Úr aðalnámskrá tónlistarskóla:

Nemendur

læri og æfist í að setja fram eigin tónhugmyndir, bæði skriflega og leiknar af fingrum fram
læri og þjálfist í að setja saman hefðbundnar eða óhefðbundnar tónsmíðar
FORSÍÐA
SKÓLINN
SKÓLADAGATAL
NÁMIÐ
Hljómsveitir
Samleikur
Tónleikar
Námsmat
Skólareglur
Til foreldra
Samstarfsaðilar
TÓNVER
SKÓLAGJÖLD
KENNARAR
MYNDASAFN
TENGLAR

 

Saxófónn

Í skólanum er kennt á altsaxófón, en megnið af klassískum tónbókmenntum saxófónsins er skrifað fyrir það hljóðfæri. Algengast er að saxófónnám hefjist þegar nemendur eru 10-12 ára en dæmi eru þess að nemendur séu yngri við upphaf námsins. 

Saxófónnemendum skólans gefst kostur á þátttöku í blásarasveit sem og leik með öðrum hljóðfærum, einkum píanói.

Námsmarkmið

Í aðalnámskrá tónlistarskóla er gerð grein fyrir þeim markmiðum sem nemendur eiga að hafa náð við lok grunnáms, miðnáms og framhaldsnáms á saxófón.

Markmið í grunnnámi

Við lok grunnnáms er miðað við að saxófónnemendur hafi náð eftirfarandi markmiðum:

Nemandi

  • beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er á hljóðfærið
  • hafi náð eðlilegri munnsetningu
  • beiti jöfnum og markvissum fingrahreyfingum
  • hafi náð góðum grundvallartökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá b til f'''
  • hafi náð allgóðum tökum á þindaröndun
  • hafi náð allgóðum tökum á inntónun
  • geti leikið með greinilegum styrkleikabreytingum
  • geti leikið bæði bundið og óbundið
  • geti gert greinilegan mun á staccato og legato og ráði yfir eðlilegri tungutækni miðað við þetta námsstig
  • hafi tök á aukafingrasetningum fyrir b', b'' (hliðar b og bis(vísifingur vinstri handar á tveimur samhliða klöppum)), fís', fís'' (venjulegt og hliðar) og c'', c'''(venjulegt og hliðar)

Nemandi

  • hafi öðlast allgott hrynskyn
  • geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem fengist var við í fyrri hluta grunnnáms
  • hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar
  • hafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyra
  • hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins
  • hafi þjálfast í ýmiss konar samleik
  • hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
  • hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
  • hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma
  • hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt þessari námskrá

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir um það bil þriggja ára nám:

  • tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
  • blæbrigði og andstæður
  • þekkingu og skilning á stíl
  • tilfinningu fyrir samleik
  • öruggan og sannfærandi leik
  • persónulega tjáningu
  • viðeigandi framkomu

Markmið í miðnámi

Við lok miðnáms þurfa saxófónnemendur því að hafa náð eftirfarandi markmiðum:

Nemandi

  • beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er á hljóðfærið
  • hafi tileinkað sér eðlilega og vel þjálfaða munnsetningu
  • beiti jafnri og lipurri fingratækni
  • hafi náð góðum tökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá b til f'''
  • hafi náð góðum tökum á þindaröndun
  • hafi náð allgóðum tökum á vibrato og noti það smekklega
  • hafi náð góðum tökum á inntónun
  • geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri
  • geti gert styrkleikabreytingar vel heyranlegar og andstæður augljósar
  • geti gert greinilegan mun á legato og staccato
  • ráði yfir allgóðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjölbreytni í túlkun
  • hafi tök á aukafingrasetningum fyrir b', b'' (hliðar, bis og 1/1), fís', fís'' (venjulegt og hliðar), c'', c''' (venjulegt og hliðar), cís'' (venjulegt og langt (eins og d' en vísifingri og löngutöng vinstri handar lyft, áttundaklappi niðri) og helstu trillufingrasetningum

Nemandi

  • hafi öðlast gott hrynskyn
  • geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem fengist var við í fyrri hluta miðnáms
  • hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar
  • hafi þjálfast í ýmiss konar samleik
  • hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
  • hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
  • hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari námskrá
  • hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessari námskrá

Nemanda hafi gefist kostur á að velja hvort og að hversu miklu leyti hann sinnir eftirfarandi atriðum:

  • leik eftir eyra
  • tónsköpun
  • spuna

Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist eftir sjö til átta ára nám:

  • tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
  • ýmis blæbrigði og andstæður
  • þekkingu og skilning á stíl
  • tilfinningu fyrir samleik
  • öruggan og sannfærandi leik
  • persónulega tjáningu
  • viðeigandi framkomu

Markmið í framhaldsnámi

Við lok framhaldsnáms þurfa saxófónnemendur því að hafa náð eftirfarandi markmiðum:

Nemandi

  • beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er á hljóðfærið
  • hafi tileinkað sér eðlilega og vel þjálfaða munnsetningu
  • beiti lipurri og jafnri fingratækni og ráði yfir talsverðum hraða
  • hafi náð tökum á öruggri og vel þroskaðri tónmyndun á tónsviðinu frá b til f'''/ fís'''
  • hafi hlotið nokkra þjálfun í altissimo-tónsviðinu
  • hafi náð mjög góðum tökum á þindaröndun
  • hafi náð góðum tökum á vibrato og noti það smekklega
  • hafi náð mjög góðum tökum á inntónun
  • geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri
  • leiki hreint, kunni grip til lækkunar og hækkunar tóna og geti aðlagað inntónun í samleik
  • kunni grip til hækkunar og lækkunar tóna
  • ráði yfir víðu styrkleikasviði hvar sem er á tónsviði hljóðfærisins
  • geti gert skýran mun á legato og staccato
  • ráði yfir góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og fjölbreytni
  • geti beitt öllum helstu auka- og trillufingrasetningum
  • hafi kynnst nútímatækni svo sem fluttertungu, klappasmellum og einföldum hljómum (multiphonics)

Nemandi

  • hafi öðlast mjög gott hrynskyn
  • geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem fengist var við á miðprófi
  • geti tónflutt létt verkefni um stóra sexund / litla þríund, þ.e. úr C í Es, án undirbúnings
  • hafi fengið reglulega þjálfun í að leika utanbókar
  • hafi hlotið þjálfun í ýmiss konar samleik
  • hafi kynnst a.m.k. einum meðlim saxófónfjölskyldunnar öðrum en alt- saxófóninum
  • hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
  • hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
  • hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari námskrá
  • hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmt þessari námskrá
  • hafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 41-42.

Nemandi sýni með ótvíræðum hætti

  • tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
  • margvísleg blæbrigði og andstæður
  • þekkingu og skilning á stíl
  • tilfinningu fyrir samleik
  • öruggan og sannfærandi leik
  • persónulega tjáningu
  • viðeigandi framkomu
 
  Einsöngur
Gítar
Harpa
Suzuki-nám
Fiðla
Víóla
Selló
Kontrabassi
Píanó
Orgel
Harmonika
Trompet/Kornett
Básúna
Barítónhorn
Túba
Blokkflauta
Þverflauta
Óbó
Klarínetta
Saxófónn
Tölvutónlist
Tónfræðagreinar
Tónlistarsérkennsla

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is