Úr aðalnámskrá tónlistarskóla:

Nemendur

læri og æfist í að setja fram eigin tónhugmyndir, bæði skriflega og leiknar af fingrum fram
læri og þjálfist í að setja saman hefðbundnar eða óhefðbundnar tónsmíðar
FORSÍÐA
SKÓLINN
SKÓLADAGATAL
NÁMIÐ
Hljómsveitir
Samleikur
Tónleikar
Námsmat
Skólareglur
Til foreldra
Samstarfsaðilar
TÓNVER
SKÓLAGJÖLD
KENNARAR
MYNDASAFN
TENGLAR

 

Einsöngur

Nám í einsöng hefur sérstöðu miðað við annað hljóðfæranám þar sem nemendur þurfa að hafa náð líkamlegum þroska og raddir þeirra stöðugleika eftir breytingar gelgjuskeiðsins til að takast á við þau verkefni sem sungin eru í áfangaprófum. Meðalaldur byrjenda í söngnámi er 15-18 ára en þetta er þó mjög einstaklingsbundið. Hægt að byrja fyrr og vinna þá í léttari lögum sem eru við hæfi ungra radda. Nám í einsöng er mjög einstaklingsmiðað þar sem lagaval og æfingar fara eftir því hvað hentar nemandanum best.

Nemendur fara í vikulega einkatíma í söng þar sem farið er í söngtækni og túlkun. Auk söngtíma fá nemendur reglulega meðleikstíma með píanóleikara. Í vikulegum samsöngstímum æfa nemendur sig í sviðsframkomu, að syngja fyrir framan aðra og með öðrum. Þar að auki stunda nemendur nám í tónfræðagreinum. Ástundun, árangur og framfarir í námi eru metnar reglulega allan veturinn. Nemendur þreyta áfangapróf við lok viðkomandi áfanga og ljúka gjarnan námi á vorin með efnisskrá á tónleikum.

Nemendur skulu gera ráð fyrir að æfa sig heima a.m.k. fimm sinnum í viku.

Mikil eftirspurn er eftir námi í einsöng í skólanum og eru nýir nemendur teknir inn að undangengu inntökuprófi, en einungis örfá pláss losna á hverju hausti.

Nemendur, sem hafa góðar og þjálfaðar raddir, geta í fyrstu farið hratt yfir í söngnáminu. Einnig hefur reynslan sýnt að fyrri kynni nemenda af tónlistarnámi nýtast jafnan vel í söngnáminu.

Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla er gert ráð fyrir að söngnemandi geti lokið grunnnámi á einu til tveimur árum og að nemandi geti lokið miðnámi á u.þ.b. tveimur árum en námshraði getur þó verið mismunandi. Í námskránni er gert ráð fyrir að unnt sé að ljúka framhaldsnámi á tveimur til þremur árum, en afburðanemendur eigi að geta lokið námi á skemmri tíma. Einnig getur lengri námstími verið eðlilegur.

Lögð er áhersla á að nemendur þjálfi sig í einsöng og samsöng að þeim gefist tækifæri til að koma reglulega fram á skólatónleikum.

Námsmarkmið

Í aðalnámskrá tónlistarskóla er gerð grein fyrir þeim markmiðum sem nemendur eiga að hafa náð við lok grunnáms, miðnáms og framhaldsnáms í einsöng.

Markmið í grunnnámi

Við lok grunnnáms eiga einsöngsnemendur að hafa náð eftirfarandi markmiðum:

Nemandi

  • beiti líkamanum á eðilegan og áreynslulausan hátt
  • andi eðlilega og öndun fylgi hendingamótun
  • hafi náð grundvallartökum á tónmyndun
  • hafi náð allgóðum tökum á inntónun
  • sýni skilning á sérhljóða- og samhljóðamyndun
  • syngi með skýrum textaframburði
  • hafi náð grundvallartökum á þýskum textaframburði
  • hafi náð grundvallartökum á enskum textaframburði
  • hafi náð grundvallartökum á ítölskum textaframburði
  • hafi náð grundvallartökum á dönskum, norskum eða sænskum textaframburði
  • geti sungið með heyranlegum styrkleikabreytingum
  • hafi öðlast skilning á innihaldi þeirra ljóða og texta sem fengist var við í náminu
  • sýni nákvæmni í nótnalestri og úrvinnslu, þ.m.t. hraðavali, styrkleikabreytingum og öðrum leiðbeinandi táknum

Nemandi

  • hafi öðlast allgott hrynskyn
  • geti lesið og sungið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem fengist var við í fyrri hluta grunnnáms
  • hafi þjálfast reglulega í að syngja utanbókar
  • hafi þjálfast reglulega í að syngja með píanóundirleik
  • hafi þjálfast reglulega í að syngja án undirleiks
  • hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins
  • hafi þjálfast í ýmiss konar samsöng
  • hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
  • hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
  • hafi lært til hlítar viðunandi fjölda verkefna, önnur en prófverkefni, frá mismunandi tímabilum og þjóðlöndum
  • hafi þjálfast reglulega í fjölbreyttum söngæfingum í samræmi við kröfur þessa námsáfanga
  • hafi komið reglulega fram á tónleikum innan skólans
  • hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt þessari námskrá

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir eins til tveggja ára nám:

  • tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
  • blæbrigði og andstæður
  • þekkingu og skilning á stíl
  • tilfinningu fyrir samsöng
  • öruggan og sannfærandi söng
  • persónulega tjáningu
  • viðeigandi framkomu

Markmið í miðnámi

Við lok miðnáms eiga einsöngsnemendur að hafa náð eftirfarandi markmiðum:

Nemandi

  • beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt
  • andi eðlilega og úthald sé í samræmi við auknar kröfur þessa námsáfanga
  • hafi náð góðum tökum á tónmyndun og samræmingu raddsviða
  • hafi náð góðum tökum á inntónun
  • sýni skilning á sérhljóða- og samhljóðamyndun
  • syngi með skýrum textaframburði
  • hafi náð allgóðum tökum á þýskum textaframburði
  • hafi náð allgóðum tökum á enskum textaframburði
  • hafi náð allgóðum tökum á ítölskum textaframburði
  • hafi náð allgóðum tökum á dönskum, norskum eða sænskum textaframburði
  • hafi kynnst textaframburði á frönsku eða spænsku
  • syngi með greinilegum styrkleikabreytinum
  • geti gert skýran mun á staccato og legato
  • hafi öðlast skilning á innihaldi þeirra ljóða og texta sem fengist var við í náminu
  • sýni nákvæmni í nótnalestri og úrvinnslu, þ.m.t. hraðavali, styrkleikabreytingum og öðrum leiðbeinandi táknum

Nemandi

  • hafi gott hrynskyn
  • geti lesið og sungið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem fengist var við í fyrri hluta miðnáms
  • hafi þjálfast í flutningi tónlesa (recitativa)
  • hafi þjálfast í ýmiss konar samleik og samsöng
  • skilji algengustu taktslög og bendingar stjórnanda
  • hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
  • hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessari námskrá
  • hafi komið reglulega fram á tónleikum innan skólans

Nemanda hafi gefist kostur á að velja hvort og að hversu miklu leyti hann sinnir eftirfarandi atriðum:

  • tónsköpun
  • spuna
  • röddun sönglaga

Nemandinn sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir þriggja til fimm ára nám:

  • tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
  • ýmis blæbrigði og andstæður
  • þekkingu og skilning á stíl
  • tilfinningu fyrir samsöng
  • öruggan og sannfærandi söng
    persónulega tjáningu
    viðeigandi framkomu

Markmið í framhaldsnámi

Við lok framhaldsnáms eiga söngnemendur að hafa náð eftirfarandi markmiðum:

Nemandi

  • beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt
  • andi eðlilega og úthald sé í samræmi við auknar kröfur þessa námsáfanga
  • hafi náð mjög góðum tökum á tónmyndun og samræmingu raddsviða
  • hafi náð mjög góðum tökum á inntónun
  • hafi skilning á sérhljóða- og samhljóðamyndun
  • hafi vald á mikilli breidd í styrkleika
  • syngi með góðum textaframburði
  • hafi náð góðum tökum á þýskum textaframburði
  • hafi náð góðum tökum á enskum textaframburði
  • hafi náð góðum tökum á ítölskum textaframburði
  • hafi náð góðum tökum á dönskum, norskum eða sænskum textaframburði
  • hafi náð grundvallartökum á frönskum eða spænskum textaframburði
  • hafi öðlast skilning á innihaldi þeirra ljóða og texta sem fengist var við í náminu
  • sýni nákvæmni í nótnalestri og úrvinnslu, þ.m.t. hraðavali, styrkleikabreytingum og öðrum leiðbeinandi táknum

Nemandi

  • hafi öðlast mjög gott hrynskyn
  • hafi mjög gott vald á sveigjanleika í hraða og hryn
  • geti lesið og sungið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem fengist var við á miðprófi
  • hafi hlotið ýmiss konar þjálfun í samleik og samsöng
  • kunni góð skil á taktslögum og bendingum stjórnanda
  • hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
  • hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
  • hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmt þessari námskrá
  • hafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 41-42

Nemandi sýni með ótvíræðum hætti

  • tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
  • margvísleg blæbrigði og andstæður
  • þekkingu og skilning á stíl
  • tilfinningu fyrir samleik og samsöng
  • öruggan og sannfærandi söng
  • persónulega tjáningu
  • viðeigandi framkomu
 
  Einsöngur
Gítar
Harpa
Suzuki-nám
Fiðla
Víóla
Selló
Kontrabassi
Píanó
Orgel
Harmonika
Trompet/Kornett
Básúna
Barítónhorn
Túba
Blokkflauta
Þverflauta
Óbó
Klarínetta
Saxófónn
Tölvutónlist
Tónfræðagreinar
Tónlistarsérkennsla

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is