Klarínetta
Að undanförnu hafa vinsældir þessa fjölhæfa hljóðfæris
verið að aukast í skólanum. Klarínettufjölskyldan er stór,
12 hljóðfæri talsins. Langalgengast þessara hljóðfæra er
B-klarínetta og á slík hljóðfæri er kennt í skólanum.
Klarínettunemendum gefst kostur á að leika í blásarasveit
skólans, sem og með öðrum hljóðfærum. Námsmarkmið
Í aðalnámskrá tónlistarskóla er gerð grein fyrir þeim
markmiðum sem nemendur eiga að hafa náð við lok grunnáms,
miðnáms og framhaldsnáms á klarínettu. Markmið í grunnnámi
Við lok grunnnáms er miðað við að klarínettunemendur hafi náð
eftirfarandi markmiðum:
Nemandi
- beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er
á hljóðfærið
- hafi náð eðlilegri og óþvingaðri munnsetningu
- beiti jöfnum og markvissum fingrahreyfingum
- hafi náð góðum grundvallartökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu
frá e til d'''
- hafi náð allgóðum tökum á þindaröndun
- hafi náð allgóðum tökum á inntónun
- geti leikið með greinilegum styrkleikabreytingum
- geti leikið bæði bundið og óbundið
- ráði yfir eðlilegri tungutækni miðað við þetta námsstig
- hafi tök á aukafingrasetningum fyrir h/fís'' (gaffall) og fís'
Nemandi
- hafi öðlast allgott hrynskyn
- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem
fengist var við í fyrri hluta grunnnáms
- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar
- hafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyra
- hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins
- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik
- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari
námskrá
- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt
þessari námskrá
Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist
eftir um það bil þriggja ára nám:
- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
- blæbrigði og andstæður
- þekkingu og skilning á stíl
- tilfinningu fyrir samleik
- öruggan og sannfærandi leik
- persónulega tjáningu
- viðeigandi framkomu
Markmið í miðnámi
Við lok miðnáms þurfa klarínettunemendur því að hafa náð
eftirfarandi markmiðum:
Nemandi
- beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er
á hljóðfærið
- hafi tileinkað sér eðlilega og vel þjálfaða munnsetningu
- beiti jafnri og lipurri fingratækni
- hafi náð góðum tökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá e til
g'''
- hafi náð góðum tökum á þindaröndun
- hafi náð góðum tökum á inntónun
- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri
- geti gert styrkleikabreytingar vel heyranlegar og andstæður augljósar
- geti gert greinilegan mun á legato og staccato
- ráði yfir allgóðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og
fjölbreytni í túlkun
- sé jafnvígur á notkun vinstri- og hægrihandarfingrasetninga
- geti beitt helstu trillufingrasetningum
Nemandi
- hafi öðlast gott hrynskyn
- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem
fengist var við í fyrri hluta miðnáms
- geti tónflutt létt verkefni upp um heiltón, án undirbúnings
- hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar
- hafi þjálfast í ýmiss konar samleik
- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari
námskrá
- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt
þessari námskrá
Nemanda hafi gefist kostur á að velja hvort og að hversu miklu leyti hann
sinnir eftirfarandi atriðum:
- leik eftir eyra
- tónsköpun
- spuna
Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist
eftir sjö til átta ára nám:
- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
- ýmis blæbrigði og andstæður
- þekkingu og skilning á stíl
- tilfinningu fyrir samleik
- öruggan og sannfærandi leik
- persónulega tjáningu
- viðeigandi framkomu
Markmið í framhaldsnámi
Við lok framhaldsnáms þurfa klarínettunemendur að hafa náð
eftirfarandi markmiðum:
Nemandi
- beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er
á hljóðfærið
- hafi tileinkað sér eðlilega og vel þjálfaða munnsetningu
- beiti lipurri og jafnri fingratækni og ráði yfir talsverðum hraða
- hafi náð tökum á öruggri og vel þroskaðri tónmyndun á öllu
tónsviðinu frá e til b'''
- hafi náð mjög góðum tökum á þindaröndun
- hafi náð mjög góðum tökum á inntónun
- geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri
- leiki hreint, kunni grip til lækkunar og hækkunar tóna og geti
aðlagað inntónun í samleik
- ráði yfir víðu styrkleikasviði hvar sem er á tónsviði
hljóðfærisins
- geti gert skýran mun á legato og staccato
- ráði yfir góðri tungutækni bæði hvað varðar hraða og
fjölbreytni
- geti beitt öllum helstu auka- og trillufingrasetningum
- hafi kynnst flutter- og tvítungutækni og glissando
Nemandi
- hafi öðlast mjög gott hrynskyn
- geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim sem
fengist var við á miðprófi
- geti tónflutt einfaldar laglínur án undirbúnings upp um heiltón og
upp og niður um hálftón
- hafi fengið reglulega þjálfun í að leika utanbókar
- hafi kynnst a.m.k. einum meðlim klarínettufjölskyldunnar öðrum en B-
eða A-klarínettu
- hafi hlotið þjálfun í ýmiss konar samleik
- hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
- hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
- hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt þessari
námskrá
- hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmt
þessari námskrá
- hafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt almennum
hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 41-42
Nemandi sýni með ótvíræðum hætti
- tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
- margvísleg blæbrigði og andstæður
- þekkingu og skilning á stíl
- tilfinningu fyrir samleik
- öruggan og sannfærandi leik
- persónulega tjáningu
- viðeigandi framkomu
|