| 
              
                
              | 
            
              Þverflauta
               Algengast
              er að nemendur hefji þverflautunám 8-10 ára gamlir en dæmi
              eru um að nám hefjist fyrr. Fáanlegar eru þverflautur með
              bognu munnstykki fyrir unga nemendur. Í skólanum er allstór hópur
              þverflautunemenda og er lögð áhersla á samleik þverflautunemenda,
              sem og samleik með öðrum nemendum. Nemendum í grunnnámi gefst
              auk þess kostur á að leika í blásarasveit. 
              Nám á þverflautu fer yfirleitt fram í einkatímum.
               Námsmarkmið
              Í aðalnámskrá tónlistarskóla er gerð grein fyrir þeim
              markmiðum sem nemendur eiga að hafa náð við lok grunnáms, miðnáms
              og framhaldsnáms á þverflautu.
               Markmið í grunnnámi
              Við lok grunnnáms er miðað við að þverflautunemendur
              hafi náð eftirfarandi markmiðum: 
              Nemandi 
              
                - beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar
                  leikið er á hljóðfærið
 
                - haldi rétt á flautunni og hún sé í fullkomnu jafnvægi
 
                - hafi náð eðlilegri munnsetningu
 
                - beiti réttum grunnfingrasetningum á tónsviðinu c' til
                  g'''
 
                - leiki með mjúkum fingrum og hafi góða stjórn á
                  hreyfingum þeirra
 
                - hafi náð góðum grundvallartökum á tónmyndun á öllu
                  tónsviðinu frá c' til g'''
 
                - leiki með hreinum og opnum tóni
 
                - beiti djúpri innöndun og stuðningi
 
                - hafi náð allgóðum tökum á inntónun
 
                - geti gert greinilegar styrkleikabreytingar nema á ystu mörkum
                  tónsviðsins
 
                - geti leikið bæði bundið og óbundið
 
                - hafi náð góðum tökum á einfaldri tungu
 
               
              Nemandi 
              
                - hafi öðlast allgott hrynskyn
 
                - geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg
                  þeim sem fengist var við í fyrri hluta grunnnáms
 
                - hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar
 
                - hafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyra
 
                - hafi fengist við skapandi starf frá upphafi námsins
 
                - hafi þjálfast í ýmiss konar samleik
 
                - hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
 
                - hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
 
                - hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt
                  þessari námskrá
 
                - hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi
                  samkvæmt þessari námskrá
 
               
              Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt
              getur talist eftir um það bil þriggja ára nám 
              
                - tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
 
                - blæbrigði og andstæður
 
                - þekkingu og skilning á stíl
 
                - tilfinningu fyrir samleik
 
                - öruggan og sannfærandi leik
 
                - persónulega tjáningu
 
                - viðeigandi framkomu
 
               
              Markmið í miðnámi
              Við lok miðnáms þurfa þverflautunemendur því að hafa náð
              eftirfarandi markmiðum: 
              Nemandi 
              
                - beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar
                  leikið er á hljóðfærið
 
                - hafi tileinkað sér eðlilega og vel þjálfaða
                  munnsetningu
 
                - beiti jafnri og lipurri fingratækni
 
                - hafi náð góðum tökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu
                  frá c' til c''''
 
                - hafi náð djúpri og áreynslulausri innöndun og stuðningur
                  sé góður
 
                - hafi náð fallegum, opnum tóni
 
                - hafi allgóð tök á vibrato og beiti því á eðlilegan
                  og óþvingaðan máta
 
                - hafi náð góðum tökum á inntónun
 
                - geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri
 
                - ráði yfir töluverðu styrkleikasviði nema á allra hæstu
                  tónum
 
                - geti gert greinilegan mun á legato og staccato
 
                - ráði yfir góðri tungutækni og hafi náð góðu valdi
                  á einfaldri og tvöfaldri tungu
 
                - geti beitt helstu trillufingrasetningum
 
               
              Nemandi 
              
                - hafi öðlast gott hrynskyn
 
                - geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg
                  þeim sem fengist var við í fyrri hluta miðnáms
 
                - hafi þjálfast reglulega í að leika utanbókar
 
                - hafi þjálfast í ýmiss konar samleik
 
                - hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
 
                - hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
 
                - hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt
                  þessari námskrá
 
                - hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi
                  samkvæmt þessari námskrá
 
               
              Nemanda hafi gefist kostur á að velja hvort og að hversu
              miklu leyti hann sinnir eftirfarandi atriðum: 
              
                - leik eftir eyra
 
                - tónsköpun
 
                - spuna
 
               
              Nemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt
              getur talist eftir sjö til átta ára nám: 
              
                - tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
 
                - ýmis blæbrigði og andstæður
 
                - þekkingu og skilning á stíl
 
                - tilfinningu fyrir samleik
 
                - öruggan og sannfærandi leik
 
                - persónulega tjáningu
 
                - viðeigandi framkomu
 
               
              Markmið í framhaldsnámi
              Við lok framhaldsnáms þurfa þverflautunemendur því að
              hafa náð eftirfarandi markmiðum: 
              Nemandi 
              
                - beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar
                  leikið er á hljóðfærið
 
                - hafi tileinkað sér eðlilega og vel þjálfaða
                  munnsetningu
 
                - beiti lipurri og jafnri fingratækni og ráði yfir talsverðum
                  hraða
 
                - hafi náð tökum á öruggri og vel þroskaðri tónmyndun
                  á öllu tónsviðinu frá c' til d''''
 
                - hafi umtalsvert andrými og öflugan stuðning
 
                - leiki með blæbrigðaríkum tóni
 
                - hafi náð góðum tökum á vibrato og noti það á blæbrigðaríkan
                  hátt
 
                - geti stillt hljóðfærið við annað hljóðfæri
 
                - leiki hreint, kunni grip til lækkunar og hækkunar tóna og
                  geti aðlagað inntónun í samleik
 
                - ráði yfir víðu styrkleikasviði nema í fjórðu áttundinni
 
                - geti gert skýran mun á legato og staccato
 
                - hafi náð góðu valdi á einfaldri, tvöfaldri og þrefaldri
                  tungu
 
                - geti beitt öllum helstu auka- og trillufingrasetningum
 
                - kunni skil á ýmiss konar nútímatækni, svo sem
                  flutter-tungu ("R-tóni"), yfirtónaspili (flaututónum),
                  hvísltónum, auðveldustu hljómum ("multitónum"),
                  söng með leik og klappasmellum
 
               
              Nemandi 
              
                - hafi öðlast mjög gott hrynskyn
 
                - geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg
                  þeim sem fengist var við á miðprófi
 
                - hafi fengið reglulega þjálfun í að leika utanbókar
 
                - hafi hlotið þjálfun í ýmiss konar samleik
 
                - hafi kynnst a.m.k. einum öðrum meðlim þverflautufjölskyldunnar,
                  s.s. piccoloflautu eða altflautu
 
                - hafi farið yfir viðunandi fjölda verkefna
 
                - hafi fengist við fjölbreytt úrval verkefna
 
                - hafi þjálfast reglulega í leik tónstiga og hljóma samkvæmt
                  þessari námskrá
 
                - hafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi
                  samkvæmt þessari námskrá
 
                - hafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum
                  samkvæmt almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla,
                  bls. 41-42
 
               
              Nemandi sýni með ótvíræðum hætti 
              
                - tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótun
 
                - margvísleg blæbrigði og andstæður
 
                - þekkingu og skilning á stíl
 
                - tilfinningu fyrir samleik
 
                - öruggan og sannfærandi leik
 
                - persónulega tjáningu
 
                - viðeigandi framkomu
 
               
             | 
             | 
            
 
        	  |