| Námsgreinar í tölvutónlistÍ Tónlistarskóla Kópavogs er boðið upp á nám í
              tölvutónlist við tónver skólans. Tónverið er elsta
              starfandi tónver landsins og þar er mjög fullkomin aðstaða
              til að fást við tónlist og hljóð. Kennslan skiptist í: 
                verklega tíma, þar sem kennd er meðferð tækja og
                  hugbúnaðar til hljóðhönnunar, upptökutækni og
                  tónsköpunarbóklega tíma, þar sem farið er yfir helstu atriði
                  hljóðfræði og þróun raf- og tölvutónlistartónfræðatíma, þ.e. tónheyrn, hljómfræði og
                  tónlistarsögu auk valgreinar. Markmið með náminu er að þjálfa nemendur í að nota
              tölvu sem aðalhljóðfæri og leggja öflugan grunn að námi á
              háskólastigi og starfi þeirra sem
              "raftónlistar-menn". Námið er á framhaldsstigi
              samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla og er námslengd
              áætluð þrjú ár. Í einstaka tilvikum kann að vera unnt að
              ljúka náminu á skemmri tíma en einnig getur lengri námstími
              verið eðlilegur. Ekki er gert upp á milli tónlistarstefna,
              heldur er nemendum gert kleift að fara sínar eigin leiðir í
              þeim efnum. Inntökuskilyrði og námskröfurInntökuskilyrði í raftónlistarnám eru eftirfarandi: a)
              hafi lokið miðprófi í tónfræðagreinum og/eða b) hafi
              færni í notkun tölvu tengdri tónlistariðkun. Sé þekkingu í
              tónfræðagreinum ábótavant þurfa nemendur að sækja
              sérstaka tíma í tónfræðagreinum samhliða aðalnámi og
              skulu þeir ljúka miðprófi í tónfræðagreinum innan tveggja
              ára. Við námslok þurfa nemendur að ljúka öllum námsáföngum
              sem tilheyra raftónlistarnáminu, ljúka almennu framhaldsprófi
              í tónfræðagreinum og að hafa lokið klassísku eða rytmísku
              grunnprófi í hljóðfæraleik eða söng samkvæmt
              aðalnámskrá tónlistarskóla. Námi í raftónlist lýkur með 30-60 mínútna löngum
              framhaldsprófstónleikum sem metnir eru af Prófanefnd
              tónlistarskóla NámsáfangarVið lok náms í tölvutónlist þurfa nemendur, auk þess að
              ljúka framhaldsprófi í tónfræðagreinum, að hafa lokið
              eftirfarandi áföngum: Hljóðfræði IKenndir eru grunnþættir í hljóðeðlisfræði, þ.e.
              eiginleikar hljóðbylgja og hvernig þær berast til eyrans,
              virkni og uppbygging hljóðnema og hátalara, stafræn og
              hliðræn (analog) tækni, hlutverk og eðli rýmis,
              styrkmælingar (dB), tíðnisvið (Hz) o.fl. Kennslufyrirkomulag er fyrirlestrar með verkefnum. Áfanginn
              er kenndur að hausti og lýkur með prófi sem gildir til
              helminga við ástundun. Hljóðfræði IIFarið verður í fleiri þætti í hljóðeðlisfræði, auk
              þess sem gengið verður um stigu áhugaverðra
              hljóðgerðaraðferða. Kennslufyrirkomulag er fyrirlestrar með verkefnum. Áfanginn
              er kenndur að hausti og lýkur með prófi sem gildir til
              helminga við ástundun. Upptökutækni INotkun og gerðir hljóðnema, ferli hljóðsins frá
              hljóðvaka til upptökumiðils, notkun hljóðmótunartækja,
              s.s. hljóðbreyta (EQ), hljóðþjappa (compressor/limiter) og
              rýmisvaka (Reverb/Delay), notkun upptökutækja og -forrita
              (DAW), val og staðsetning hljóðnema, notkun rýmis, almenn
              vinnubrögð o.fl. Í lok annar hljóðrita nemendur tónleika
              framhaldsprófsnemenda við tónlistarskólann eða aðra
              nemendatónleika. Kennslufyrirkomulag er fyrirlestrar og verkefni. Áfanginn er
              kenndur að vori og lýkur með stuttu prófi og hljóðritun á
              tónleikum nemenda sem fyrr segir. Upptökutækni IIFarið verður í verklegar hliðar upptökutækninar og meira
              lagt upp úr lokavinnslu og frágangi. Kennslufyrirkomulag er fyrirlestrar og verkefni. Áfanginn er
              kenndur að vori og lýkur með stuttu prófi og hljóðritun og
              hljóðblöndun. Hljóðgerð IFarið er yfir undirstöðuþætti og helstu aðferðir
              hljóðgerðar. Stuðst er að mestu við hljóð- og
              tónsmíðaforritið Reason. Meðal annars eru teknar fyrir
              hljóðgerðaraðferðir á borð við Subtractive Synthesis og FM
              synthesis. Tegundir hljóðsía (filtera) svo sem Low Pass, High
              Pass og grunntegundir hljóðbylgja; sínus, kassa, sagartannar og
              þríhyrnings. Útskýrður er tilgangur sveifluvaka (oscillator) og
              hjúpmyndara (envelope generator) svo eitthvað sé nefnt. Kennt
              verður að búa til hljóð sem herma eftir raunverulegum
              hljóðfærum s.s. bassa, klarínettu, orgeli og mannsrödd, auk
              þess að gera tilraunir til nýsköpunar í hljóðgerð. Farið
              verður yfir víðómun (steríómynd) hljóða og gerðar
              æfingar því til þjálfunarskyni. Kennslufyrirkomulag er fyrirlestrar og verkefni. Námið tekur
              eina önn og lýkur með prófi sem gildir þriðjung á móti
              verkefnaskilum og mætingu sem gilda einnig þriðjung hvort. Hljóðgerð IIHaldið er áfram að kynna undirstöðuþætti og helstu
              aðferðir hljóðgerðar. Stuðst er að mestu við hljóð- og
              tónsmíðaforritið Ableton Live. Meðal þess sem tekið er
              fyrir eru hljóðgerðaraðferðir á borð við, Additive
              synthesis og Sampling tækni. Einnig verða könnuð svið
              hljóðeffektaheimsins og gerðar tilraunir með ólíkar leiðir
              í þeim efnum. Kennt verður að búa til mismunandi hljóð
              unnin úr mannsrödd og öðru hljóðefni sem tengist umhverfi
              okkar. Farið verður yfir umhverfisómun (surround). Kennslufyrirkomulag er fyrirlestrar og verkefni. Námið tekur
              eina önn og lýkur með prófi sem gildir þriðjung á móti
              verkefnaskilum og mætingu sem gilda einnig þriðjung hvort. Hljóðgerð III - IVKennt er á tónlistarforritið Max/MSP og tengingu þess við
              Ableton Live. Nótnaritun IFarið er yfir helstu þætti nótnaritunar og kennt að skrifa
              slagverksraddir og fjórradda útsetningu eftir fyrirmynd.
              Kennslufyrirkomulag er fyrirlestrar og verkefnaskil. Námið tekur
              eina önn og lýkur með verkefni sem gildir þriðjung á móti
              öðrum verkefnaskilum og mætingu sem gilda einnig þriðjung
              hvort. Nótnaritun IIFarið er yfir helstu þætti nótnaritunar er lítur að
              skrifum fyrir minni hljóðfærahópa og gerðar æfingar með að
              skrifa raddskrár eftir fyrirmynd. Einnig verður farið í að
              setja upp eigin lagasmíðar. Kennslufyrirkomulag er fyrirlestrar og verkefnaskil. Námið er
              ein önn og lýkur með verkefni sem gildir þriðjung á móti
              öðrum verkefnaskilum og mætingu sem gilda einnig þriðjung
              hvort. Raftónsmíðar I - IINámið byggist á eigin tónsmíðum nemanda og er mið tekið
              af áherslum og tónmáli hvers og eins. Einnig er farið yfir
              helstu grunnatriði tónsmíða s.s. hryn, laglínu, úrvinnslu,
              formgerð og tónsmíðaaðferðir. Kennt er í hóptímum og áhersla lögð á að nemandi
              öðlist þroska, viðsýni og reynslu til að tjá sig um eigin
              tónsmíðar við samnemendur. Námið er tvær annir og lýkur
              hvorri önn með flutningi tónverks á jóla- og vortónleikum
              tónversins. Raftónsmíðar III - IVNámið byggist á eigin tónsmíðum nemanda og er mið tekið
              af áherslum og tónmáli hvers og eins. Kennt er í einkatímum. Námið er tvær annir og lýkur
              hvorri önn með flutningi tónverks á jóla- og vortónleikum
              tónversins. Raftónsmíðar V - VINámið byggist á eigin tónsmíðum nemanda og er mið tekið
              af áherslum og tónmáli hvers og eins. Kennt er í einkatímum. Námið er tvær annir og lýkur með
              framhaldsprófstónleikum þar sem nemandi setur saman efnisskrá
              með eigin tónsmíðum. Raftónlistarsaga I - IIRakin verður saga raf- og tölvutónlistar þar sem kynntar
              verða helstu stefnur og straumar á því sviði og helstu
              tónskáld og tónverk sem þar koma við sögu. Námið tekur
              einn vetur. Kennslufyrirkomulag er fyrirlestrar með tóndæmum. Tekin
              verða próf við lok hvorrar annar og gilda þær einkunnir
              þriðjung af lokaeinkunn á móti mætingu og verkefnavinnu.
              Raftónlistarsaga er kennd á fyrsta ári í tónversnáminu.   Kópavogi, í ágúst 2011 
                |