaslit Tónlistarskóla Kópavogs 30. maí síđastliđinn hlutu ţrír nemendur viđurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur skólaáriđ 2002-2003. Ţeir sem viđurkenninguna hlutu eru Skúli Ţór Jónasson, nemandi í sellóleik, Unnar Geir Unnarsson, söngnemandi, og Páll Palomares, nemandi í fiđluleik.

Skúli Ţór Jónasson lauk í vor 3. stigsprófi í sellóleik undir handleiđslu Arnţórs Jónssonar. Skúli hefur sýnt mikla hćfileika til námsins, ástundun og árangur síđastliđinn vetur var til fyrirmyndar, hann stóđ sig vel á tónleikum og hann tók ţátt í hljómsveitarstarfi sem og í öđrum samleik međ góđum árangri.

Unnar Geir Unnarsson er í miđhluta söngnámsins. Unnar Geir hefur fengiđ fagra söngrödd í vöggugjöf og vann síđastliđinn vetur af miklum krafti og tók góđum framförum undir handleiđslu kennara síns, Önnu Júlíönu Sveinsdóttur. Frá ţví strax í fyrrahaust undirbjó hann sig fyrir ađ syngja hlutverk Orfeosar í samnefndri óperu Monteverdi í uppsetningu skólans, hlutverk sem hann leysti af hendi svo eftir var tekiđ.

Páll Palomares er hćfileikaríkur fiđluleikari sem tók námiđ föstum tökum síđastliđinn vetur og lét árangurinn ekki á sér standa. Kennari hans er Margrét Kristjánsdóttir. Páll lauk 7. stigi nú í vor međ ágćtiseinkunn 9,2. Hann ćfđi auk ţess kammertónlist síđastliđinn vetur undir leiđsögn Nínu Margrétar Grímsdóttur og hlaut einkunnina 9,5 fyrir frammistöđu sína ţar. Páll hefur oft komiđ fram á tónleikum, einn og sem hluti af kammerhóp, bćđi innan og utan skólans.

 

1. nóvember 2003

Burtfararpróf í ţverflautuleik

Á liđnu skólaári lauk einn nemandi, Hafdís Vigfúsdóttir, burtfararprófi í ţverflautuleik. Hafdís er yngsti nemandi sem lýkur burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs. Hún hóf ung ađ árum nám viđ skólann og var ađalkennari hennar frá upphafi Guđrún S. Birgisdóttir. Hafdís hélt burtfarartónleika sína ţann 16. nóvember 2002 og var Sólveig Anna Jónsdóttir međleikari hennar á píanó. Í umsögn prófdómara á burtfarartónleikunum segir:

"Hafdís lék af miklu öryggi og nćmni á burtfararprófstónleikum sínum. Hún sýndi viđfangsefni sínu alúđ og lék hvert verk međ ţeim stíl er viđ hćfi var hverju sinni og af innileik. Hún hefur ţegar náđ mjög góđum tökum á tćkni og tónmyndun flautunnar. Hafdís hlýtur einkunnina 9,3"

Hafdís hefur ţegar hafiđ framhaldsnám viđ Listaháskóla Íslands.

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is