|
Gítar
Í skólanum gefst nemendum kostur á að læra á klassískan
gítar. Algengast er að námið hefjist við átta til tíu ára
aldur. Við upphaf námsins er mikilvægt að nemendur hafi
hljóðfæri við sitt hæfi en auk hinna
hefðbundnu gítara eru á markaðnum minni gítarar sem henta ungum
nemendum oft
betur. Skólinn leigir gítarnemendum ekki hljóðfæri en
kennarar leiðbeina um val á hentugum hljóðfærum fyrir
nemendum. Nauðsynlegt er að gítarnemendur eigi nótnapúlt og fótskemil (eða púða).
Mikilvægt er að gítarnemendur sitji rétt með hljóðfærið
og varist alla spennu í líkamanum.
Lögð er áhersla á að gítarnemendum gefist tækifæri til
samleiks með öðrum nemendum, bæði öðrum gítarnemendum og
nemendum sem leika á laglínuhljóðfæri. Nám í gítarleik fer ýmist fram í einkatímum eða í
litlum hópum.
Námsmarkmið
Í aðalnámskrá tónlistarskóla er gerð grein fyrir þeim
markmiðum sem nemendur eiga að hafa náð við lok grunnáms,
miðnáms og framhaldsnáms á gítar.
Markmið í grunnnámi
Við lok grunnnáms eiga gítarnemendur að hafa náð
eftirfarandi markmiðum:
Nemandi
- beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt
þegar leikið er á hljóðfærið
- hafi náð góðri handstöðu beggja handa
- beiti jöfnum og markvissum fingrahreyfingum
- hafi náð nokkrum tökum á að nota alla fingur hægri
handar (p, i, m, a)
- kunni skil á einföldum gripum og þvergripum
- geti gert styrkleikabreytingar vel heyranlegar og
andstæður augljósar
- hafi kynnst notkun vibrato
- geti spilað bæði tirando og apoyando
- geti brotið hljóma skýrt og greinilega
- hafi kynnst tónmyndun með nöglum hægri handar
- þekki tónsvið gítarsins upp í IX. stöðu á fyrstu
þremur strengjunum
- geti spilað margradda lög
- geti dregið fram laglínu með apoyando-slagi með a-fingri
Nemandi
- hafi öðlast allgott hrynskyn
- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni
sambærileg þeim sem fengist var við í fyrri hluta
grunnnáms
- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar
- hafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyra
- hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins
- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik
- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
- geti leikið einfaldar hljómakadensur, I - IV - I - V - I
- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma
samkvæmt þessari námskrá
- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi
samkvæmt þessari námskrá
Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt
getur talist eftir um það bil þriggja ára nám:
- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
- blæbrigði og andstæður
- þekkingu og skilning á stíl
- tilfinningu fyrir samleik
- öruggan og sannfærandi leik
- persónulega tjáningu
- viðeigandi framkomu
Markmið í miðnámi
Við lok miðnáms eiga gítarnemendur að hafa náð
eftirfarandi markmiðum:
Nemandi
- beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt
þegar leikið er á hljóðfærið
- beiti jafnri og lipurri fingratækni
- hafi náð góðu valdi á samhæfingu handa
- leiki með vel styrkri vinstri hendi og nái að halda
þvergripum vel
- geti spilað skýrt og með góðum styrk
- geti gert styrkleikabreytingar vel heyranlegar og
andstæður augljósar
- hafi náð allgóðum tökum á vibrato og noti það
smekklega
- hafi kynnst notkun tremolo
- leiki bundnar nótur skýrar og jafnar
- geti spilað pizzicato, rasgueado og flaututóna á opnum
strengjum
- þekki allt tónsvið gítarsins
- geti stillt hljóðfærið
Nemandi
- hafi öðlast gott hrynskyn
- hafi vald á sveigjanleika í hraða og hryn
- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni
sambærileg þeim sem hann fékkst við í fyrri hluta
miðnáms
- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar
- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik, þ.m.t. með
öðrum hljóðfærum en gítar
- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
- geti spilað tónstiga áreynslulítið og af lipurð og
snerpu
- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma
samkvæmt þessari námskrá
- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi
samkvæmt þessari námskrá
Nemanda hafi gefist kostur á að velja hvort og að hversu
miklu leyti hann sinnir eftirfarandi atriðum:
- leik eftir eyra
- tónsköpun
- spuna
Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt
getur talist eftir sjö til átta ára nám:
- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
- ýmis blæbrigði og andstæður
- þekkingu og skilning á stíl
- tilfinningu fyrir samleik
- öruggan og sannfærandi leik
- persónulega tjáningu
- viðeigandi framkomu
Markmið í framhaldsnámi
Við lok framhaldsnáms eiga gítarnemendur að hafa náð
eftirfarandi markmiðum:
Nemandi
- beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt
þegar leikið er á hljóðfærið
- beiti lipurri og jafnri fingratækni og ráði yfir
talsverðum hraða
- leiki með öruggri og vel þroskaðri tónmyndum á öllu
tónsviði gítarsins
- hafi náð góðum tökum á vibrato og noti það smekklega
- hafi náð góðum tökum á tremolo
- geti leikið þríhljóma með flaututóni í efstu rödd
- ráði yfir víðu styrkleikasviði hvar sem er á
tónsviði gítarsins
- hafi kynnst sérhæfðri gítartækni sem nýtist við
túlkun nýrrar tónlistar
Nemandi
- hafi öðlast mjög gott hrynskyn
- hafi mjög gott vald á sveigjanleika í hraða og hryn
- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni
sambærileg þeim sem fengist var við á miðprófi
- hafi fengið reglulega þjálfun í að leika utanbókar
- hafi hlotið þjálfun í ýmiss konar samleik, þ.m.t. með
öðrum hljóðfærum en gítar
- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma
samkvæmt þessari námskrá
- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á
framhaldsprófi samkvæmt þessari námskrá
- hafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum
samkvæmt almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla,
bls. 41-42
Nemandi sýni með ótvíræðum hætti
- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
- margvísleg blæbrigði og andstæður
- þekkingu og skilning á stíl
- tilfinningu fyrir samleik
- öruggan og sannfærandi leik
- persónulega tjáningu
- viðeigandi framkomu
|
|
|