Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Nemendur 

ţjálfist í ađ túlka tónlist međ tilliti til aldurs og stíls tónverka
FORSÍĐA
SKÓLINN
Ađstađan
Stjórn skólans
Skipulagsskrá
Ágrip af sögu
SKÓLADAGATAL
NÁMIĐ
TÓNVER
SKÓLAGJÖLD
KENNARAR
MYNDASAFN

 

Ágrip af sögu skólans

Fyrstu árin

Hugmyndir um stofnun tónlistarskóla í Kópavogi voru rćddar međal áhugafólks um tónlistarfrćđslu haustiđ 1962. Ađ frumkvćđi Hjálmars Ólafssonar, ţáverandi bćjarstjóra Kópavogs, var máliđ formlega tekiđ upp hjá frćđsluráđi, sem gerđi ađ tillögu sinni ađ bćjarstjórn og bćjarráđ leggđu til stofnfé til stofnunar tónlistarskóla á fjárhagsáćtlun ársins 1963. Var ţađ samţykkt og fór bćjarráđ jafnframt fram á ţađ viđ frćđsluráđ ađ ţađ beitti sér fyrir stofnun tónlistarfélags í bćnum, sem hefđi ţađ ađ meginmarkmiđi ađ reka tónlistarskóla. Á annan tug tónlistarskóla voru starfandi í landinu á ţessum tíma og voru ţeir reknir af tónlistarfélögum međ fjárstuđningi viđkomandi sveitarfélaga, en fyrstu lögin um fjárhagslegan stuđning viđ tónlistarskóla voru samţykkt á Alţingi á vordögum 1963. Ţar var ákveđiđ ađ ríkissjóđur greiddi allt ađ ţriđjung rekstrarkostnađar, "ţó aldrei hćrri fjárhćđ en nemur framlagi hlutađeigandi sveitarfélags til skólans". Sveitarfélagiđ og skólagjöldin áttu ađ standa undir ţví sem á vantađi. Gert var ráđ fyrir ađ skólarnir vćru reknir af tónlistarfélagi á hverjum stađ.

Í júní 1963 tók ţriggja manna undirbúningshópur, skipađur ţeim Andrési Kristjánssyni, ţáverandi frćđslustjóra, Guđmundi Matthíassyni, tónlistarkennara, og Guđmundi Árnasyni, kennara, ađ sér ađ vinna ađ stofnun tónlistarfélags í Kópavogi. Leituđu ţeir til 30-40 manna og kvenna um stuđning viđ máliđ og bođuđu til stofnfundar í Félagsheimili Kópavogs ţann 3. júlí. Á fundinum var samţykkt ađ kjósa fimm manna bráđabirgđastjórn, sem yrđi um leiđ fyrsta skólanefnd vćntanlegs tónlistarskóla. Í stjórnina voru kosin Ingvar Jónasson, formađur, Ţorsteinn Hannesson, ritari, Gunnar Reynir Magnússon, gjaldkeri og ţau Hulda Jakobsdóttir og Gunnar Guđmundsson, međstjórnendur. Var hlutverk stjórnarinnar ađ semja frumvarp ađ lögum fyrir félagiđ og skólann, vinna ađ stofnun skólans fyrir haustiđ og ráđa forstöđumann ađ honum. Ţetta gekk eftir og tók skólinn til starfa ţann 1. nóvember 1963. Ţar međ hafđi bráđabirgđastjórn Tónlistarfélagsins náđ sínum markmiđum og skilađi af sér á framhaldsstofnfundi ţann 26. september áriđ 1964. Ţar voru samţykkt lög fyrir félagiđ og kosin stjórn. Fyrsti formađur Tónlistarfélags Kópavogs og um leiđ formađur skólanefndar Tónlistarskólans varđ Guđmundur Árnason og gegndi hann ţví starfi í sex ár.

Fyrsti skólastóri var ráđinn haustiđ 1963, Jón S. Jónsson, tónskáld, og voru kennarar ţrír auk skólastjóra fyrsta skólaáriđ. Nemendur voru 37 og lćrđu allir utan einn á píanó. Skólastjóraskipti voru tíđ fyrstu árin. Jón gegndi starfinu í einungis tvö ár eđa út skólaáriđ 1964-65. Sagđi hann starfi sínu lausu og fluttist til Bandaríkjanna til kennslustarfa í tónlist. Í stađ Jóns var Frank Herlufsen, tónlistarkennari, ráđinn skólastjóri haustiđ 1965. Gegndi hann ţví starfi til hausts 1968 er hann sagđi starfinu lausu. Var Fjölnir Stefánsson tónskáld ţá ráđinn skólastjóri frá 1. september 1968.

Vaxtarskeiđ

Tók ţá viđ mikiđ vaxtarskeiđ skólans, en Fjölnir gegndi starfi skólastjóra allt til ársins 2000. Međ nýjum skólastjóra var skipulag skólans endurskođađ, lagđur grundvöllur ađ öflugum skóla međ stofnun undirbúningsdeildar, eđa forskóla, og kennsluhćttir festir í sessi, sem hafa í stórum dráttum haldist fram á ţennan dag. Í ţeim efnum var horft til Bretlands, en ţar byggđist nám í hljóđfćraleik og söng upp á kerfi Associated Board of the Royal Schools of Music. Ţetta kerfi varđ einnig fyrirmynd ađ fyrstu samrćmdu námskrám fyrir tónlistarskóla á Íslandi. Nánustu samstarfsmenn Fjölnis viđ uppbyggingu skólans voru Kristinn Gestsson, yfirkennari, og Runólfur Ţórđarson, sem tók viđ sem formađur Tónlistarfélagsins og um leiđ formađur skólanefndar áriđ 1970.

Skólinn útskrifađi sinn fyrsta nemanda međ burtfararpróf á 10 ára afmćli sínu áriđ 1973; Ólöfu Kolbrúnu Harđardóttur, söngkonu. Ţremur árum síđar, áriđ 1976, lauk fyrsti nemandinn burtfararprófi í hljóđfćraleik, en ţađ var Árni Harđarson, núverandi skólastjóri Tónlistarskólans. Margir fleiri hafa fylgt í kjölfariđ, en alls hafa 23 nemendur lokiđ burtfararprófi eđa lokaprófi 8. stigs. Áriđ 1973 hófst samvinna Tónlistarskólans viđ Menntaskólann í Kópavogi og ađra framhaldsskóla um kennslu tónlistarvali og á tónlistarbraut. Ţar međ áttu nemendur ţess kost ađ fá tónlistarnámiđ metiđ til eininga á stúdentsprófi.

Voriđ 1975 voru samţykkt á Alţingi ný lög um fjárhagslegan stuđning viđ tónlistarskóla. Voru ţau lög til mikilla bóta fyrir skólana og komu fjármálum ţeirra á traustari grundvöll en veriđ hafđi. Hin nýju lög kváđu svo um ađ ríki og sveitarfélög stćđu undir kennslukostnađi í tónlistarskólum, en annar rekstrarkostnađur, s.s. húsnćđi, hljóđfćrakaup og laun annarra starfsmanna en kennara, skyldi fjármagnađur međ skólagjöldum. Lögin ollu ţáttaskilum í tónlistarmenntun, nemendum fjölgađi og tónlistarskólar spruttu upp alls stađar á landsbyggđinni. Samkvćmt lögunum skyldi viđkomandi sveitarstjórn ávallt eiga fulltrúa í skólanefndum skólanna. Frá hausti 1975 hefur Bćjarstjórn Kópavogs ţví ávallt tilnefnt fulltrúa í skólanefnd Tónlistarskóla Kópavogs.

Húsnćđismál

Á bernskuárum skólans voru húsnćđismálin jafnan erfiđustu viđfangsefnin, enda jafnan búiđ viđ ţröngan kost. Skólinn var fyrstu árin til húsa í leiguhúsnćđi í Félagsheimili Kópavogs , en sprengdi ţađ fljótt utan af sér, ţví nemendum fjölgađi ört. Voru nemendur 185 skólaáriđ 1969-70, sem var ţađ síđasta í Félagsheimilinu. Haustiđ 1970 tók skólinn á leigu húsnćđi Skátafélags Kópavogs ađ Borgarholtsbraut 7 til eins árs og var kennt ţar skólaáriđ 1970-71 viđ heldur slćmar ađstćđur. Úr húsnćđismálum skólans rćttist hins vegar 1971 er tekin var á leigu hćđ í nýbyggđu húsi ađ Hamraborg 11, sem var í eigu Ţinghóls hf. Fékk skólinn ađ ráđa hönnun og innréttingu húsnćđisins og tók ţátt í kostnađi viđ innréttinguna međ góđri ađstođ Kópavogsbćjar og banka. Skólinn stćkkađi síđar viđ sig á sama stađ og var ţar til húsa allt til haustsins 1999.

Á 20 ára afmćlisári skólans áriđ 1983 samţykkti Bćjarráđ Kópavogs á fundi ţann 24. maí, ađ framtíđarađsetur Tónlistarskólans yrđi á vesturhluta miđbćjarsvćđisins. Var skólanum tilkynnt ţetta međ bréfi. Ţessi ásetningur varđ ađ veruleika, um síđir. Fram komu hugmyndir um byggingu menningarmiđstöđvar á vesturbakkanum og samţykkti bćjarstjórn sumariđ 1993 ađ hefjast handa um undirbúning ađ hönnun og byggingu hennar. Á hátíđarfundi Bćjarstjórnar Kópavogs á 40 ára afmćli kaupstađarins ţann 11. maí 1995 var samţykkt samhljóđa eftirfarandi tillaga: "Bćjarstjórn Kópavogs samţykkir ađ miđbćjarsvćđiđ vestan gjár verđi vettvangur menningar og lista".

Í framhaldi af ţessu gerđist Tónlistarfélagiđ ađili ađ stofnsamningi um Tónlistarhús Kópavogs ásamt Kópavogsbć áriđ 1997. Samkvćmt samningnum á félagiđ 27,5% í húsinu. Til ađ fjármagna ţessa framkvćmd seldi félagiđ eignarhlut sinn í Hamraborg 11 og lagđi andvirđiđ fram sem stofnfé í hiđ nýja hús, en afgangurinn var greiddur međ bankaláni. Tónlistarskólinn flutti í hiđ nýja og glćsilega húsnćđi, sem jafnframt var 1. áfangi Menningarmiđstöđvar Kópavogs, haustiđ 1999 og hafđi ţar međ eignast framtíđarheimili.

Nýtt rekstrarform

Sú breyting varđ međ gildistöku laga áriđ 1990 um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, ađ kennslukostnađur vegna tónlistarskóla fćrđist alfariđ yfir á sveitarfélög. Í tengslum viđ samning skólans viđ Kópavogsbć um Tónlistarhúsiđ var ákveđiđ ađ rekstrarformi skólans yrđi breytt í sjálfseignarstofnun. Um leiđ var fulltrúum bćjarfélagsins í fimm manna stjórn skólans fjölgađ úr einum í tvo. Skipulagsskrá fyrir skólann var útgefin af menntamálaráđherra áriđ 2001. Sama ár lét Runólfur Ţórđarson af starfi formanns skólanefndar, en viđ ţví tók Hákon Sigurgrímsson. Núverandi formađur stjórnar Tónlistarskólans er Guđríđur Helgadóttir.

Fjölnir Stefánsson lét af starfi skólastjóra fyrir aldurs sakir ţann 1. september áriđ 2000. Í hans stađ var ráđinn núverandi skólastjóri, Árni Harđarson, tónskáld og kórstjóri. Ađstođarskólastjóri frá hausti 2002 er Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkennari.

Langstćrstur hluti nemenda Tónlistarskóla Kópavogs, eđa um 85%, er á grunnskólaaldri. Skólinn veitir breiđa undirstöđumenntun á sviđi tónlistar og nemendur stunda nám sitt međ mismunandi markmiđ í huga. Í námskrá Tónlistarskóla Kópavogs segir ađ hlutverk skólans sé ađ veita nemendum sínum góđa undirstöđuţekkingu og ţjálfun í tónlist, ásamt ţví ađ leggja rćkt viđ ađ undirbúa efnilega tónlistarnema fyrir frekara nám.

40 ára afmćli

Kennarar og nemendur Tónlistarskóla Kópavogs héldu upp á 40 ára afmćli skólans međ ýmsum hćtti voriđ og haustiđ 2003. Hér á vefnum er ađ finna ljósmyndir frá afmćlishátíđ sem haldin var í Salnum 1. nóvember 2003 og rćđu Hákonar Sigurgrímssonar, formanns stjórnar skólans, sem hann hélt viđ ţađ tćkifćri.

 

Burtfararpróf


Eftirtaldir nemendur hafa lokiđ burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs:

1973
Ólöf Kolbrún Harđardóttir
Einsöngur

1975
Margrét Bóasdóttir
Einsöngur

1976
Ragnheiđur E. Guđmundsdóttir
Einsöngur
Árni Harđarson
Píanóleikur

1978
Berglind Bjarnadóttir
Einsöngur

1980
Hólmfríđur Benediktsdóttir
Einsöngur

1982
Ţórunn Guđmundsdóttir
Ţverflautuleikur

1993
Brynhildur Fjölnisdóttir
Einsöngur

1997
Haraldur Vignir Sveinbjörnsson
Píanóleikur

1999
Steinunn Halldórsdóttir
Píanóleikur

2000
Inga Björk Ingadóttir
Píanóleikur
Ögmundur Ţór Jóhannesson
Gítarleikur

2001
Rakel Jensdóttir
Ţverflautuleikur

2002
Hafdís Vigfúsdóttir
Ţverflautuleikur

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is